Dubbaður upp Ólöf Skaftadóttir skrifar 5. desember 2018 07:00 Lágkúrulegu fyllirísrausi sex þingmanna sem tekið var upp á barnum Klaustri hefur nú verið vísað í kerfisfarveg í þinginu. Siðanefnd ætlar sér að afgreiða erindið fljótt. Ekki er ljóst hverju það bætir við það sem almenningur veit nú þegar, sem hefur heyrt eða lesið um samtölin og situr eftir með óbragð í munni, en einhverra aðgerða er þörf til að gera starfsandann á þinginu bærilegri. Þó ekki sé nema að búa til ferla ef sambærilegt mál skyldi koma upp síðar. Viðfangsefnið er flókið. Vitaskuld áttu samtöl um pólitísk hrossakaup og kvenfyrirlitningu erindi við almenning, þótt það sé erfitt til þess að hugsa að menn geti átt von á því að samtöl þeirra séu tekin upp án þeirra vitundar. En upptökur af þessu tagi eru hluti af breyttum heimi og sennilega munum við sjá fleiri slíkar á næstunni líkt og við þekkjum frá útlöndum. Það breytir ekki því, að fyrir vikið eiga margir nú um sárt að binda, einkum þær konur sem lentu í skotlínu byssukjaftanna á Klaustri. Subbutalið á barnum er fyrst og síðast fátæklegt. Það hefur minnst að gera með þá sem urðu fyrir barðinu á þingmönnunum. Tal af þessu tagi afhjúpar minnimáttarkennd þeirra sem hafa orðið. Utanríkisráðherrann fyrrverandi, Gunnar Bragi Sveinsson, gekk lengst, ásamt Bergþóri Ólasyni. Gunnar Bragi var í ráðherratíð sinni dubbaður upp í hlutverk sem boðberi jafnréttis – sérstakur talsmaður átaka á borð við Barber Shop og #HeForShe. Hlutverk sem virðist með engu móti eiga skírskotun í hans eigin hugarheimi. Hann virðist hafa verið strengjabrúða embættismanna sem lögðu honum í hendur texta sem hann annaðhvort skildi ekki eða hafnaði, þrátt fyrir leikþættina. Krafa um afsögn þessa fólks heyrist nú víða, meðal annars á þinginu. Sumir þingmenn ganga of langt í þeim efnum og reyna að upphefja sjálfa sig á kostnað þeirra þingmanna sem höfðu sig mest í frammi á Klaustri. Það er ódýrt, þrátt fyrir særindin. Aðrir eru eðlilega sárir og hissa á kollegum sínum. Það eru sennilega heilbrigðari viðbrögð. Gamla sagan, úlfur, úlfur, á það til að drepa alvöru málum á dreif. Kröfur um afsögn hljóma þessi misserin eins og síbylja. Stundum eru tilefni, líkt og raunin er nú, en oftar engin. Auðvitað hlýtur sexmenningunum að líða illa með gjörðir sínar og orðfæri. Án efa er þetta fólk sem vill láta gott af sér leiða og telur sig eiga erindi í stjórnmál. Því varð á. Ábyrgðin er þess. Hins vegar rekur enginn þingmann úr starfi, þvert á það sem sumir virðast halda, nema kjósendur á fjögurra ára fresti. Sjálfir geta þingmennirnir þó hugsað sér til hreyfings. Þar þurfa þeir að svara eigin samvisku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Sjá meira
Lágkúrulegu fyllirísrausi sex þingmanna sem tekið var upp á barnum Klaustri hefur nú verið vísað í kerfisfarveg í þinginu. Siðanefnd ætlar sér að afgreiða erindið fljótt. Ekki er ljóst hverju það bætir við það sem almenningur veit nú þegar, sem hefur heyrt eða lesið um samtölin og situr eftir með óbragð í munni, en einhverra aðgerða er þörf til að gera starfsandann á þinginu bærilegri. Þó ekki sé nema að búa til ferla ef sambærilegt mál skyldi koma upp síðar. Viðfangsefnið er flókið. Vitaskuld áttu samtöl um pólitísk hrossakaup og kvenfyrirlitningu erindi við almenning, þótt það sé erfitt til þess að hugsa að menn geti átt von á því að samtöl þeirra séu tekin upp án þeirra vitundar. En upptökur af þessu tagi eru hluti af breyttum heimi og sennilega munum við sjá fleiri slíkar á næstunni líkt og við þekkjum frá útlöndum. Það breytir ekki því, að fyrir vikið eiga margir nú um sárt að binda, einkum þær konur sem lentu í skotlínu byssukjaftanna á Klaustri. Subbutalið á barnum er fyrst og síðast fátæklegt. Það hefur minnst að gera með þá sem urðu fyrir barðinu á þingmönnunum. Tal af þessu tagi afhjúpar minnimáttarkennd þeirra sem hafa orðið. Utanríkisráðherrann fyrrverandi, Gunnar Bragi Sveinsson, gekk lengst, ásamt Bergþóri Ólasyni. Gunnar Bragi var í ráðherratíð sinni dubbaður upp í hlutverk sem boðberi jafnréttis – sérstakur talsmaður átaka á borð við Barber Shop og #HeForShe. Hlutverk sem virðist með engu móti eiga skírskotun í hans eigin hugarheimi. Hann virðist hafa verið strengjabrúða embættismanna sem lögðu honum í hendur texta sem hann annaðhvort skildi ekki eða hafnaði, þrátt fyrir leikþættina. Krafa um afsögn þessa fólks heyrist nú víða, meðal annars á þinginu. Sumir þingmenn ganga of langt í þeim efnum og reyna að upphefja sjálfa sig á kostnað þeirra þingmanna sem höfðu sig mest í frammi á Klaustri. Það er ódýrt, þrátt fyrir særindin. Aðrir eru eðlilega sárir og hissa á kollegum sínum. Það eru sennilega heilbrigðari viðbrögð. Gamla sagan, úlfur, úlfur, á það til að drepa alvöru málum á dreif. Kröfur um afsögn hljóma þessi misserin eins og síbylja. Stundum eru tilefni, líkt og raunin er nú, en oftar engin. Auðvitað hlýtur sexmenningunum að líða illa með gjörðir sínar og orðfæri. Án efa er þetta fólk sem vill láta gott af sér leiða og telur sig eiga erindi í stjórnmál. Því varð á. Ábyrgðin er þess. Hins vegar rekur enginn þingmann úr starfi, þvert á það sem sumir virðast halda, nema kjósendur á fjögurra ára fresti. Sjálfir geta þingmennirnir þó hugsað sér til hreyfings. Þar þurfa þeir að svara eigin samvisku.
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun