Stál í stál á þinginu og útlit fyrir lokun ríkisstofnana Samúel Karl Ólason skrifar 21. nóvember 2018 18:32 Donald Trump hefur áður beðið um 25 milljarða dala til að byggja vegginn. Nú vill hann minnst fimm. AP/Carolyn Kaster Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og þingmenn Repúblikanaflokksins, eiga nú í störukeppni við Demókrata í fulltrúadeildinni. Trump vill minnst fimm milljarða dala til að byrja á vegg við landamæri Mexíkó og Demókratar vilja meðal annars löggjöf sem ætlað er að verja Robert Mueller, sérstakan saksóknara Dómsmálaráðuneytisins. Þar að auki er útlit fyrir að hluta ríkisstofnana verði lokað eftir tvær vikur nái þingið og Trump ekki höndum saman. Þar að auki eru Repúblikanar að missa meirihluta sinn í fulltrúadeildinni í byrjun næsta árs og er þetta því síðasta tækifæri þeirra í minnst nokkur ár, til að tryggja Trump fjármagn til veggjasmíðarinnar, samkvæmt Politico.Báðar fylkingar hafa heitið því að gefa ekki eftir. Trump hefur ekki viljað útiloka að loka hluta ríkisstofnanna en þingið tryggði um 75 prósentum allra stofnanna fjármagn fram að næsta hausti. Það eina sem virðist þó standa í vegi fyrir nýrri samþykkt nýrra fjárlaga er smíði veggjarins. Mögulegt samkomulag á milli þingmanna þarf því væntanlega að innihalda einhvers konar fjárútlát til veggjarins því annars gæti Trump ákveðið að staðfesta frumvarpið ekki. Öldungadeildarþingmaðurinn Ron Johnson sagði í gær að hann óskaði þess að Demókratar störfuðu með Repúblikönum. „Þeir segja allir að þeir vilji örugg landamæri. Þannig að, þau þarfnast veggja.“ Gerry Connolly, þingmaður Demókrataflokksins, sagði aftur á móti að hann teldi að ekki væri rætt að ræða vegginn þar sem Trump hefði heitið því að Mexíkó ætti að borga fyrir hann. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mexíkó Rússarannsóknin Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og þingmenn Repúblikanaflokksins, eiga nú í störukeppni við Demókrata í fulltrúadeildinni. Trump vill minnst fimm milljarða dala til að byrja á vegg við landamæri Mexíkó og Demókratar vilja meðal annars löggjöf sem ætlað er að verja Robert Mueller, sérstakan saksóknara Dómsmálaráðuneytisins. Þar að auki er útlit fyrir að hluta ríkisstofnana verði lokað eftir tvær vikur nái þingið og Trump ekki höndum saman. Þar að auki eru Repúblikanar að missa meirihluta sinn í fulltrúadeildinni í byrjun næsta árs og er þetta því síðasta tækifæri þeirra í minnst nokkur ár, til að tryggja Trump fjármagn til veggjasmíðarinnar, samkvæmt Politico.Báðar fylkingar hafa heitið því að gefa ekki eftir. Trump hefur ekki viljað útiloka að loka hluta ríkisstofnanna en þingið tryggði um 75 prósentum allra stofnanna fjármagn fram að næsta hausti. Það eina sem virðist þó standa í vegi fyrir nýrri samþykkt nýrra fjárlaga er smíði veggjarins. Mögulegt samkomulag á milli þingmanna þarf því væntanlega að innihalda einhvers konar fjárútlát til veggjarins því annars gæti Trump ákveðið að staðfesta frumvarpið ekki. Öldungadeildarþingmaðurinn Ron Johnson sagði í gær að hann óskaði þess að Demókratar störfuðu með Repúblikönum. „Þeir segja allir að þeir vilji örugg landamæri. Þannig að, þau þarfnast veggja.“ Gerry Connolly, þingmaður Demókrataflokksins, sagði aftur á móti að hann teldi að ekki væri rætt að ræða vegginn þar sem Trump hefði heitið því að Mexíkó ætti að borga fyrir hann.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mexíkó Rússarannsóknin Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Sjá meira