Fimmtán mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fjórtán ára stúlku Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 23. nóvember 2018 22:30 Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. vísir/hanna Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag 39 ára karlmann í fimmtán mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn barni. Maðurinn fór tvisvar frá mars til maí 2016 með stúlku sem þá var fjórtán ára heim til sín þar sem stúlkan veitti manninum munnmök og þau höfðu samræði. Móðir stúlkunnar mætti á lögreglustöð þann 11. maí 2016 og lagði fram kærðu gegn manninum fyrir kynferðisbrot gegn dóttur sinni. Sagði konan að hún hefði tekið eftir því að stúlkunni hafi liðið illa 7-10 daga á undan. Fór hún inn á Facebook síðu dóttur sinnar og áttað sig á því á því á spjallþráðum að stúlkan hafi sofið hjá manninum og hafi hún séð að maðurinn er fæddur árið 1979. Konan ræddi við dóttur sína það kvöld og lýsti stúlkan því að hafa kynnst manninum í æfingastöð World Class. Þau hafi ákveðið að hittast og hann sótt hana í líkamsræktarstöðina og farið með hana heim til sín þar sem hann hafi fengið hana til að hafa við sig munnmök og síðan haft „harkalegar“ samfarir við hana. Lýsti konan því hjá lögreglu að stúlkan hafi í kjölfar þessa samtals tekið inn of stóran skammt af lyfjum og í kjölfarið verið lögð inn á Landspítala.Maðurinn hafi vitað að stúlkan var ólögráða Meðal gagna í málinu eru samskipti mannsins og stúlkunnar á Facebook þar sem fram koma áhyggjur mannsins af því að stúlkan sé að segja frá því hvað þeim fari á milli og hverjum hún segi það. Hann hafi heyrt það á förnum vegi að stúlkan hafi grobbað sig af því að vera „búin með eldri dyravörð“ og sagt að hún og mamma vinkonu sinnar væru „kviðsystur.“ Maðurinn neitaði sök fyrir dómi. Sagðist hann hafa hitt stúlkuna í tvígang og þau hafi farið heim til hans. Honum hafi orðið ljóst hve ung stúlkan væri og því ekki viljað stofna til kynferðislegra athafna með henni. Sagðist hann hafa talið að stúlkan væri á bilinu 17 til 24 ára. Stúlkan sagði að maðurinn hafi alltaf vitað hve gömul hún væri, það hafi komið fram í samskiptum þeirra á samfélagsmiðlum, auk þess sem hún hafi sagt honum hve gömul hún var þegar þau hittust. Hann hafi lagt áherslu á að hún segði engum frá því að þau hefðu stundað kynlíf saman en honum hafi verið ljóst að hann væri að stunda kynferðislegar athafnir með ólögráða stúlku.Sem fyrr segir var maðurinn dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi. Honum var einnig gert að greiða móður stúlkunnar 1, 2 milljónir króna ásamt því að greiða allan málskostnað. Dómsmál Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag 39 ára karlmann í fimmtán mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn barni. Maðurinn fór tvisvar frá mars til maí 2016 með stúlku sem þá var fjórtán ára heim til sín þar sem stúlkan veitti manninum munnmök og þau höfðu samræði. Móðir stúlkunnar mætti á lögreglustöð þann 11. maí 2016 og lagði fram kærðu gegn manninum fyrir kynferðisbrot gegn dóttur sinni. Sagði konan að hún hefði tekið eftir því að stúlkunni hafi liðið illa 7-10 daga á undan. Fór hún inn á Facebook síðu dóttur sinnar og áttað sig á því á því á spjallþráðum að stúlkan hafi sofið hjá manninum og hafi hún séð að maðurinn er fæddur árið 1979. Konan ræddi við dóttur sína það kvöld og lýsti stúlkan því að hafa kynnst manninum í æfingastöð World Class. Þau hafi ákveðið að hittast og hann sótt hana í líkamsræktarstöðina og farið með hana heim til sín þar sem hann hafi fengið hana til að hafa við sig munnmök og síðan haft „harkalegar“ samfarir við hana. Lýsti konan því hjá lögreglu að stúlkan hafi í kjölfar þessa samtals tekið inn of stóran skammt af lyfjum og í kjölfarið verið lögð inn á Landspítala.Maðurinn hafi vitað að stúlkan var ólögráða Meðal gagna í málinu eru samskipti mannsins og stúlkunnar á Facebook þar sem fram koma áhyggjur mannsins af því að stúlkan sé að segja frá því hvað þeim fari á milli og hverjum hún segi það. Hann hafi heyrt það á förnum vegi að stúlkan hafi grobbað sig af því að vera „búin með eldri dyravörð“ og sagt að hún og mamma vinkonu sinnar væru „kviðsystur.“ Maðurinn neitaði sök fyrir dómi. Sagðist hann hafa hitt stúlkuna í tvígang og þau hafi farið heim til hans. Honum hafi orðið ljóst hve ung stúlkan væri og því ekki viljað stofna til kynferðislegra athafna með henni. Sagðist hann hafa talið að stúlkan væri á bilinu 17 til 24 ára. Stúlkan sagði að maðurinn hafi alltaf vitað hve gömul hún væri, það hafi komið fram í samskiptum þeirra á samfélagsmiðlum, auk þess sem hún hafi sagt honum hve gömul hún var þegar þau hittust. Hann hafi lagt áherslu á að hún segði engum frá því að þau hefðu stundað kynlíf saman en honum hafi verið ljóst að hann væri að stunda kynferðislegar athafnir með ólögráða stúlku.Sem fyrr segir var maðurinn dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi. Honum var einnig gert að greiða móður stúlkunnar 1, 2 milljónir króna ásamt því að greiða allan málskostnað.
Dómsmál Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Sjá meira