VG og Framsókn þori ekki í hugsjónabaráttu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 26. nóvember 2018 06:30 Að sögn Þorgerðar Katrínar er um risamál að ræða. Fréttablaðið/Ernir Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra segir í grein í blaðinu í dag að breytingartillaga Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata við veiðigjaldsfrumvarp feli í sér kollvörpun með því að aflaheimildir yrðu afturkallaðar á tuttugu ára tímabili og þeim endurúthlutað. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, segir tillögurnar einfaldar. Þær kveði á um tímabundna samninga um aflahlutdeild. Það tryggi annars vegar að fiskimiðin séu sameign þjóðarinnar og hins vegar stöðugleika fyrir sjávarútvegsfyrirtæki. Að auki ganga tillögurnar út á að veiðigjald fari til þeirra landsvæða sem „hafa þurft að þola breytingar á sínu nærsamfélagi vegna uppbyggingar kerfisins“. Aðspurð um hvort breytingartillögurnar feli í sér kollvörpun segist Þorgerður Katrín hafa bent á að það sé bara tvennt í dæminu. „Annaðhvort skilja menn ekki tillöguna og það er gott og blessað. Við förum yfir hana í umræðunni á morgun [í dag]. Eða hitt, að menn eru vísvitandi, sem er mjög alvarlegt, að afbaka tillöguna. Þá spyr ég: Hverra erinda er verið að ganga? Hverjir hafa hagsmuni af því að afbaka umræðuna með þeim hætti sem verið er að gera?“ Kristján Þór tekur fram, í ljósi umræðu um að verið sé að lækka gjöldin, að í tillögunni sé ekki gerð breyting á innheimtuaðferð og álagningu sem frumvarpið kveður á um. Hann gagnrýnir að andstaðan setji ekkert fram um fyrirkomulag endurúthlutunar. Þorgerður Katrín segir að þar sem fimm prósent endurnýjun yrði á aflaheimildum á hverju ári samkvæmt tillögunni gæti núverandi ríkisstjórn endurnýjað samningana í óbreyttri mynd. Stjórnarandstaðan viti að það sé ekki meirihluti fyrir því að leggja til uppboðs- eða markaðsleið og því sé það ekki hluti af tillögunni. Að sögn Þorgerðar Katrínar fara flokkar sem vilja ekki tímabundna samninga gegn því sem allir utan Sjálfstæðisflokks hafi áður talað fyrir. „Það kemur ekki á óvart að Sjálfstæðisflokkur skuli tala svona hart gegn þessu. En það kemur á óvart að bæði Framsókn, með ráðherra sem hefur lagt fram frumvarp um þetta, og Vinstri græn, sem hafa þetta beinlínis í stefnuskránni sinni, skuli ekki taka undir þetta. Það er kannski það viðkvæma í þessu. Menn þora ekki að berjast fyrir hugsjónum sínum eða stefnu eins og Vinstri græn og Framsókn. Þau eru bara að verða undir í rimmunni við Sjálfstæðisflokkinn og að verða burðarklárinn til að berja í gegn veiðigjaldalækkun og viðhalda óbreyttu kerfi sem felur í sér raunverulega hættu á að auðlindin verði ekki lengur sjálfgefið í þjóðareigu. Það er risamál.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra segir í grein í blaðinu í dag að breytingartillaga Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata við veiðigjaldsfrumvarp feli í sér kollvörpun með því að aflaheimildir yrðu afturkallaðar á tuttugu ára tímabili og þeim endurúthlutað. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, segir tillögurnar einfaldar. Þær kveði á um tímabundna samninga um aflahlutdeild. Það tryggi annars vegar að fiskimiðin séu sameign þjóðarinnar og hins vegar stöðugleika fyrir sjávarútvegsfyrirtæki. Að auki ganga tillögurnar út á að veiðigjald fari til þeirra landsvæða sem „hafa þurft að þola breytingar á sínu nærsamfélagi vegna uppbyggingar kerfisins“. Aðspurð um hvort breytingartillögurnar feli í sér kollvörpun segist Þorgerður Katrín hafa bent á að það sé bara tvennt í dæminu. „Annaðhvort skilja menn ekki tillöguna og það er gott og blessað. Við förum yfir hana í umræðunni á morgun [í dag]. Eða hitt, að menn eru vísvitandi, sem er mjög alvarlegt, að afbaka tillöguna. Þá spyr ég: Hverra erinda er verið að ganga? Hverjir hafa hagsmuni af því að afbaka umræðuna með þeim hætti sem verið er að gera?“ Kristján Þór tekur fram, í ljósi umræðu um að verið sé að lækka gjöldin, að í tillögunni sé ekki gerð breyting á innheimtuaðferð og álagningu sem frumvarpið kveður á um. Hann gagnrýnir að andstaðan setji ekkert fram um fyrirkomulag endurúthlutunar. Þorgerður Katrín segir að þar sem fimm prósent endurnýjun yrði á aflaheimildum á hverju ári samkvæmt tillögunni gæti núverandi ríkisstjórn endurnýjað samningana í óbreyttri mynd. Stjórnarandstaðan viti að það sé ekki meirihluti fyrir því að leggja til uppboðs- eða markaðsleið og því sé það ekki hluti af tillögunni. Að sögn Þorgerðar Katrínar fara flokkar sem vilja ekki tímabundna samninga gegn því sem allir utan Sjálfstæðisflokks hafi áður talað fyrir. „Það kemur ekki á óvart að Sjálfstæðisflokkur skuli tala svona hart gegn þessu. En það kemur á óvart að bæði Framsókn, með ráðherra sem hefur lagt fram frumvarp um þetta, og Vinstri græn, sem hafa þetta beinlínis í stefnuskránni sinni, skuli ekki taka undir þetta. Það er kannski það viðkvæma í þessu. Menn þora ekki að berjast fyrir hugsjónum sínum eða stefnu eins og Vinstri græn og Framsókn. Þau eru bara að verða undir í rimmunni við Sjálfstæðisflokkinn og að verða burðarklárinn til að berja í gegn veiðigjaldalækkun og viðhalda óbreyttu kerfi sem felur í sér raunverulega hættu á að auðlindin verði ekki lengur sjálfgefið í þjóðareigu. Það er risamál.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Sjá meira