Trump vill ráðherra Bush aftur í embætti Samúel Karl Ólason skrifar 7. desember 2018 15:15 Bill Barr, fyrrverandi og mögulega verðandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. AP/Time Warner Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnti að hann ætli að tilnefnda Bill Barr sem nýjan dómsmálaráðherra. Barr var dómsmálaráðherra í forsetatíð George Bush eldri og hefur margsinnis lýst yfir andstöðu við Rússarannsókn Robert Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. Barr hefur sömuleiðis lýst yfir áhuga á því að láta ráðuneytið rannsaka pólitíska andstæðinga Trump eins og Hillary Clinton. Meðal þess sem Barr hefur lýst yfir áhuga á að rannsaka er sala Uranium One sem margar samsæriskenningar hafa myndast í kringum. Umrædd kenning kallast Uranium One, eftir suðurafrísku námufyrirtæki sem er ekki lengur til. Kenningin hefur verið notuð til að saka Hillary Clinton um að taka við peningum í gegnum góðgerðasamtök sín fyrir að selja fimmtung af úraníumi Bandaríkjanna til Rússlands. Hún hefur reynst langlíf og það þrátt fyrir tilraunir fjölmargra aðila og fjölmiðla til að benda á hið rétta. Það er meðal annars vegna þess að margir þáttastjórnendur Fox hafa ýtt undir kenninguna og um langt skeið.Barr studdi Trump í forsetakosningunum 2016 og skrifaði grein í aðdraganda þeirra þar sem hann sagði James Comey, þáverandi yfirmann Alríkislögreglu Bandaríkjanna, hafa gert rétt með því að opinbera að FBI hefði opnað rannsóknin á tölvupóstum Clinton á nýjan leik.Seinna, eftir að Trump rak, Comey og gaf þá ástæðu að það hefði hann gert vegna þess að Comey hefði opinberað tölvupóstarannsóknina, skrifaði Barr aðra grein um að aðgerðir Comey hefðu ekki átt rétt á sér. Hann tjáði sig aldrei um málið eftir að Trump viðurkenndi í viðtali að hann hefði í raun rekið Comey vegna Rússarannsóknarinnar. Öldungadeild Bandaríkjaþings mun þurfa að staðfesta tilnefningu Barr og þykir nokkuð ljóst að hann verður spurður náið út í viðhorf hans gagnvart rannsókn Mueller.Staðfesti fregnir um nýjan sendiherra Trump staðfesti einnig fréttir þess eðlis að Heather Nauert yrði tilnefnd í embætti sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. Hún starfar nú sem talskona Utanríkisráðuneytisins og var áður þáttastjórnandi á Fox News.Sjá einnig: Talskona Utanríkisráðuneytisins verður tilnefnd sem sendiherra hjá SÞ Nauert tekur við af Nikki Haley, verði tilnefning hennar staðfest af öldungadeildinni. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnti að hann ætli að tilnefnda Bill Barr sem nýjan dómsmálaráðherra. Barr var dómsmálaráðherra í forsetatíð George Bush eldri og hefur margsinnis lýst yfir andstöðu við Rússarannsókn Robert Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. Barr hefur sömuleiðis lýst yfir áhuga á því að láta ráðuneytið rannsaka pólitíska andstæðinga Trump eins og Hillary Clinton. Meðal þess sem Barr hefur lýst yfir áhuga á að rannsaka er sala Uranium One sem margar samsæriskenningar hafa myndast í kringum. Umrædd kenning kallast Uranium One, eftir suðurafrísku námufyrirtæki sem er ekki lengur til. Kenningin hefur verið notuð til að saka Hillary Clinton um að taka við peningum í gegnum góðgerðasamtök sín fyrir að selja fimmtung af úraníumi Bandaríkjanna til Rússlands. Hún hefur reynst langlíf og það þrátt fyrir tilraunir fjölmargra aðila og fjölmiðla til að benda á hið rétta. Það er meðal annars vegna þess að margir þáttastjórnendur Fox hafa ýtt undir kenninguna og um langt skeið.Barr studdi Trump í forsetakosningunum 2016 og skrifaði grein í aðdraganda þeirra þar sem hann sagði James Comey, þáverandi yfirmann Alríkislögreglu Bandaríkjanna, hafa gert rétt með því að opinbera að FBI hefði opnað rannsóknin á tölvupóstum Clinton á nýjan leik.Seinna, eftir að Trump rak, Comey og gaf þá ástæðu að það hefði hann gert vegna þess að Comey hefði opinberað tölvupóstarannsóknina, skrifaði Barr aðra grein um að aðgerðir Comey hefðu ekki átt rétt á sér. Hann tjáði sig aldrei um málið eftir að Trump viðurkenndi í viðtali að hann hefði í raun rekið Comey vegna Rússarannsóknarinnar. Öldungadeild Bandaríkjaþings mun þurfa að staðfesta tilnefningu Barr og þykir nokkuð ljóst að hann verður spurður náið út í viðhorf hans gagnvart rannsókn Mueller.Staðfesti fregnir um nýjan sendiherra Trump staðfesti einnig fréttir þess eðlis að Heather Nauert yrði tilnefnd í embætti sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. Hún starfar nú sem talskona Utanríkisráðuneytisins og var áður þáttastjórnandi á Fox News.Sjá einnig: Talskona Utanríkisráðuneytisins verður tilnefnd sem sendiherra hjá SÞ Nauert tekur við af Nikki Haley, verði tilnefning hennar staðfest af öldungadeildinni.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Sjá meira