May stillir þingmönnum upp við vegg vegna Brexit Kjartan Kjartansson skrifar 6. desember 2018 13:56 Theresa May stendur nú ströngu við að reyna að fá eigin flokksmenn til að styðja Brexit-samning hennar. Vísir/EPA Samþykki breskir þingmenn ekki útgöngusamninginn sem Theresa May forsætisráðherra gerði við Evrópusambandið er mögulegt að ekkert verði af því að Bretar segi skilið við sambandið. May segir að ný þjóðaratkvæðagreiðsla um Brexit sé ekki rétti leikurinn í stöðunni. Útgöngusamningurinn er nú til umræðu í breska þinginu og á endanleg atkvæðagreiðsla um hann að fara fram í næstu viku. Fjöldi þingmanna Íhaldsflokks May hefur hins vegar lýst sig andsnúinn samningnum. May hefur því varið undanförnum dögum í að reyna að sannfæra eigin þingmenn um að styðja samninginn. „Það eru þrír valkostir í boði: einn er að yfirgefa Evrópusambandið með samningi, hinir tveir eru að við förum út án samnings eða að við fáum ekkert Brexit yfir höfuð,“ segist May hafa sagt þingmönnum í dag. Sakaði hún hóp þingmanna í neðri deild þingsins um að reyna að koma í veg fyrir Brexit og efna til nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Sjálf sagðist hún ekki telja það réttu leiðina. Í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC veik May sér ítrekað undan því að svara hver varaáætlun ríkisstjórnar hennar væri ef þingið hafnaði samningi hennar. Meðferð samningsins í þinginu hefur gengið brösulega fyrir May. Í fyrradag samþykkti meirihluti þingmanna ályktun um að ríkisstjórn May hafði lítilsvert þingið þegar hún neitað að birta lögfræðiálit sem hún lét vinna um samninginn. Neyddist May til að birta álitið í gær. Einnig samþykktu þingmenn að gefa sjálfum sér heimild til að hafa meira um það að segja hvað gerist ef samningnum verður hafnað. Að óbreyttu ganga Bretar úr Evrópusambandinu í loks mars. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Breska ríkisstjórnin niðurlægð á þingi vegna Brexit Ályktun var samþykkt um að ríkisstjórnin hefði lítilsvirt þingið og þingið fær meiri völd til að hafa áhrif á hvað gerist ef Brexit-samningnum verður hafnað. 5. desember 2018 10:52 Segir Breta geta hætt við Brexit einhliða Bresk stjórnvöld ættu einhliða að gera hætt við útgöngu sína úr Evrópusambandinu. Þetta kemur fram í áliti lögsögumanns (e. advocate general) Evrópudómstólsins. 4. desember 2018 10:51 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Sjá meira
Samþykki breskir þingmenn ekki útgöngusamninginn sem Theresa May forsætisráðherra gerði við Evrópusambandið er mögulegt að ekkert verði af því að Bretar segi skilið við sambandið. May segir að ný þjóðaratkvæðagreiðsla um Brexit sé ekki rétti leikurinn í stöðunni. Útgöngusamningurinn er nú til umræðu í breska þinginu og á endanleg atkvæðagreiðsla um hann að fara fram í næstu viku. Fjöldi þingmanna Íhaldsflokks May hefur hins vegar lýst sig andsnúinn samningnum. May hefur því varið undanförnum dögum í að reyna að sannfæra eigin þingmenn um að styðja samninginn. „Það eru þrír valkostir í boði: einn er að yfirgefa Evrópusambandið með samningi, hinir tveir eru að við förum út án samnings eða að við fáum ekkert Brexit yfir höfuð,“ segist May hafa sagt þingmönnum í dag. Sakaði hún hóp þingmanna í neðri deild þingsins um að reyna að koma í veg fyrir Brexit og efna til nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Sjálf sagðist hún ekki telja það réttu leiðina. Í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC veik May sér ítrekað undan því að svara hver varaáætlun ríkisstjórnar hennar væri ef þingið hafnaði samningi hennar. Meðferð samningsins í þinginu hefur gengið brösulega fyrir May. Í fyrradag samþykkti meirihluti þingmanna ályktun um að ríkisstjórn May hafði lítilsvert þingið þegar hún neitað að birta lögfræðiálit sem hún lét vinna um samninginn. Neyddist May til að birta álitið í gær. Einnig samþykktu þingmenn að gefa sjálfum sér heimild til að hafa meira um það að segja hvað gerist ef samningnum verður hafnað. Að óbreyttu ganga Bretar úr Evrópusambandinu í loks mars.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Breska ríkisstjórnin niðurlægð á þingi vegna Brexit Ályktun var samþykkt um að ríkisstjórnin hefði lítilsvirt þingið og þingið fær meiri völd til að hafa áhrif á hvað gerist ef Brexit-samningnum verður hafnað. 5. desember 2018 10:52 Segir Breta geta hætt við Brexit einhliða Bresk stjórnvöld ættu einhliða að gera hætt við útgöngu sína úr Evrópusambandinu. Þetta kemur fram í áliti lögsögumanns (e. advocate general) Evrópudómstólsins. 4. desember 2018 10:51 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Sjá meira
Breska ríkisstjórnin niðurlægð á þingi vegna Brexit Ályktun var samþykkt um að ríkisstjórnin hefði lítilsvirt þingið og þingið fær meiri völd til að hafa áhrif á hvað gerist ef Brexit-samningnum verður hafnað. 5. desember 2018 10:52
Segir Breta geta hætt við Brexit einhliða Bresk stjórnvöld ættu einhliða að gera hætt við útgöngu sína úr Evrópusambandinu. Þetta kemur fram í áliti lögsögumanns (e. advocate general) Evrópudómstólsins. 4. desember 2018 10:51