Hlutabréfamarkaður sem drifkraftur atvinnulífs Páll Harðarson skrifar 5. desember 2018 07:00 Þar sem best hefur tekist til erlendis hefur hlutabréfamarkaður stutt myndarlega við vöxt efnahagslífsins. Lítil fyrirtæki hafa stækkað og áhugaverð og vel launuð störf orðið til fyrir tilstuðlan fjármögnunar á markaði. Eftir því sem hlutabréfamarkaðurinn braggast eygjum við að hann geti orðið jafn mikilvægur drifkraftur í atvinnulífinu hér eins og í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við. Þróunin undanfarið lofar góðu en fyrirtæki hafa aflað meira en 30 milljarða króna til vaxtar á hlutabréfamarkaði síðastliðið ár. Nýleg úttekt hins virta vísitölufyrirtækis FTSE Russell á íslenska markaðnum sýnir að við erum í seilingarfjarlægð frá þessu markmiði og gætum, ef markaðsaðilar og stjórnvöld taka höndum saman, náð í flokk þeirra landa sem uppfylla ströngustu gæðakröfur FTSE Russell og annarra svipaðra fyrirtækja. Íslenskur hlutabréfamarkaður stenst 15 af 21 skilyrði FTSE Russell að fullu, fimm að hluta, en einungis eitt ekki (skilyrði um skipulegan afleiðumarkað). Að komast í flokk fremstu hlutabréfamarkaða heims væri ómetanlegt fyrir íslenskt atvinnulíf, einkum vegna greiðari aðgangs fyrirtækja, lítilla og stórra, að fjármagni til vaxtar. Til þess að þetta takist þarf fyrst og fremst að fjölga skráðum fyrirtækjum og stækka markaðinn. Til að komast í efstu flokkun hjá alþjóðlegum fyrirtækjum á borð við FTSE Russell þyrftum við líkast til að tvöfalda til þrefalda stærð markaðarins á mælikvarða markaðsvirðis. Skráning Landsbankans og Íslandsbanka hefði mikið að segja í þessu tilliti. Miðað við hóflegar forsendur um vöxt markaðarins að öðru leyti á komandi árum gæti skráning bankanna þýtt að settu marki yrði náð innan 5-10 ára. Hún er því ekki aðeins mikilvæg fyrir bankana og ríkissjóð heldur alla umgjörð fjármögnunar íslenskra fyrirtækja.Höfundur er forstjóri Kauphallarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Sjá meira
Þar sem best hefur tekist til erlendis hefur hlutabréfamarkaður stutt myndarlega við vöxt efnahagslífsins. Lítil fyrirtæki hafa stækkað og áhugaverð og vel launuð störf orðið til fyrir tilstuðlan fjármögnunar á markaði. Eftir því sem hlutabréfamarkaðurinn braggast eygjum við að hann geti orðið jafn mikilvægur drifkraftur í atvinnulífinu hér eins og í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við. Þróunin undanfarið lofar góðu en fyrirtæki hafa aflað meira en 30 milljarða króna til vaxtar á hlutabréfamarkaði síðastliðið ár. Nýleg úttekt hins virta vísitölufyrirtækis FTSE Russell á íslenska markaðnum sýnir að við erum í seilingarfjarlægð frá þessu markmiði og gætum, ef markaðsaðilar og stjórnvöld taka höndum saman, náð í flokk þeirra landa sem uppfylla ströngustu gæðakröfur FTSE Russell og annarra svipaðra fyrirtækja. Íslenskur hlutabréfamarkaður stenst 15 af 21 skilyrði FTSE Russell að fullu, fimm að hluta, en einungis eitt ekki (skilyrði um skipulegan afleiðumarkað). Að komast í flokk fremstu hlutabréfamarkaða heims væri ómetanlegt fyrir íslenskt atvinnulíf, einkum vegna greiðari aðgangs fyrirtækja, lítilla og stórra, að fjármagni til vaxtar. Til þess að þetta takist þarf fyrst og fremst að fjölga skráðum fyrirtækjum og stækka markaðinn. Til að komast í efstu flokkun hjá alþjóðlegum fyrirtækjum á borð við FTSE Russell þyrftum við líkast til að tvöfalda til þrefalda stærð markaðarins á mælikvarða markaðsvirðis. Skráning Landsbankans og Íslandsbanka hefði mikið að segja í þessu tilliti. Miðað við hóflegar forsendur um vöxt markaðarins að öðru leyti á komandi árum gæti skráning bankanna þýtt að settu marki yrði náð innan 5-10 ára. Hún er því ekki aðeins mikilvæg fyrir bankana og ríkissjóð heldur alla umgjörð fjármögnunar íslenskra fyrirtækja.Höfundur er forstjóri Kauphallarinnar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar