Osiris-Rex kemur að smástirninu Bennu Kjartan Kjartansson skrifar 3. desember 2018 12:49 Átta myndir sem Osiris-Rex var skeytt saman í þessa háupplausnarmynd af Bennu. Myndirnar voru teknar í rúmlega 300 kílómetra fjarlægð í lok október. NASA/Goddard/University of Arizona Eftir rúmlega tveggja ára ferðalag kemur bandaríska geimfarið Osiris-Rex að smástirninu Bennu síðdegis að íslenskum tíma í dag. Geimfarið á að taka bergsýni úr smástirninu og koma með þau aftur til jarðar. Vonast er til þess að þau geti varpað frekara ljósi á hvernig sólkerfið okkar myndaðist. Osiris-Rex hóf för sína á Canaveral-höfða á Flórída í september árið 2016. Áfangastaður þess er smástirnið Bennu, kolsvart smástirni sem talið er að sé leifar frá upphafi sólkerfisins og nær ósnortið frá þeim tíma. Þangað kemur geimfarið síðar í dag. Hægt verður að fylgjast með komunni á sjónvarpsrás bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA frá 16:45 til 17:15 að íslenskum tíma. Í fyrstu flýgur Osiris-Rex aðeins í kringum Bennu og fikrar sig æ nær yfirborðinu. Við komuna í dag verður geimfarið í tæplega tuttugu kílómetra fjarlægð. Hringsólið í kringum smástirnið á að veita upplýsingar um massa, snúningshraða og lögun Bennu, að því er segir í frétt New York Times. Það er ekki fyrr en í janúar sem Osiris-Rex kemst á braut um Bennu. Þaðan heldur geimfarið athugunum áfram þar til reynt verður að skoppa því af yfirborðinu og safna sýnum um mitt ár 2020. Geimfarið mun sprauta köfnunarefnisgasi til að þyrla upp ryki og litlum steinum i þær þrjár til fimm sekúndur sem það snertir yfirborðið. Vonir standa til að þannig verði hægt að safna allt að tveimur kílóum af sýnum. Osiris-Rex flytur sýnin með sér þegar það yfirgefur Bennu árið 2021 og sleppa hylki með þeim þegar það flýgur fram hjá jörðinni í september tveimur árum síðar. Sýnin eiga að svífa mjúklega til jarðar með fallhlíf í eyðimörk Utah í Bandaríkjunum.Minjar um upphaf sólkerfisins og fyrstu lífrænu efnasamböndin Bennu fannst árið 1999 og er skilgreint sem smástirni í nágrenni jarðarinnar. Smástirnið er tæplega 500 metra breitt. Fjarlægur möguleiki er talinn á að það geti rekist á jörðina á 22. öldinni. Bennu er kolefnisríkt og er talið að það hafi lítið breyst frá því að sólkerfið myndaðist fyrir um 4,5 milljörðum ára. Vísindamenn eru ekki síst spenntir fyrir því að rannsaka lífræn efnasambönd eins og amínósýrur sem talið er að séu þar að finna. Þannig geta rannsóknirnar varpað ljósi á myndun sólkerfisins okkar og hugsanlega hvernig lífið kviknaði og þróaðist á jörðinni. Japanska geimfarið Hayabusa safnaði ryki á smástirni og skilaði til jarðar árið 2005. Framhaldsleiðangurinn Hayabusa2 er nú á leiðinni til annars kolefnisríks smástirnis og er væntanlegt aftur til jarðar með sýni árið 2020. Osiris-Rex á hins vegar að ná meira magni af sýnum en japönsku geimförin. Bandaríkin Geimurinn Tækni Vísindi Tengdar fréttir NASA sendir geimfar á loft í sjö ára leiðangur Bandaríska geimferðastofnunin NASA sendi í kvöld af stað geimfar í leiðangur sem vonast er til þess að muni varpa ljósi á það hvernig plánetur alheimsins verða til. 8. september 2016 23:30 Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Sjá meira
Eftir rúmlega tveggja ára ferðalag kemur bandaríska geimfarið Osiris-Rex að smástirninu Bennu síðdegis að íslenskum tíma í dag. Geimfarið á að taka bergsýni úr smástirninu og koma með þau aftur til jarðar. Vonast er til þess að þau geti varpað frekara ljósi á hvernig sólkerfið okkar myndaðist. Osiris-Rex hóf för sína á Canaveral-höfða á Flórída í september árið 2016. Áfangastaður þess er smástirnið Bennu, kolsvart smástirni sem talið er að sé leifar frá upphafi sólkerfisins og nær ósnortið frá þeim tíma. Þangað kemur geimfarið síðar í dag. Hægt verður að fylgjast með komunni á sjónvarpsrás bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA frá 16:45 til 17:15 að íslenskum tíma. Í fyrstu flýgur Osiris-Rex aðeins í kringum Bennu og fikrar sig æ nær yfirborðinu. Við komuna í dag verður geimfarið í tæplega tuttugu kílómetra fjarlægð. Hringsólið í kringum smástirnið á að veita upplýsingar um massa, snúningshraða og lögun Bennu, að því er segir í frétt New York Times. Það er ekki fyrr en í janúar sem Osiris-Rex kemst á braut um Bennu. Þaðan heldur geimfarið athugunum áfram þar til reynt verður að skoppa því af yfirborðinu og safna sýnum um mitt ár 2020. Geimfarið mun sprauta köfnunarefnisgasi til að þyrla upp ryki og litlum steinum i þær þrjár til fimm sekúndur sem það snertir yfirborðið. Vonir standa til að þannig verði hægt að safna allt að tveimur kílóum af sýnum. Osiris-Rex flytur sýnin með sér þegar það yfirgefur Bennu árið 2021 og sleppa hylki með þeim þegar það flýgur fram hjá jörðinni í september tveimur árum síðar. Sýnin eiga að svífa mjúklega til jarðar með fallhlíf í eyðimörk Utah í Bandaríkjunum.Minjar um upphaf sólkerfisins og fyrstu lífrænu efnasamböndin Bennu fannst árið 1999 og er skilgreint sem smástirni í nágrenni jarðarinnar. Smástirnið er tæplega 500 metra breitt. Fjarlægur möguleiki er talinn á að það geti rekist á jörðina á 22. öldinni. Bennu er kolefnisríkt og er talið að það hafi lítið breyst frá því að sólkerfið myndaðist fyrir um 4,5 milljörðum ára. Vísindamenn eru ekki síst spenntir fyrir því að rannsaka lífræn efnasambönd eins og amínósýrur sem talið er að séu þar að finna. Þannig geta rannsóknirnar varpað ljósi á myndun sólkerfisins okkar og hugsanlega hvernig lífið kviknaði og þróaðist á jörðinni. Japanska geimfarið Hayabusa safnaði ryki á smástirni og skilaði til jarðar árið 2005. Framhaldsleiðangurinn Hayabusa2 er nú á leiðinni til annars kolefnisríks smástirnis og er væntanlegt aftur til jarðar með sýni árið 2020. Osiris-Rex á hins vegar að ná meira magni af sýnum en japönsku geimförin.
Bandaríkin Geimurinn Tækni Vísindi Tengdar fréttir NASA sendir geimfar á loft í sjö ára leiðangur Bandaríska geimferðastofnunin NASA sendi í kvöld af stað geimfar í leiðangur sem vonast er til þess að muni varpa ljósi á það hvernig plánetur alheimsins verða til. 8. september 2016 23:30 Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Sjá meira
NASA sendir geimfar á loft í sjö ára leiðangur Bandaríska geimferðastofnunin NASA sendi í kvöld af stað geimfar í leiðangur sem vonast er til þess að muni varpa ljósi á það hvernig plánetur alheimsins verða til. 8. september 2016 23:30