Annar sonurinn var heima þegar Janne Jemtland var skotin Atli Ísleifsson skrifar 12. nóvember 2018 10:52 Málið vakti gríðarlega athygli í Noregi í kringum síðustu áramót, en mikil leit stóð yfir að Janne eftir að eiginmaðurinn Svein, 47 ára, hafði sjálfur tilkynnt um hvarf hennar. NORSKA LÖGREGLAN/GETTY Norðmaðurinn Svein Jemtland neitaði sök þegar aðalmeðferð hófst í máli hans í Héraðsdómi Heiðmerkur í Hamar í morgun. Hann er ákærður fyrir morð á eiginkonu sinni, Janne Jemtland, í lok síðasta árs. Norskir fjölmiðlar segja að saksóknari hafi hafið mál sitt á því að segja að annar sonur þeirra hafi heyrt hávaða fyrir utan húsið, kvöldið sem Janne lét lífið. „Eldri sonurinn var einn heima þegar foreldrarnir voru í veislunni,“ sagði saksóknarinn Iris Storås. Hún segir það óumdeilt að sonurinn hafi heyrt hávaða um klukkan 2:15, um hálftíma eftir að foreldrarnir sneru heim úr veislunni. Þegar hann heyrði hávaðann hafi hann sent móður sinni smáskilaboð: „Mamma?!“.Fannst á botni árinnar Glomma Málið vakti gríðarlega athygli í Noregi í kringum síðustu áramót, en mikil leit stóð yfir að Janne eftir að eiginmaðurinn Svein, 47 ára, hafði sjálfur tilkynnt um hvarf hennar. Þau höfðu verið í veislu í félagsheimili í Velrom, í um átta kílómetra fjarlægð frá heimili sínu umrætt kvöld og tóku leigubíl heim um skömmu fyrir klukkan tvö eftir miðnætti. Lögregla vill meina að Svein hafi skotið eiginkonu sína stuttu eftir að þau sneru heim úr veislunni. Hann á svo að hafa varpað Janne út í ána Glomma þar sem líkið fannst 13. janúar. Líkið fannst á botni árinnar, en bílarafhlöður höfðu verið bundnar við líkið.Segir Janne hafa orðið fyrir voðaskotiÍ frétt NRK segir að Svein hafi mætt í bláum jakka og gallabuxum þegar hann mætti í dómsal í morgun. Þá hafi hann látið vaxa sér sítt skegg. Svein hefur alla tíð neitað að hafa banað Janne, og segir að hún hafi orðið fyrir voðaskoti. Krufning leiddi í ljós að Janne hafi látist af völdum drukknunar, en að hún hafi áður verið skotin í höfuðið. Báðir synir þeirra Svein og Janne munu bera vitni við aðalmeðferð málsins. Svein Jemtland á yfir höfði sér lífstíðardóm, 21 árs fangelsi, verði hann fundinn sekur. „Spurningin um hvort að skotið hafi verið óhapp eða hvort að ákærði hafi skotið konu sína... Það er aðalspurningin sem rétturinn þarf að taka afstöðu til,“ sagði Storås í morgun.Starfaði sem hermaður Byssan sem var notuð var af gerðinni Makarov. Saksóknari sagði í morgun að tilkynnt hafi verið um stuld á byssunni í Tékklandi árið 2007. Byssan fannst í skóglendi í Vangsåsa í Hamar í maí. Svein Jemtland var starfandi í frönsku útlendingahersveitinni í um tvo áratugi, meðal annars á Balkanskaga á tíunda áratugnum. Árið 1991 var hann dæmdur í fimm mánaða fangelsi fyrir líkamsárás. Hann og Janne gengu í hjónaband árið 2006. Norðurlönd Tengdar fréttir Lögreglan staðfestir að lík Janne Jemtland sé fundið Niðurstöður krufningar liggja ekki fyrir en lögreglan hefur staðfest að um Janne Jemtland sé að ræða. Hennar hefur verið saknað frá því fyrir áramót. 16. janúar 2018 18:24 Eiginmaður Janne segir hana hafa orðið fyrir voðaskoti Lögregla í Noregi greindi frá því í morgun að annar maður hafi verið handtekinn vegna morðsins á hinni 36 ára Janne Jemtland. 2. febrúar 2018 09:58 Eiginmaðurinn ákærður fyrir morðið á Janne Jemtland Saksóknarar í Noregi hafa ákært Svein Rishovd Jemtland fyrir að hafa skotið eiginkonu sína, Janne, til bana að kvöldi 29. desember á síðasta ári. 1. október 2018 14:06 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Norðmaðurinn Svein Jemtland neitaði sök þegar aðalmeðferð hófst í máli hans í Héraðsdómi Heiðmerkur í Hamar í morgun. Hann er ákærður fyrir morð á eiginkonu sinni, Janne Jemtland, í lok síðasta árs. Norskir fjölmiðlar segja að saksóknari hafi hafið mál sitt á því að segja að annar sonur þeirra hafi heyrt hávaða fyrir utan húsið, kvöldið sem Janne lét lífið. „Eldri sonurinn var einn heima þegar foreldrarnir voru í veislunni,“ sagði saksóknarinn Iris Storås. Hún segir það óumdeilt að sonurinn hafi heyrt hávaða um klukkan 2:15, um hálftíma eftir að foreldrarnir sneru heim úr veislunni. Þegar hann heyrði hávaðann hafi hann sent móður sinni smáskilaboð: „Mamma?!“.Fannst á botni árinnar Glomma Málið vakti gríðarlega athygli í Noregi í kringum síðustu áramót, en mikil leit stóð yfir að Janne eftir að eiginmaðurinn Svein, 47 ára, hafði sjálfur tilkynnt um hvarf hennar. Þau höfðu verið í veislu í félagsheimili í Velrom, í um átta kílómetra fjarlægð frá heimili sínu umrætt kvöld og tóku leigubíl heim um skömmu fyrir klukkan tvö eftir miðnætti. Lögregla vill meina að Svein hafi skotið eiginkonu sína stuttu eftir að þau sneru heim úr veislunni. Hann á svo að hafa varpað Janne út í ána Glomma þar sem líkið fannst 13. janúar. Líkið fannst á botni árinnar, en bílarafhlöður höfðu verið bundnar við líkið.Segir Janne hafa orðið fyrir voðaskotiÍ frétt NRK segir að Svein hafi mætt í bláum jakka og gallabuxum þegar hann mætti í dómsal í morgun. Þá hafi hann látið vaxa sér sítt skegg. Svein hefur alla tíð neitað að hafa banað Janne, og segir að hún hafi orðið fyrir voðaskoti. Krufning leiddi í ljós að Janne hafi látist af völdum drukknunar, en að hún hafi áður verið skotin í höfuðið. Báðir synir þeirra Svein og Janne munu bera vitni við aðalmeðferð málsins. Svein Jemtland á yfir höfði sér lífstíðardóm, 21 árs fangelsi, verði hann fundinn sekur. „Spurningin um hvort að skotið hafi verið óhapp eða hvort að ákærði hafi skotið konu sína... Það er aðalspurningin sem rétturinn þarf að taka afstöðu til,“ sagði Storås í morgun.Starfaði sem hermaður Byssan sem var notuð var af gerðinni Makarov. Saksóknari sagði í morgun að tilkynnt hafi verið um stuld á byssunni í Tékklandi árið 2007. Byssan fannst í skóglendi í Vangsåsa í Hamar í maí. Svein Jemtland var starfandi í frönsku útlendingahersveitinni í um tvo áratugi, meðal annars á Balkanskaga á tíunda áratugnum. Árið 1991 var hann dæmdur í fimm mánaða fangelsi fyrir líkamsárás. Hann og Janne gengu í hjónaband árið 2006.
Norðurlönd Tengdar fréttir Lögreglan staðfestir að lík Janne Jemtland sé fundið Niðurstöður krufningar liggja ekki fyrir en lögreglan hefur staðfest að um Janne Jemtland sé að ræða. Hennar hefur verið saknað frá því fyrir áramót. 16. janúar 2018 18:24 Eiginmaður Janne segir hana hafa orðið fyrir voðaskoti Lögregla í Noregi greindi frá því í morgun að annar maður hafi verið handtekinn vegna morðsins á hinni 36 ára Janne Jemtland. 2. febrúar 2018 09:58 Eiginmaðurinn ákærður fyrir morðið á Janne Jemtland Saksóknarar í Noregi hafa ákært Svein Rishovd Jemtland fyrir að hafa skotið eiginkonu sína, Janne, til bana að kvöldi 29. desember á síðasta ári. 1. október 2018 14:06 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Lögreglan staðfestir að lík Janne Jemtland sé fundið Niðurstöður krufningar liggja ekki fyrir en lögreglan hefur staðfest að um Janne Jemtland sé að ræða. Hennar hefur verið saknað frá því fyrir áramót. 16. janúar 2018 18:24
Eiginmaður Janne segir hana hafa orðið fyrir voðaskoti Lögregla í Noregi greindi frá því í morgun að annar maður hafi verið handtekinn vegna morðsins á hinni 36 ára Janne Jemtland. 2. febrúar 2018 09:58
Eiginmaðurinn ákærður fyrir morðið á Janne Jemtland Saksóknarar í Noregi hafa ákært Svein Rishovd Jemtland fyrir að hafa skotið eiginkonu sína, Janne, til bana að kvöldi 29. desember á síðasta ári. 1. október 2018 14:06