Sigurður Ingi segir fortakslaust góðæri á Íslandi Heimir Már Pétursson skrifar 20. nóvember 2018 21:00 Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Vísir/Vilhelm Í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag sagði Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar athyglivert að meirihluti lækkunar framlaga til einstakra málaflokka í fjárlagafrumvarpinu væri í verkefnum undir ráðuneytum Framsóknarflokksins. „Ef horft er til rekstrar lenda framlög til öryrkja, samgöngumála, húsnæðisuppbyggingar, nýsköpunar og menntamála öll undir hnífnum. Öll mál Framsóknarflokksins,“ sagði Logi. Eða tæplega 90 prósent niðurskurðar milli fyrstu og annarrar umræðu fjárlaga. Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sagðist vísa orðum um niðurskurð milli umræðna út í hafsauga. „Og að það sé verið að koma í bakið á einhverjum tilteknum hópum. Þvílík fjarstæða. Við erum í fordæmalausum vexti. Við jukum útgjöld á síðast liðnu ári um 65 milljarða og við erum að auka þau aftur núna um 45 milljarða.Logi sagði breiðu bökunum hlíft en niðurskurðurinn látinn bitna á þeim sem minnst hefðu. „Það er víst verið að draga saman milli umræðna. Þetta er blaut tuska í andlitið á öryrkjum,“ sagði Logi. Ráðherra sagði menn ekki talað með þessum hætti nema þeir vildu búa til óróa og óþarfa ótta hjá fólki sem sannarlega væri að fá umtalsverða aukningu milli ára. „Í stað þess að hér verði aukning upp á 5,4 prósent á milli ára verður aukningin fjögur komma sex,“ áréttaði ráðherra. Breytingin væri svo lítil að hennar yrði varla vart til að mynda í vegaframkvæmdum þar sem um tuttugu og þriggja milljarða framlög væru minnkuð um 550 milljónir. „Við erum að tala um rekstraráætlun fyrir 900 milljarða á næsta ári og hvernig í ósköpunum geta menn ætlast til að menn hitti nákvæmlega þá krónu hér á milli umræðna. Við erum í fortakslausu góðæri á Íslandi,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson. Alþingi Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira
Í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag sagði Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar athyglivert að meirihluti lækkunar framlaga til einstakra málaflokka í fjárlagafrumvarpinu væri í verkefnum undir ráðuneytum Framsóknarflokksins. „Ef horft er til rekstrar lenda framlög til öryrkja, samgöngumála, húsnæðisuppbyggingar, nýsköpunar og menntamála öll undir hnífnum. Öll mál Framsóknarflokksins,“ sagði Logi. Eða tæplega 90 prósent niðurskurðar milli fyrstu og annarrar umræðu fjárlaga. Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sagðist vísa orðum um niðurskurð milli umræðna út í hafsauga. „Og að það sé verið að koma í bakið á einhverjum tilteknum hópum. Þvílík fjarstæða. Við erum í fordæmalausum vexti. Við jukum útgjöld á síðast liðnu ári um 65 milljarða og við erum að auka þau aftur núna um 45 milljarða.Logi sagði breiðu bökunum hlíft en niðurskurðurinn látinn bitna á þeim sem minnst hefðu. „Það er víst verið að draga saman milli umræðna. Þetta er blaut tuska í andlitið á öryrkjum,“ sagði Logi. Ráðherra sagði menn ekki talað með þessum hætti nema þeir vildu búa til óróa og óþarfa ótta hjá fólki sem sannarlega væri að fá umtalsverða aukningu milli ára. „Í stað þess að hér verði aukning upp á 5,4 prósent á milli ára verður aukningin fjögur komma sex,“ áréttaði ráðherra. Breytingin væri svo lítil að hennar yrði varla vart til að mynda í vegaframkvæmdum þar sem um tuttugu og þriggja milljarða framlög væru minnkuð um 550 milljónir. „Við erum að tala um rekstraráætlun fyrir 900 milljarða á næsta ári og hvernig í ósköpunum geta menn ætlast til að menn hitti nákvæmlega þá krónu hér á milli umræðna. Við erum í fortakslausu góðæri á Íslandi,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson.
Alþingi Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira