Saksóknarar vilja koma Cohen bak við lás og slá Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. desember 2018 00:05 Michael Cohen. Yana Paskova/Getty Saksóknarar í máli Michaels Cohen, fyrrum lögmanns Donald Trump, telja æskilegt að Cohen, verði dæmdur til talsverðrar fangelsisvistar fyrir glæpi sem „Rússarannsóknin“ svokallaða hefur leitt í ljós að hann framdi. Málið sem saksóknararnir sækja nú gegn lögmanninum snúast um það þegar Cohen gerðist sekur um að brjóta kosningalög með greiðslum til tveggja kvenna sem sögðust hafa átt í kynferðislegu sambandi við Trump. Þá ku Cohen einnig hafa gerst sekur um bankasvik. Nú hafa alríkissaksóknarar í New York skilað inn dómskjali þar sem fram kemur að þeir telji rétt að Cohen afpláni fangelsisdóm til lengri tíma, mögulega í nokkur ár. Þrátt fyrir samning þess efnis að Cohen fengi mildari dóm í skiptum fyrir upplýsingar sem hann gæti veitt, komust saksóknarar að þeirri niðurstöðu að sækjast eftir fangelsisdómi yfir Cohen. Byggist það aðallega á því að þrátt fyrir þær upplýsingar sem Cohen veitti hafi hann neitað að svara spurningum saksóknara um ýmis önnur mál.Robert Mueller, fyrrverandi forstjóri alríkislögreglunnar FBI, stýrir rannsókninni á meintu samráði framboðs Trump við Rússa árið 2016.Vísir/GettySérstakur rannsakandi ekki jafn harður Cohen viðurkenndi í nóvember að hafa logið að þingnefndum Bandaríkjaþings um fasteignaverkefni sem Trump og fyrirtæki hans vann í Moskvu á meðan Trump bauð sig fram til forseta. Cohen hafði áður samið um mildari refsingu fyrir brot sín að því gefnu að hann gæti liðsinnt rannsakendum Rússarannsóknarinnar og veitt þeim upplýsingar sem myndu liðka og flýta fyrir gangi hennar. Cohen vildi í skiptum sleppa við fangelsisafplánun. Sérstakur rannsakandi í því máli, Robert S. Mueller, fer mýkri höndum um Cohen. Í minnisblaði frá honum kemur fram að þrátt fyrir að glæpir Cohen væru „alvarlegir“ hafi hann „tekið stór skref í átt að því að milda áhrif glæpsamlegs athæfis síns.“ Rannsóknarnefnd á vegum Mueller sagði samstaf Cohen hafa orðið til þess að rannsókninni miðaði betur áfram en annars væri. Þá var Cohen lofaður fyrir að hafa orðið rannsakendum úti um „þýðingarmiklar og mikilvægar upplýsingar um fólk innan Hvíta hússins á árunum 2017-2018.“ Samkvæmt minnisblaði Mueller á Cohen að hafa reitt fram nýjar upplýsingar um óþekktan rússneskan aðila sem setti sig í samband við kosningateymi Trump í nóvember 2015. Sá hafi sagst vera „manneskja sem treyst væri á“ innan rússneskra stjórnvalda og boðið framboði Trump „pólitíska samvirkni.“ Þessi óþekkti aðili hafi endurtekið stungið upp á fundi á milli Trump og Vladimir Pútín Rússlandsforseta og sagt slíkan fund geta haft „stórkostleg“ áhrif, bæði á sviði stjórnmála og viðskipta, að því er fram kemur í upplýsingum frá rannsóknarnefndinni. Ekkert hafi þó orðið úr fundinum.Michael Cohen gæti átt yfir höfði sér fimm ára fangelsi.EPA/Justin LaneGæti afplánað nokkurra ára dóm Ef alríkisviðmiðunarreglur um fangelsisdóma eru teknar til hliðsjónar má teljast líklegt að Cohen bíði allt að fimm ár bak við lás og slá. Að mati alríkissaksóknarans í New York ætti Cohen að fá örlítinn frádrátt af þeim dómi og eru þrjú og hálft ár talin viðeigandi refsing. Í skjali frá saksóknurum segir meðal annars að Cohen hafi „sóst eftir undraverðri linkind, að sleppa við fangelsisdóm, byggt á vanhæfni hans til þess að átta sig á alvarleika glæpa sinna, hugmynda um eigið ágæti og hvernig hann varð rannsakendum úti um ákveðnar upplýsingar. Glæpir Cohen eru þó mun alvarlegri en hann lætur í veðri vaka og báru vott um þær blekkingar sem einkenndu starfsferil hans.“ Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Fyrrverandi lögmaður Trump játar að hafa logið um viðskipti í Rússlandi Michael Cohen kom fyrir dómara í dag og játaði að hafa logið að þingnefndum um fasteignaverkefni í Moskvu sem hélt áfram eftir að forsetaframboð Trump hófst. 29. nóvember 2018 21:08 Ærumeiðingarmáli klámmyndaleikkonu gegn Trump vísað frá Dómarinn taldi að Trump Bandaríkjaforseti hafi mátt saka hana um að búa til sögu um að henni hafi verið hótað. 16. október 2018 10:41 Nornirnar fuðra upp á báli Mueller Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist ekki sáttur við að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður forsetans, hafi játað að hafa logið að þingmönnum um umsvif hans í Rússlandi. 30. nóvember 2018 12:00 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Saksóknarar í máli Michaels Cohen, fyrrum lögmanns Donald Trump, telja æskilegt að Cohen, verði dæmdur til talsverðrar fangelsisvistar fyrir glæpi sem „Rússarannsóknin“ svokallaða hefur leitt í ljós að hann framdi. Málið sem saksóknararnir sækja nú gegn lögmanninum snúast um það þegar Cohen gerðist sekur um að brjóta kosningalög með greiðslum til tveggja kvenna sem sögðust hafa átt í kynferðislegu sambandi við Trump. Þá ku Cohen einnig hafa gerst sekur um bankasvik. Nú hafa alríkissaksóknarar í New York skilað inn dómskjali þar sem fram kemur að þeir telji rétt að Cohen afpláni fangelsisdóm til lengri tíma, mögulega í nokkur ár. Þrátt fyrir samning þess efnis að Cohen fengi mildari dóm í skiptum fyrir upplýsingar sem hann gæti veitt, komust saksóknarar að þeirri niðurstöðu að sækjast eftir fangelsisdómi yfir Cohen. Byggist það aðallega á því að þrátt fyrir þær upplýsingar sem Cohen veitti hafi hann neitað að svara spurningum saksóknara um ýmis önnur mál.Robert Mueller, fyrrverandi forstjóri alríkislögreglunnar FBI, stýrir rannsókninni á meintu samráði framboðs Trump við Rússa árið 2016.Vísir/GettySérstakur rannsakandi ekki jafn harður Cohen viðurkenndi í nóvember að hafa logið að þingnefndum Bandaríkjaþings um fasteignaverkefni sem Trump og fyrirtæki hans vann í Moskvu á meðan Trump bauð sig fram til forseta. Cohen hafði áður samið um mildari refsingu fyrir brot sín að því gefnu að hann gæti liðsinnt rannsakendum Rússarannsóknarinnar og veitt þeim upplýsingar sem myndu liðka og flýta fyrir gangi hennar. Cohen vildi í skiptum sleppa við fangelsisafplánun. Sérstakur rannsakandi í því máli, Robert S. Mueller, fer mýkri höndum um Cohen. Í minnisblaði frá honum kemur fram að þrátt fyrir að glæpir Cohen væru „alvarlegir“ hafi hann „tekið stór skref í átt að því að milda áhrif glæpsamlegs athæfis síns.“ Rannsóknarnefnd á vegum Mueller sagði samstaf Cohen hafa orðið til þess að rannsókninni miðaði betur áfram en annars væri. Þá var Cohen lofaður fyrir að hafa orðið rannsakendum úti um „þýðingarmiklar og mikilvægar upplýsingar um fólk innan Hvíta hússins á árunum 2017-2018.“ Samkvæmt minnisblaði Mueller á Cohen að hafa reitt fram nýjar upplýsingar um óþekktan rússneskan aðila sem setti sig í samband við kosningateymi Trump í nóvember 2015. Sá hafi sagst vera „manneskja sem treyst væri á“ innan rússneskra stjórnvalda og boðið framboði Trump „pólitíska samvirkni.“ Þessi óþekkti aðili hafi endurtekið stungið upp á fundi á milli Trump og Vladimir Pútín Rússlandsforseta og sagt slíkan fund geta haft „stórkostleg“ áhrif, bæði á sviði stjórnmála og viðskipta, að því er fram kemur í upplýsingum frá rannsóknarnefndinni. Ekkert hafi þó orðið úr fundinum.Michael Cohen gæti átt yfir höfði sér fimm ára fangelsi.EPA/Justin LaneGæti afplánað nokkurra ára dóm Ef alríkisviðmiðunarreglur um fangelsisdóma eru teknar til hliðsjónar má teljast líklegt að Cohen bíði allt að fimm ár bak við lás og slá. Að mati alríkissaksóknarans í New York ætti Cohen að fá örlítinn frádrátt af þeim dómi og eru þrjú og hálft ár talin viðeigandi refsing. Í skjali frá saksóknurum segir meðal annars að Cohen hafi „sóst eftir undraverðri linkind, að sleppa við fangelsisdóm, byggt á vanhæfni hans til þess að átta sig á alvarleika glæpa sinna, hugmynda um eigið ágæti og hvernig hann varð rannsakendum úti um ákveðnar upplýsingar. Glæpir Cohen eru þó mun alvarlegri en hann lætur í veðri vaka og báru vott um þær blekkingar sem einkenndu starfsferil hans.“
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Fyrrverandi lögmaður Trump játar að hafa logið um viðskipti í Rússlandi Michael Cohen kom fyrir dómara í dag og játaði að hafa logið að þingnefndum um fasteignaverkefni í Moskvu sem hélt áfram eftir að forsetaframboð Trump hófst. 29. nóvember 2018 21:08 Ærumeiðingarmáli klámmyndaleikkonu gegn Trump vísað frá Dómarinn taldi að Trump Bandaríkjaforseti hafi mátt saka hana um að búa til sögu um að henni hafi verið hótað. 16. október 2018 10:41 Nornirnar fuðra upp á báli Mueller Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist ekki sáttur við að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður forsetans, hafi játað að hafa logið að þingmönnum um umsvif hans í Rússlandi. 30. nóvember 2018 12:00 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Fyrrverandi lögmaður Trump játar að hafa logið um viðskipti í Rússlandi Michael Cohen kom fyrir dómara í dag og játaði að hafa logið að þingnefndum um fasteignaverkefni í Moskvu sem hélt áfram eftir að forsetaframboð Trump hófst. 29. nóvember 2018 21:08
Ærumeiðingarmáli klámmyndaleikkonu gegn Trump vísað frá Dómarinn taldi að Trump Bandaríkjaforseti hafi mátt saka hana um að búa til sögu um að henni hafi verið hótað. 16. október 2018 10:41
Nornirnar fuðra upp á báli Mueller Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist ekki sáttur við að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður forsetans, hafi játað að hafa logið að þingmönnum um umsvif hans í Rússlandi. 30. nóvember 2018 12:00
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent