Merkel tekur undir ákall Macron eftir evrópskum her Samúel Karl Ólason skrifar 13. nóvember 2018 17:00 Angela Merkel á fundi Evrópuþingsins í dag. AP/Jean-Francois Badias Angela Merkel, kanslari Þýskalands, tók í dag undir ákall Emmanuel Macron, forseta Frakklands, eftir sameinuðum herafla Evrópusambandsins. Þetta sagði kanslari á fundi Evrópuþingsins í dag. Hún sagði að sameinaður evrópskur her myndi tryggja sameinaða Evrópu í sessi. Slíkur her myndi vera tákn út á við um að ríki Evrópu myndu aldrei aftur heyja stríð sín á milli. Hún sagði að her ESB ætti að starfa innan Atlantshafsbandalagsins og ætti ekki að grafa undan því. Í ræðu sinni fordæmdi Merkel þjóðernishyggju og popúlisma. Hún sagði gildi Evrópu eiga undir högg að sækja. „Við þurfum að taka örlögin í eigin hendur,“ sagði hún. Hún lagði einnig til að Evrópusambandið stofnaði eigin öryggisráð til að samræma varnarmál Evrópu. Forsæti ráðsins myndi færast á milli aðildarríkja. Macron stakk upp á stofnun ESB-hers í síðustu viku og rangtúlkuðu nokkrir miðlar orð forsetans á þann veg að slíkum her yrði ætlað að vernda Evrópu gegn Rússum, Kína og Bandaríkjunum. Það sagði Macron þó ekki. Hann var í útvarpsviðtali og sagði að Evrópa þyrfti að verjast tölvuárásum og njósnum frá Rússum, Kína og „jafnvel Bandaríkjunum“. Hins vegar sagði hann ekki að ESB-her ætti að verja Evrópu gagnvart Bandaríkjunum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, reiddist við þessi ummæli og gagnrýndi hann ummæli Macron. Hann gerði það aftur í dag þar sem hann benti á að Frakkar hefðu barist við Þjóðverja í báðum heimsstyrjöldum síðustu aldar. „Þeir voru að byrja að læra Þýsku í París áður en Bandaríkin komu að málum. Borgið fyrir NATO eða ekki!“ skrifaði forsetinn og vísaði hann þar til undarlegrar þráhyggju sinnar gagnvart því að aðildarríki Atlantshafsbandalagsins skuldi Bandaríkjunum háar fjárhæðir. Trump hefur lengi kvartað yfir því að aðildarríki NATO greiði ekki nóg fyrir aðilda að samkomulaginu. Stofnsáttmáli NATO segir til um að aðildarríki þurfi að verja tiltekinni upphæð af vergri landsframleiðslu til varnarmála. Það hafa flest ríki NATO ekki gert um árabil. Þeim er þó ekki ætlað að greiða þær upphæðir til Bandaríkjanna á nokkurn hátt.Ræðu Merkel má sjá hér að neðan.German chancellor Angela Merkel addresses European Parliament in Strasbourg in debate on the future of Europe: https://t.co/H0Jk5terQc— DW News (@dwnews) November 13, 2018 Evrópusambandið NATO Tengdar fréttir Alvöruþrungin athöfn í París Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, tók í gær þátt í athöfn í París þar sem þess var minnst að hundrað ár voru liðin frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar. 12. nóvember 2018 08:00 Hvatti aðra þjóðarleiðtoga til dáða á aldarafmæli stríðsloka Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hvatti þjóðarleiðtoga heimsins til þess að byggja upp vonir í stað þess að ala á ótta í garð annarra þjóða í ræðu í París þar sem þess var minnst að 100 ár eru liðin frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar. 11. nóvember 2018 14:00 Trump hótar bandalagsþjóðum eftir Evrópureisuna Frakklandsforseti virtist hafna stjórnmálasýn Trump forseta þegar þjóðarleiðtogar minntust lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar um helgina. 12. nóvember 2018 16:18 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Sjá meira
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, tók í dag undir ákall Emmanuel Macron, forseta Frakklands, eftir sameinuðum herafla Evrópusambandsins. Þetta sagði kanslari á fundi Evrópuþingsins í dag. Hún sagði að sameinaður evrópskur her myndi tryggja sameinaða Evrópu í sessi. Slíkur her myndi vera tákn út á við um að ríki Evrópu myndu aldrei aftur heyja stríð sín á milli. Hún sagði að her ESB ætti að starfa innan Atlantshafsbandalagsins og ætti ekki að grafa undan því. Í ræðu sinni fordæmdi Merkel þjóðernishyggju og popúlisma. Hún sagði gildi Evrópu eiga undir högg að sækja. „Við þurfum að taka örlögin í eigin hendur,“ sagði hún. Hún lagði einnig til að Evrópusambandið stofnaði eigin öryggisráð til að samræma varnarmál Evrópu. Forsæti ráðsins myndi færast á milli aðildarríkja. Macron stakk upp á stofnun ESB-hers í síðustu viku og rangtúlkuðu nokkrir miðlar orð forsetans á þann veg að slíkum her yrði ætlað að vernda Evrópu gegn Rússum, Kína og Bandaríkjunum. Það sagði Macron þó ekki. Hann var í útvarpsviðtali og sagði að Evrópa þyrfti að verjast tölvuárásum og njósnum frá Rússum, Kína og „jafnvel Bandaríkjunum“. Hins vegar sagði hann ekki að ESB-her ætti að verja Evrópu gagnvart Bandaríkjunum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, reiddist við þessi ummæli og gagnrýndi hann ummæli Macron. Hann gerði það aftur í dag þar sem hann benti á að Frakkar hefðu barist við Þjóðverja í báðum heimsstyrjöldum síðustu aldar. „Þeir voru að byrja að læra Þýsku í París áður en Bandaríkin komu að málum. Borgið fyrir NATO eða ekki!“ skrifaði forsetinn og vísaði hann þar til undarlegrar þráhyggju sinnar gagnvart því að aðildarríki Atlantshafsbandalagsins skuldi Bandaríkjunum háar fjárhæðir. Trump hefur lengi kvartað yfir því að aðildarríki NATO greiði ekki nóg fyrir aðilda að samkomulaginu. Stofnsáttmáli NATO segir til um að aðildarríki þurfi að verja tiltekinni upphæð af vergri landsframleiðslu til varnarmála. Það hafa flest ríki NATO ekki gert um árabil. Þeim er þó ekki ætlað að greiða þær upphæðir til Bandaríkjanna á nokkurn hátt.Ræðu Merkel má sjá hér að neðan.German chancellor Angela Merkel addresses European Parliament in Strasbourg in debate on the future of Europe: https://t.co/H0Jk5terQc— DW News (@dwnews) November 13, 2018
Evrópusambandið NATO Tengdar fréttir Alvöruþrungin athöfn í París Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, tók í gær þátt í athöfn í París þar sem þess var minnst að hundrað ár voru liðin frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar. 12. nóvember 2018 08:00 Hvatti aðra þjóðarleiðtoga til dáða á aldarafmæli stríðsloka Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hvatti þjóðarleiðtoga heimsins til þess að byggja upp vonir í stað þess að ala á ótta í garð annarra þjóða í ræðu í París þar sem þess var minnst að 100 ár eru liðin frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar. 11. nóvember 2018 14:00 Trump hótar bandalagsþjóðum eftir Evrópureisuna Frakklandsforseti virtist hafna stjórnmálasýn Trump forseta þegar þjóðarleiðtogar minntust lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar um helgina. 12. nóvember 2018 16:18 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Sjá meira
Alvöruþrungin athöfn í París Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, tók í gær þátt í athöfn í París þar sem þess var minnst að hundrað ár voru liðin frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar. 12. nóvember 2018 08:00
Hvatti aðra þjóðarleiðtoga til dáða á aldarafmæli stríðsloka Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hvatti þjóðarleiðtoga heimsins til þess að byggja upp vonir í stað þess að ala á ótta í garð annarra þjóða í ræðu í París þar sem þess var minnst að 100 ár eru liðin frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar. 11. nóvember 2018 14:00
Trump hótar bandalagsþjóðum eftir Evrópureisuna Frakklandsforseti virtist hafna stjórnmálasýn Trump forseta þegar þjóðarleiðtogar minntust lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar um helgina. 12. nóvember 2018 16:18