Repúblikanar sagðir tryggja sér völd með bellibrögðum Samúel Karl Ólason skrifar 4. desember 2018 11:45 Mótmæli fóru fram við þinghús Wisconsin í gær. AP/John Hart Repúblikanar í Wisconsin og Michigan í Bandaríkjunum hafa verið sakaðir um að reyna að ganga gegn vilja kjósenda og tryggja sér aukin völd þrátt fyrir tap í kosningunum í síðasta mánuði. Þeir séu að breyta bellibrögðum til að halda völdum sínum. Þeir vinna nú hörðum höndum að því að draga úr valdi Demókrata sem taka munu taka við embættum í byrjun næsta árs. Í Wisconsin kusu kjósendur Demókrata sem ríkisstjóra, dómsmálaráðherra og innanríkisráðherra. Þingmenn Repúblikanaflokksins á þingi Wisconsin hafa nú lagt fram frumvörp um að draga verulega úr völdum þessara embætta og auka völd þingmanna en Repúblikanaflokkurinn er með meirihluta á þingi Wisconsin. Þar að auki vilja þeir breyta framkvæmd kosninga í ríkinu og fækka möguleikum kjósenda til að greiða atkvæði utan kjörfundar. Demókratar fengu mun fleiri utankjörfundaratkvæði en Repúblikanar í kosningunum í síðasta mánuði og því er ljóst að slíkar breytingar myndu hagnast Repúblikanaflokknum. Einnig eru þingmennirnir að reyna að koma í veg fyrir að nýr ríkisstjóri og dómsmálaráðherra Wisconsin geti staðið við kosningaloforð sín um að draga ríkið frá lögsókn gegn heilbrigðislöggjöf Obama, Affordable Care Act. Tony Evers, Demókrati sem kosinn var ríkisstjóri, segir Repúblikana vera að ganga gegn vilja kjósenda og ógilda niðurstöður kosninganna. Tillögurnar voru þó samþykktar úr nefnd í nótt.Leiðtogir Repúblikana á þinginu, Scott Fitzgerald, sagði ekkert óheiðarlegt við það sem þeir væru að gera. Hann sagðist eingöngu hafa áhyggjur af því að Evers myndi reyna að framfylgja frjálslyndum stefnumálum sínum, sem hægt er að segja að hann hafi verið kosinn til að gera. Fitzgerald sagðist ekki treysta Evers.Hér má sjá sjónvarpsfrétt héraðsmiðilsins TMJ4 um mótmæli við nefndarfundinn í gær. Hún var þó birt áður en frumvörpin voru samþykkt úr nefnd.Scott Walker, fráfarandi ríkisstjóri, segist styðja breytingarnar og heldur því fram að Repúblikanar séu ekki að reyna að ríghalda í völd sín. Fimm vikur eru þar til Walker fer úr embætti og Evers tekur við. Frumvörpin sem um ræðir vöru ekki kynnt fyrr en á föstudaginn og samþykkt úr nefnd í nótt. Til stendur að þingmenn samþykki þau í dag. Evers hefur hvatt íbúa Wisconsin til að hringja í þingmenn sína í dag og kvarta yfir framferði þessu.Sama á teningnum í Michigan Svipuð staða, ef ekki sú sama, er í Michigan, þar sem Repúblikanar stjórna þinginu og Demókratar unnu aðrar stöður eins og ríkisstjóra, dómsmálaráðherra og innanríkisráðherra. Þingmenn Repúblikanaflokksins lögðu fram frumvörp í síðustu viku sem ætlað er að grafa undan þeim embættum. Í báðum ríkjunum segja Repúblikanar, samkvæmt Washington Post, að aðgerðir þessar séu nauðsynlegar svo Demókratar grafi ekki undan því sem þeir hafi áorkað á undanförnum árum. Repúblikanar gerðu það sama í Norður-Karólínu árið 2016, þegar Demókrati var kjörinn ríkisstjóri. Málaferli vegna þeirra breytinga standa enn yfir og Demókratar hafa hótað frekari málsóknum.Vert er að taka fram að kosið er um ríkisstjóra, dómsmálaráðherra, innanríkisráðherra og ýmis önnur embætti án kjördæmaskiptingar. Það sama á ekki við um kosningar til ríkisþinga. Á undanförnum árum hafa Repúblikanar hagrætt kjördæmamörkum víða um Bandaríkin á þann veg að Demókratar þurfa heilt yfir mikinn meirihluta atkvæða til að tryggja sér meirihluta á þingum ríkja. Þetta kallast „gerrymandering“ og hefur leitt til þess að Repúblikanaflokkurinn hefur í raun fest meirihluta sinn í sessi í ákveðnum ríkjum. Wisconsin og Michigan eru þar á meðal. Til dæmis fengu Demókratar um 54 prósent atkvæða til þingsins í Wisconsin, heilt yfir ríkið, en Repúblikanar eru þó með 63 þingmenn af 99. Fyrir tæpan helming atkvæða fékk Repúblikanaflokkurinn tvo þriðju þingmanna. Bandaríkin Bandarísku þingkosningarnar Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Fleiri fréttir Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Sjá meira
Repúblikanar í Wisconsin og Michigan í Bandaríkjunum hafa verið sakaðir um að reyna að ganga gegn vilja kjósenda og tryggja sér aukin völd þrátt fyrir tap í kosningunum í síðasta mánuði. Þeir séu að breyta bellibrögðum til að halda völdum sínum. Þeir vinna nú hörðum höndum að því að draga úr valdi Demókrata sem taka munu taka við embættum í byrjun næsta árs. Í Wisconsin kusu kjósendur Demókrata sem ríkisstjóra, dómsmálaráðherra og innanríkisráðherra. Þingmenn Repúblikanaflokksins á þingi Wisconsin hafa nú lagt fram frumvörp um að draga verulega úr völdum þessara embætta og auka völd þingmanna en Repúblikanaflokkurinn er með meirihluta á þingi Wisconsin. Þar að auki vilja þeir breyta framkvæmd kosninga í ríkinu og fækka möguleikum kjósenda til að greiða atkvæði utan kjörfundar. Demókratar fengu mun fleiri utankjörfundaratkvæði en Repúblikanar í kosningunum í síðasta mánuði og því er ljóst að slíkar breytingar myndu hagnast Repúblikanaflokknum. Einnig eru þingmennirnir að reyna að koma í veg fyrir að nýr ríkisstjóri og dómsmálaráðherra Wisconsin geti staðið við kosningaloforð sín um að draga ríkið frá lögsókn gegn heilbrigðislöggjöf Obama, Affordable Care Act. Tony Evers, Demókrati sem kosinn var ríkisstjóri, segir Repúblikana vera að ganga gegn vilja kjósenda og ógilda niðurstöður kosninganna. Tillögurnar voru þó samþykktar úr nefnd í nótt.Leiðtogir Repúblikana á þinginu, Scott Fitzgerald, sagði ekkert óheiðarlegt við það sem þeir væru að gera. Hann sagðist eingöngu hafa áhyggjur af því að Evers myndi reyna að framfylgja frjálslyndum stefnumálum sínum, sem hægt er að segja að hann hafi verið kosinn til að gera. Fitzgerald sagðist ekki treysta Evers.Hér má sjá sjónvarpsfrétt héraðsmiðilsins TMJ4 um mótmæli við nefndarfundinn í gær. Hún var þó birt áður en frumvörpin voru samþykkt úr nefnd.Scott Walker, fráfarandi ríkisstjóri, segist styðja breytingarnar og heldur því fram að Repúblikanar séu ekki að reyna að ríghalda í völd sín. Fimm vikur eru þar til Walker fer úr embætti og Evers tekur við. Frumvörpin sem um ræðir vöru ekki kynnt fyrr en á föstudaginn og samþykkt úr nefnd í nótt. Til stendur að þingmenn samþykki þau í dag. Evers hefur hvatt íbúa Wisconsin til að hringja í þingmenn sína í dag og kvarta yfir framferði þessu.Sama á teningnum í Michigan Svipuð staða, ef ekki sú sama, er í Michigan, þar sem Repúblikanar stjórna þinginu og Demókratar unnu aðrar stöður eins og ríkisstjóra, dómsmálaráðherra og innanríkisráðherra. Þingmenn Repúblikanaflokksins lögðu fram frumvörp í síðustu viku sem ætlað er að grafa undan þeim embættum. Í báðum ríkjunum segja Repúblikanar, samkvæmt Washington Post, að aðgerðir þessar séu nauðsynlegar svo Demókratar grafi ekki undan því sem þeir hafi áorkað á undanförnum árum. Repúblikanar gerðu það sama í Norður-Karólínu árið 2016, þegar Demókrati var kjörinn ríkisstjóri. Málaferli vegna þeirra breytinga standa enn yfir og Demókratar hafa hótað frekari málsóknum.Vert er að taka fram að kosið er um ríkisstjóra, dómsmálaráðherra, innanríkisráðherra og ýmis önnur embætti án kjördæmaskiptingar. Það sama á ekki við um kosningar til ríkisþinga. Á undanförnum árum hafa Repúblikanar hagrætt kjördæmamörkum víða um Bandaríkin á þann veg að Demókratar þurfa heilt yfir mikinn meirihluta atkvæða til að tryggja sér meirihluta á þingum ríkja. Þetta kallast „gerrymandering“ og hefur leitt til þess að Repúblikanaflokkurinn hefur í raun fest meirihluta sinn í sessi í ákveðnum ríkjum. Wisconsin og Michigan eru þar á meðal. Til dæmis fengu Demókratar um 54 prósent atkvæða til þingsins í Wisconsin, heilt yfir ríkið, en Repúblikanar eru þó með 63 þingmenn af 99. Fyrir tæpan helming atkvæða fékk Repúblikanaflokkurinn tvo þriðju þingmanna.
Bandaríkin Bandarísku þingkosningarnar Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Fleiri fréttir Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Sjá meira