Kúbverjar fá loksins aðgang að netinu í símanum Kjartan Kjartansson skrifar 6. desember 2018 12:40 Yfirvöld á Kúbu hafa smám saman byggt um 3G-net en það hefur fram að þessu aðeins verið aðgengilegt útlendingum og embættismönnum. Vísir/EPA Yfirvöld á Kúbu ætla að opna fyrir aðgang farsíma landsmanna að netinu í dag. Takmarkað snjallsímanet hefur verið til staðar á Kúbu en aðeins ferðamenn, embættismenn og erlendir kaupahéðnar hafa haft aðgang að því. Netnotkun á Kúbu er ein sú minnsta á byggðu bóli en hún hefur aukist verulega eftir að Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, og Raúl Kastró, forseti Kúbu, samþykktu að taka aftur upp fullt stjórnmálasamband árið 2014, að sögn New York Times. Bakslag hefur ekki orðið þrátt fyrir að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi dregið aðgerðir Obama að hluta til baka. Fram að þessu hafa Kúbverjar aðeins haft aðgang að tölvupóstfangi frá ríkinu á símum sínum. Í dag verður breyting á þegar þeir geta loks tengst 3G-neti. Sá böggull fylgir skammrifi að flestir Kúbverjar hafa trauðla efni á því að kaupa sér aðgang að netinu. Verðið sem ríkisfjarskiptafyrirtækið býður upp á fyrir gagnamagn er sagt sambærilegt við það sem gerist annars staðar. Laun venjulegra Kúbverja hrökkva hins vegar varla til. Kúbverjar geta þó komist á netið eftir öðrum leiðum. Heimanet voru gerð leyfileg í fyrra og hundruð opinna þráðlausra net hafa verið gerð aðgengileg í görðum og torgum um allt landið. Eyjan hefur verið tengd við netið með sæstreng til Venesúela frá árinu 2012 en fram að því þurftu landsmenn að reiða sig á dýra gervihnattartengingu. Netið er sagt tiltölulega opið á Kúbu. Stjórnvöld loki þó nokkrum vefsíðum, þar á meðal útvarps- og sjónvarpsstöðva sem bandarísk stjórnvöld styrkja og þeim sem tala fyrir kerfisbreytingum í kommúnistaríkinu. Norður-Ameríka Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Yfirvöld á Kúbu ætla að opna fyrir aðgang farsíma landsmanna að netinu í dag. Takmarkað snjallsímanet hefur verið til staðar á Kúbu en aðeins ferðamenn, embættismenn og erlendir kaupahéðnar hafa haft aðgang að því. Netnotkun á Kúbu er ein sú minnsta á byggðu bóli en hún hefur aukist verulega eftir að Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, og Raúl Kastró, forseti Kúbu, samþykktu að taka aftur upp fullt stjórnmálasamband árið 2014, að sögn New York Times. Bakslag hefur ekki orðið þrátt fyrir að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi dregið aðgerðir Obama að hluta til baka. Fram að þessu hafa Kúbverjar aðeins haft aðgang að tölvupóstfangi frá ríkinu á símum sínum. Í dag verður breyting á þegar þeir geta loks tengst 3G-neti. Sá böggull fylgir skammrifi að flestir Kúbverjar hafa trauðla efni á því að kaupa sér aðgang að netinu. Verðið sem ríkisfjarskiptafyrirtækið býður upp á fyrir gagnamagn er sagt sambærilegt við það sem gerist annars staðar. Laun venjulegra Kúbverja hrökkva hins vegar varla til. Kúbverjar geta þó komist á netið eftir öðrum leiðum. Heimanet voru gerð leyfileg í fyrra og hundruð opinna þráðlausra net hafa verið gerð aðgengileg í görðum og torgum um allt landið. Eyjan hefur verið tengd við netið með sæstreng til Venesúela frá árinu 2012 en fram að því þurftu landsmenn að reiða sig á dýra gervihnattartengingu. Netið er sagt tiltölulega opið á Kúbu. Stjórnvöld loki þó nokkrum vefsíðum, þar á meðal útvarps- og sjónvarpsstöðva sem bandarísk stjórnvöld styrkja og þeim sem tala fyrir kerfisbreytingum í kommúnistaríkinu.
Norður-Ameríka Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira