Á yfir höfði sér tuttugu ára fangelsi eftir að hún fæddi barn nauðgara síns Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. nóvember 2018 08:45 Frá alþjóðadegi kvenna í El Salvador fyrr á árinu þar sem þess var meðal annars krafist að þungunarrof yrði gert löglegt í landinu. vísir/epa Imelda Cortez, 20 ára gömul kona frá El Salvador, á yfir höfði sér tuttugu ára fangelsisdóms vegna meints þungunarrofs. Yfirvöld í landinu telja að Cortez, sem fæddi barn í apríl í fyrra, hafi reynt að fara í þungunarrof en barnið feðraði sjötugur stjúpfaðir hennar sem hefur misnotað hana frá 12 ára aldri. Þungunarrof er undir öllum kringumstæðum ólöglegt í El Salvador. Cortez hefur verið í haldi lögreglu frá því í apríl í fyrra en hún kemur úr fátækri fjölskyldu sem býr í sveitunum við borgina San Miguel. Farið var með Cortez á spítala með hraði í apríl á síðasta ári eftir að móðir hennar kom að henni þar sem hún var með mikla verki og miklar blæðingar. Læknirinn á bráðamóttöku spítalans grunaði að Cortez hefði reynt þungunarrof og hringdi á lögregluna. Þegar lögreglumenn komu á spítalann var barnið fætt heilbrigt og á lífi. Cortez var engu að síður ákærð fyrir tilraun til morðs.Konur ákærðar eftir að hafa misst fóstur eða fætt andvana barn „Þetta er öfgafyllsta óréttlæti sem ég hef orðið vitni að gegn nokkurri konu. Ríkið hefur ítrekað brotið gegn réttindum Imeldu sem fórnarlambs. Þetta hefur haft mikil áhrif á hana en hún hefur afþakkað alla sálfræðilega aðstoð,“ er haft eftir lögmanni hennar, Bertha María Deleón, á vef Guardian. Lögin um algjört bann við þungunarrofi voru samþykkt í El Salvador árið 1998. Síðan þá hefur fjöldi kvenna verið sóttur til saka á grundvelli laganna en líkt og Cortez eru þær flestar úr sveitahéruðum landsins, bláfátækar og einhleypar. Þær eru gjarnan ákærðar eftir að hafa misst fóstur eða fætt andvana barn.Töldu Cortez hafa logið til um misnotkunina Stjúpfaðir Cortez, sá sem hefur misnotað hana í fjöldamörg ár, heimsótti hana á spítalann og hótaði henni öllu illu. Hótaði hann henni lífláti sem og móður hennar og systkinum ef hún myndi segja frá misnotkuninni. Annar sjúklingur á spítalanum heyrði hótanirnar og lét hjúkrunarfræðing vita sem hringdi á lögreglu. Í fyrstu sökuðu saksóknarar Cortez um að ljúga til um misnotkunina til þess að réttlæta meintan glæp hennar en DNA-rannsókn leiddi síðan í ljós að stjúpfaðir hennar er sannarlega faðir barnsins. Stjúpfaðirinn hefur þó ekki sætt ákæru vegna misnotkunarinnar. Réttarhöldin yfir Cortez hefjast í dag en búist er við að dómararnir þrír í málinu kveði svo upp dóm sinn á innan við viku. El Salvador Mið-Ameríka Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Fleiri fréttir Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Sjá meira
Imelda Cortez, 20 ára gömul kona frá El Salvador, á yfir höfði sér tuttugu ára fangelsisdóms vegna meints þungunarrofs. Yfirvöld í landinu telja að Cortez, sem fæddi barn í apríl í fyrra, hafi reynt að fara í þungunarrof en barnið feðraði sjötugur stjúpfaðir hennar sem hefur misnotað hana frá 12 ára aldri. Þungunarrof er undir öllum kringumstæðum ólöglegt í El Salvador. Cortez hefur verið í haldi lögreglu frá því í apríl í fyrra en hún kemur úr fátækri fjölskyldu sem býr í sveitunum við borgina San Miguel. Farið var með Cortez á spítala með hraði í apríl á síðasta ári eftir að móðir hennar kom að henni þar sem hún var með mikla verki og miklar blæðingar. Læknirinn á bráðamóttöku spítalans grunaði að Cortez hefði reynt þungunarrof og hringdi á lögregluna. Þegar lögreglumenn komu á spítalann var barnið fætt heilbrigt og á lífi. Cortez var engu að síður ákærð fyrir tilraun til morðs.Konur ákærðar eftir að hafa misst fóstur eða fætt andvana barn „Þetta er öfgafyllsta óréttlæti sem ég hef orðið vitni að gegn nokkurri konu. Ríkið hefur ítrekað brotið gegn réttindum Imeldu sem fórnarlambs. Þetta hefur haft mikil áhrif á hana en hún hefur afþakkað alla sálfræðilega aðstoð,“ er haft eftir lögmanni hennar, Bertha María Deleón, á vef Guardian. Lögin um algjört bann við þungunarrofi voru samþykkt í El Salvador árið 1998. Síðan þá hefur fjöldi kvenna verið sóttur til saka á grundvelli laganna en líkt og Cortez eru þær flestar úr sveitahéruðum landsins, bláfátækar og einhleypar. Þær eru gjarnan ákærðar eftir að hafa misst fóstur eða fætt andvana barn.Töldu Cortez hafa logið til um misnotkunina Stjúpfaðir Cortez, sá sem hefur misnotað hana í fjöldamörg ár, heimsótti hana á spítalann og hótaði henni öllu illu. Hótaði hann henni lífláti sem og móður hennar og systkinum ef hún myndi segja frá misnotkuninni. Annar sjúklingur á spítalanum heyrði hótanirnar og lét hjúkrunarfræðing vita sem hringdi á lögreglu. Í fyrstu sökuðu saksóknarar Cortez um að ljúga til um misnotkunina til þess að réttlæta meintan glæp hennar en DNA-rannsókn leiddi síðan í ljós að stjúpfaðir hennar er sannarlega faðir barnsins. Stjúpfaðirinn hefur þó ekki sætt ákæru vegna misnotkunarinnar. Réttarhöldin yfir Cortez hefjast í dag en búist er við að dómararnir þrír í málinu kveði svo upp dóm sinn á innan við viku.
El Salvador Mið-Ameríka Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Fleiri fréttir Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Sjá meira