Stofnandi Twitter gagnrýndur fyrir tíst um Mjanmar Andri Eysteinsson skrifar 9. desember 2018 16:33 Stofnandi og framkvæmdastjóri samfélagsmiðilsins Twitter, Jack Dorsey, hefur legið undir gagnrýni eftir að hann dásamaði Asíuríkið Mjanmar í twitter-þræði í gær. Dorsey sagði frá ferðalagi hans í landinu og hvatti til ferðalaga þangað. BBC greinir frá á vef sínum.Dorsey minntist á hugleiðslu, fallega náttúru og hamingjusamt fólk í landinu. Dorsey minntist þó ekki á ofsóknir og þjóðernishreinsun mjanmarskra stjórnvalda á hendur minnihlutahóps Róhingja í landinu. Myanmar is an absolutely beautiful country. The people are full of joy and the food is amazing. I visited the cities of Yangon, Mandalay, and Bagan. We visited and meditated at many monasteries around the country. pic.twitter.com/wMp3cmkfwi — jack (@jack) December 9, 2018 And if you’re willing to travel a bit, go to Myanmar: https://t.co/9qKm78uq7o — jack (@jack) December 9, 2018 Dorsey, sem stofnaði Twitter ásamt félögum sínum árið 2006, tísti í gær ferðasögu sinni frá 10 daga hugleiðsluferð sinni um Mjanmar. Dorsey dásamaði upplifunina, matinn, fólkið og landið. Notendur Twitter gagnrýndu færslur stofnandans og sögðu færslurnar taktlausar og sökuðu hann um að hunsa veruleika Róhingja í landinu. One of the most tone deaf things I’ve read in a long time. Congrats, that meditation must really be working out for you. — lane hartwell (@lanehartwell) December 9, 2018 This is an extremely irresponsible recommendation. 700,000 #Rohingya forced to flee #Myanmar in just the last few years. Concentration camps still operating in Rakhine state. Thousands of women and girls raped. Babies slaughtered. If only you billionaires would open your eyes. — Jamila Hanan (@JamilaHanan) December 9, 2018 700 þúsund Róhingjar á flótta Samkvæmt skýrslu Amnesty International frá því fyrr á árinu hafa um 700 þúsund Róhingjar flúið til Bangladess þar sem þeir búa nú í flóttamannabúðum. Forsaga málsins er sú að í ágúst 2017 réðust uppreisnarmenn Róhingja á nokkrar lögreglustöðvar í Rakhine-héraðinu í Myanmar. Her landsins svaraði þessum árásum af mikilli hörku í aðgerðum sem sagt var að beint væri gegn uppreisnarmönnunum. Aðgerðir hersins urðu til að þúsundir Róhingja þurftu að flýja heimili sín þar sem þorp þeirra voru brennd til grunna. Stjórnvöld í Myanmar sjá þá sem ólöglega innflytjendur frá Bangladess og neita þeim um ríkisborgararétt í landinu.Þá er fyrirlitning í garð Róhingja útbreidd á meðal almennings í Myanmar. Asía Bangladess Mjanmar Róhingjar Samfélagsmiðlar Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Fleiri fréttir Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Sjá meira
Stofnandi og framkvæmdastjóri samfélagsmiðilsins Twitter, Jack Dorsey, hefur legið undir gagnrýni eftir að hann dásamaði Asíuríkið Mjanmar í twitter-þræði í gær. Dorsey sagði frá ferðalagi hans í landinu og hvatti til ferðalaga þangað. BBC greinir frá á vef sínum.Dorsey minntist á hugleiðslu, fallega náttúru og hamingjusamt fólk í landinu. Dorsey minntist þó ekki á ofsóknir og þjóðernishreinsun mjanmarskra stjórnvalda á hendur minnihlutahóps Róhingja í landinu. Myanmar is an absolutely beautiful country. The people are full of joy and the food is amazing. I visited the cities of Yangon, Mandalay, and Bagan. We visited and meditated at many monasteries around the country. pic.twitter.com/wMp3cmkfwi — jack (@jack) December 9, 2018 And if you’re willing to travel a bit, go to Myanmar: https://t.co/9qKm78uq7o — jack (@jack) December 9, 2018 Dorsey, sem stofnaði Twitter ásamt félögum sínum árið 2006, tísti í gær ferðasögu sinni frá 10 daga hugleiðsluferð sinni um Mjanmar. Dorsey dásamaði upplifunina, matinn, fólkið og landið. Notendur Twitter gagnrýndu færslur stofnandans og sögðu færslurnar taktlausar og sökuðu hann um að hunsa veruleika Róhingja í landinu. One of the most tone deaf things I’ve read in a long time. Congrats, that meditation must really be working out for you. — lane hartwell (@lanehartwell) December 9, 2018 This is an extremely irresponsible recommendation. 700,000 #Rohingya forced to flee #Myanmar in just the last few years. Concentration camps still operating in Rakhine state. Thousands of women and girls raped. Babies slaughtered. If only you billionaires would open your eyes. — Jamila Hanan (@JamilaHanan) December 9, 2018 700 þúsund Róhingjar á flótta Samkvæmt skýrslu Amnesty International frá því fyrr á árinu hafa um 700 þúsund Róhingjar flúið til Bangladess þar sem þeir búa nú í flóttamannabúðum. Forsaga málsins er sú að í ágúst 2017 réðust uppreisnarmenn Róhingja á nokkrar lögreglustöðvar í Rakhine-héraðinu í Myanmar. Her landsins svaraði þessum árásum af mikilli hörku í aðgerðum sem sagt var að beint væri gegn uppreisnarmönnunum. Aðgerðir hersins urðu til að þúsundir Róhingja þurftu að flýja heimili sín þar sem þorp þeirra voru brennd til grunna. Stjórnvöld í Myanmar sjá þá sem ólöglega innflytjendur frá Bangladess og neita þeim um ríkisborgararétt í landinu.Þá er fyrirlitning í garð Róhingja útbreidd á meðal almennings í Myanmar.
Asía Bangladess Mjanmar Róhingjar Samfélagsmiðlar Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Fleiri fréttir Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Sjá meira