Juncker segir Brexit vera harmleik Atli Ísleifsson skrifar 25. nóvember 2018 09:33 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, og Jean Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, í Brussel. Getty/Sean Gallup Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins mættu til fundar í Brussel í morgun þar sem til stendur að ganga frá og skrifa undir samninginn um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. „Þetta er sorglegur dagur. Að sjá ríki eins og Stóra-Bretland… yfirgefa ESB er ekki gleðistund eða fagnaðarmál. Þetta er sorgleg stund og þetta er harmleikur,“ sagði Jean Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar sambandsins, þegar hann mætti til fundarins. Dalia Grybauskaite, forseti Litháen, sagðist ekki trúa því að skilnaður geti falið í sér nokkuð gott. „Það er ekkert gott í þessu, það á við báða aðila. Við erum ekki sérstaklega glöð,“ sagði Grybauskaite.Pólitísk yfirlýsing um framtíðarsamskipti Fundurinn hófst klukkan 8:30 að íslenskum tíma, en leiðtogarnir ætla sömuleiðis að samþykkja sameiginlega, pólitíska yfirlýsingu um framtíðarsamskipti Bretlands og ESB. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, birti í gær bréf til bresku þjóðarinnar þar sem hún biðlaði til hennar að fylkja sér á bakvið Brexit-samninginn. Sagði hún samninginn lofa „bjartri framtíð“ og að útgangan á næsta ári muni marka upphaf endurnýjunar og sátta fyrir Bretland.Sömdu um Gíbraltar Samkomulag náðist í gær um málefni Gíbraltar, en Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, hafði hótað því að sniðganga leiðtogafundinn í dag myndi það ekki takast. Framundan eru fleiri erfiðir dagar fyrir May sem þarf nú að sannfæra meirihluta bresks þingheims um ágæti Brexit-samningsins. Bretland mun formlega ganga úr sambandinu þann 29. mars næstkomandi. Samningurinn er hins vegar þannig að nokkur tími muni líða áður en einstaklingar og fyrirtæki munu taka eftir stærri breytingum. Sérstakur aðlögunartími tekur við við útgöngu og stendur fram til ársloka 2020, með möguleika á tveggja ára framlengingu. Á þeim tíma eiga bresk stjórnvöld og ESB að semja frekar um ýmsa þætti sem snúa að breyttum veruleika. Bretland Brexit Evrópusambandið Gíbraltar Spánn Tengdar fréttir May hvetur bresku þjóðina til að styðja útgöngusáttmálann Segir þennan sáttmála þjóna öllum, hvort sem þeir vildu vera í ESB eða ekki. 24. nóvember 2018 22:57 Spánn mun greiða atkvæði með Brexit eftir samkomulag um málefni Gíbraltar Ríkisstjórn Spánar hefur komist að samkomulagi við Bretland og Evrópusambandið um málefni Gíbraltar. 24. nóvember 2018 16:46 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Fleiri fréttir Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Sjá meira
Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins mættu til fundar í Brussel í morgun þar sem til stendur að ganga frá og skrifa undir samninginn um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. „Þetta er sorglegur dagur. Að sjá ríki eins og Stóra-Bretland… yfirgefa ESB er ekki gleðistund eða fagnaðarmál. Þetta er sorgleg stund og þetta er harmleikur,“ sagði Jean Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar sambandsins, þegar hann mætti til fundarins. Dalia Grybauskaite, forseti Litháen, sagðist ekki trúa því að skilnaður geti falið í sér nokkuð gott. „Það er ekkert gott í þessu, það á við báða aðila. Við erum ekki sérstaklega glöð,“ sagði Grybauskaite.Pólitísk yfirlýsing um framtíðarsamskipti Fundurinn hófst klukkan 8:30 að íslenskum tíma, en leiðtogarnir ætla sömuleiðis að samþykkja sameiginlega, pólitíska yfirlýsingu um framtíðarsamskipti Bretlands og ESB. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, birti í gær bréf til bresku þjóðarinnar þar sem hún biðlaði til hennar að fylkja sér á bakvið Brexit-samninginn. Sagði hún samninginn lofa „bjartri framtíð“ og að útgangan á næsta ári muni marka upphaf endurnýjunar og sátta fyrir Bretland.Sömdu um Gíbraltar Samkomulag náðist í gær um málefni Gíbraltar, en Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, hafði hótað því að sniðganga leiðtogafundinn í dag myndi það ekki takast. Framundan eru fleiri erfiðir dagar fyrir May sem þarf nú að sannfæra meirihluta bresks þingheims um ágæti Brexit-samningsins. Bretland mun formlega ganga úr sambandinu þann 29. mars næstkomandi. Samningurinn er hins vegar þannig að nokkur tími muni líða áður en einstaklingar og fyrirtæki munu taka eftir stærri breytingum. Sérstakur aðlögunartími tekur við við útgöngu og stendur fram til ársloka 2020, með möguleika á tveggja ára framlengingu. Á þeim tíma eiga bresk stjórnvöld og ESB að semja frekar um ýmsa þætti sem snúa að breyttum veruleika.
Bretland Brexit Evrópusambandið Gíbraltar Spánn Tengdar fréttir May hvetur bresku þjóðina til að styðja útgöngusáttmálann Segir þennan sáttmála þjóna öllum, hvort sem þeir vildu vera í ESB eða ekki. 24. nóvember 2018 22:57 Spánn mun greiða atkvæði með Brexit eftir samkomulag um málefni Gíbraltar Ríkisstjórn Spánar hefur komist að samkomulagi við Bretland og Evrópusambandið um málefni Gíbraltar. 24. nóvember 2018 16:46 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Fleiri fréttir Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Sjá meira
May hvetur bresku þjóðina til að styðja útgöngusáttmálann Segir þennan sáttmála þjóna öllum, hvort sem þeir vildu vera í ESB eða ekki. 24. nóvember 2018 22:57
Spánn mun greiða atkvæði með Brexit eftir samkomulag um málefni Gíbraltar Ríkisstjórn Spánar hefur komist að samkomulagi við Bretland og Evrópusambandið um málefni Gíbraltar. 24. nóvember 2018 16:46