Innlent

Játuðu að hafa notað fölsuð vegabréf

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Mennirnir játuðu brot sín, til að mynda skjalafals, greiðlega.
Mennirnir játuðu brot sín, til að mynda skjalafals, greiðlega. Fréttablaðið/stefán
Þrír erlendir ríkisborgarar voru fyrir helgi dæmdir í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir skjalafals, brot gegn lögum um útlendinga og brot gegn lögum um atvinnuréttindi útlendinga.

Mennirnir höfðu allir framvísað fölsuðu litháísku vegabréfi hjá Þjóðskrá með það að marki að fá fullnaðarskráningu hér á landi. Gátu þeir með því starfað hér án þess að sækja um atvinnuleyfi.

Mennirnir voru handteknir í upphafi októbermánaðar. Játuðu þeir allir brot sín greiðlega og þótti unnt að binda refsinguna skilorði til tveggja ára sökum þess. Þeir voru allir dæmdir til að greiða þóknun verjenda sinna, um 250 þúsund krónur hver um sig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×