Teslan gerð upptæk ásamt fjármununum sem fundust í rassvasa og leynihólfi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. nóvember 2018 14:04 Tesla Model S árgerð 2014 sem Friðrik Árni keypti fyrir Hafþór á 46 þúsund evrur í Litháen. Getty/Daniel Acker Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sakfellt Hafþór Loga Hlynsson og Friðrik Árna Pedersen fyrir peningaþvætti. Hafþór Logi var dæmdur í tólf mánaða fangelsi en Friðrik Árni var dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi.Hafþóri Loga var gefið að sök að hafa um nokkurt skeið, þar til í maí 2017, aflað sér rúmlega átta milljón króna ávinnings með refsiverðum brotum. Brotin voru ekki nánar tilgreind en vísað var meðal annars í skattskýrslur Hafþórs og sambýliskonu hans til þess að renna stoðum undir að peningarnir væru illa fengnir.Sjá einnig: Tekjulaus en með milljón undir rúminu og hálfa í rassvasanumFriðrik var ákærður fyrir peningaþvætti fyrir að hafa tekið við samtals 5,6 milljónum króna frá Hafþóri Loga og skipt þeim, samkvæmt fyrirmælum hans, í 46 þúsund evrur í útibúi Íslandsbanka í apríl 2017. Í framhaldinu afhenti hann Hafþóri Loga peningana.Við húsleit á dvalarstað Hafþórs Loga, 300 fermetra einbýlishúsi í Kórahverfinu í Kópavogi, fundust rúmlega 2,5 milljónir króna af fyrrnefndum átta milljónum sem ákært var fyrir. Þar af var tæp hálf milljón í rassvasa Hafþórs, tæp 1,4 milljón króna undir rúmdýnu í herbergi hans og 700 þúsund krónur í leynihólfi bak við eldhúsinnréttingu.Hafþór Logi (til vinstri) ásamt Sindra Þór Stefánssyni (til hægri) og Viktori Inga Sigurðssyni í Amsterdam, en Hafþór setti þessa mynd á samfélagsmiðilinn á meðan lögregla leitaði Sindra sem hafði strokið frá fangelsinu að Sogni. Hafþór Logi er einn hinna ákærðu í Bitcoin-málinu svokallaða.Instagram @haffilogiPeningarnir í rassvasanum voru fyrir húsaleigunni Hafþór var sagður hafa notað hluta af milljónunum átta til að kaupa Tesla Model S bíl, árgerð 2014. Var hún keypt í Litháen í apríl 2017 og var greitt fyrir hana í reiðufé, 46 þúsund evrur eða sem svarar til 5,6 milljóna króna. Bæði Hafþór og Árni neituðu sök en fyrir dómi sagðist Hafþór kannast við að hafa keypt Tesluna í Litháen fyrir þá upphæð sem tilgreind var í ákærunni. Þá gaf hann einnig skýringar á því hvernig þeir fjármunir sem fundist á heimili hans voru tilkomnir. Sagðist hann eiga peningana sem fundust í dýnunni, þeir hafi upphaflega verið á bankareikning en millifært þá til kunningja síns vegna fasteignakaupa og fengið reiðufé í staðinn. Peningana sem hann var með í rassvasanum kvað hann hafa verið fyrir húsaleigunni. Peningana sem fundust í eldhúsinnréttingunni sagði hann hins vegar vera frá kunningjanum en hann hefði ekki nánari upplýsingar um leynihólfið. Einu tekjurnar frá Tryggingastofnun Þá sagðist hann hafa keypt Tesluna til þess að selja hana aftur. Einkahlutafélag hafi keypt bílinn en hann hafi fjármagnað kaupin. Hluti peninganna sem nýttur var til að kaupa Tesluna fékkst með greiðslu frá tryggingafélaginu VÍS vegna tjóns á Audi bíl sem Friðrik keypti fyrir Hafþór í júlí 2016. Það sem vantaði upp á sagðist Hafþór hafa fengið að láni hjá kunningja. Í dómi Héraðsdóms kemur fram að einu tekjur Hafþórs á árunum 2015 og 2016 hafi verið frá Tryggingastofnun ríkisins. Hann hafi átt engar eignir en innistæður hans og sambýliskonu hans hafi verið 700 þúsund ár árið 2015 og 1,3 milljónir árið 2016. Í dómi Héraðsdóms segir að miðað við fjárhag ákærða og brotaferil hans, en hann hefur hefur hlotið ellefu dóma frá desember 2003, megi slá því föstu að hann hafi gerst sekur um þau brot sem hann var ákærður fyrir. Þá segir einnig að Friðriki hafi mátt vera ljóst að peningarnir sem hann tók við frá Hafþóri Loga hafi verið illa fengnir. Voru mennirnir því dæmdir í fangelsi, Hafþór í tólf mánuði, en Friðrik í sex mánuði sem falla niður haldi hann skilorði næstu tvö ár. Þá voru milljónirnar sem fundist á heimili Hafþórs Loga gerðar upptækar, sem og Teslan, sem keypt var í Litháen.Dóm héraðsdóms fá sjá hér. Dómsmál Tengdar fréttir Tekjulaus en með milljón undir rúminu og hálfa í rassvasanum Hafþór Logi Hlynsson neitar sök í máli héraðssaksóknara á hendur sér fyrir peningaþvætti. 1. nóvember 2018 09:15 Birti mynd af sér með Sindra Þór í Amsterdam Stuðningsyfirlýsing við besta vin sinn segir Hafþór Logi Hlynsson. 23. apríl 2018 00:04 Bitcoin-málið: Einn kveðst vera með fjarvistarsönnun og annar mætti ekki í skýrslutöku Bitcoin-málið hefur verið kallað einn stærsti þjófnaður Íslandssögunnar. 13. nóvember 2018 14:30 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Titringur á Alþingi Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Fleiri fréttir Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sakfellt Hafþór Loga Hlynsson og Friðrik Árna Pedersen fyrir peningaþvætti. Hafþór Logi var dæmdur í tólf mánaða fangelsi en Friðrik Árni var dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi.Hafþóri Loga var gefið að sök að hafa um nokkurt skeið, þar til í maí 2017, aflað sér rúmlega átta milljón króna ávinnings með refsiverðum brotum. Brotin voru ekki nánar tilgreind en vísað var meðal annars í skattskýrslur Hafþórs og sambýliskonu hans til þess að renna stoðum undir að peningarnir væru illa fengnir.Sjá einnig: Tekjulaus en með milljón undir rúminu og hálfa í rassvasanumFriðrik var ákærður fyrir peningaþvætti fyrir að hafa tekið við samtals 5,6 milljónum króna frá Hafþóri Loga og skipt þeim, samkvæmt fyrirmælum hans, í 46 þúsund evrur í útibúi Íslandsbanka í apríl 2017. Í framhaldinu afhenti hann Hafþóri Loga peningana.Við húsleit á dvalarstað Hafþórs Loga, 300 fermetra einbýlishúsi í Kórahverfinu í Kópavogi, fundust rúmlega 2,5 milljónir króna af fyrrnefndum átta milljónum sem ákært var fyrir. Þar af var tæp hálf milljón í rassvasa Hafþórs, tæp 1,4 milljón króna undir rúmdýnu í herbergi hans og 700 þúsund krónur í leynihólfi bak við eldhúsinnréttingu.Hafþór Logi (til vinstri) ásamt Sindra Þór Stefánssyni (til hægri) og Viktori Inga Sigurðssyni í Amsterdam, en Hafþór setti þessa mynd á samfélagsmiðilinn á meðan lögregla leitaði Sindra sem hafði strokið frá fangelsinu að Sogni. Hafþór Logi er einn hinna ákærðu í Bitcoin-málinu svokallaða.Instagram @haffilogiPeningarnir í rassvasanum voru fyrir húsaleigunni Hafþór var sagður hafa notað hluta af milljónunum átta til að kaupa Tesla Model S bíl, árgerð 2014. Var hún keypt í Litháen í apríl 2017 og var greitt fyrir hana í reiðufé, 46 þúsund evrur eða sem svarar til 5,6 milljóna króna. Bæði Hafþór og Árni neituðu sök en fyrir dómi sagðist Hafþór kannast við að hafa keypt Tesluna í Litháen fyrir þá upphæð sem tilgreind var í ákærunni. Þá gaf hann einnig skýringar á því hvernig þeir fjármunir sem fundist á heimili hans voru tilkomnir. Sagðist hann eiga peningana sem fundust í dýnunni, þeir hafi upphaflega verið á bankareikning en millifært þá til kunningja síns vegna fasteignakaupa og fengið reiðufé í staðinn. Peningana sem hann var með í rassvasanum kvað hann hafa verið fyrir húsaleigunni. Peningana sem fundust í eldhúsinnréttingunni sagði hann hins vegar vera frá kunningjanum en hann hefði ekki nánari upplýsingar um leynihólfið. Einu tekjurnar frá Tryggingastofnun Þá sagðist hann hafa keypt Tesluna til þess að selja hana aftur. Einkahlutafélag hafi keypt bílinn en hann hafi fjármagnað kaupin. Hluti peninganna sem nýttur var til að kaupa Tesluna fékkst með greiðslu frá tryggingafélaginu VÍS vegna tjóns á Audi bíl sem Friðrik keypti fyrir Hafþór í júlí 2016. Það sem vantaði upp á sagðist Hafþór hafa fengið að láni hjá kunningja. Í dómi Héraðsdóms kemur fram að einu tekjur Hafþórs á árunum 2015 og 2016 hafi verið frá Tryggingastofnun ríkisins. Hann hafi átt engar eignir en innistæður hans og sambýliskonu hans hafi verið 700 þúsund ár árið 2015 og 1,3 milljónir árið 2016. Í dómi Héraðsdóms segir að miðað við fjárhag ákærða og brotaferil hans, en hann hefur hefur hlotið ellefu dóma frá desember 2003, megi slá því föstu að hann hafi gerst sekur um þau brot sem hann var ákærður fyrir. Þá segir einnig að Friðriki hafi mátt vera ljóst að peningarnir sem hann tók við frá Hafþóri Loga hafi verið illa fengnir. Voru mennirnir því dæmdir í fangelsi, Hafþór í tólf mánuði, en Friðrik í sex mánuði sem falla niður haldi hann skilorði næstu tvö ár. Þá voru milljónirnar sem fundist á heimili Hafþórs Loga gerðar upptækar, sem og Teslan, sem keypt var í Litháen.Dóm héraðsdóms fá sjá hér.
Dómsmál Tengdar fréttir Tekjulaus en með milljón undir rúminu og hálfa í rassvasanum Hafþór Logi Hlynsson neitar sök í máli héraðssaksóknara á hendur sér fyrir peningaþvætti. 1. nóvember 2018 09:15 Birti mynd af sér með Sindra Þór í Amsterdam Stuðningsyfirlýsing við besta vin sinn segir Hafþór Logi Hlynsson. 23. apríl 2018 00:04 Bitcoin-málið: Einn kveðst vera með fjarvistarsönnun og annar mætti ekki í skýrslutöku Bitcoin-málið hefur verið kallað einn stærsti þjófnaður Íslandssögunnar. 13. nóvember 2018 14:30 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Titringur á Alþingi Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Fleiri fréttir Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Sjá meira
Tekjulaus en með milljón undir rúminu og hálfa í rassvasanum Hafþór Logi Hlynsson neitar sök í máli héraðssaksóknara á hendur sér fyrir peningaþvætti. 1. nóvember 2018 09:15
Birti mynd af sér með Sindra Þór í Amsterdam Stuðningsyfirlýsing við besta vin sinn segir Hafþór Logi Hlynsson. 23. apríl 2018 00:04
Bitcoin-málið: Einn kveðst vera með fjarvistarsönnun og annar mætti ekki í skýrslutöku Bitcoin-málið hefur verið kallað einn stærsti þjófnaður Íslandssögunnar. 13. nóvember 2018 14:30