Formaður Dómarafélagsins vonsvikinn með krónutöluna en fagnar frumvarpinu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 3. desember 2018 06:00 Ingibjörg Þorsteinsdóttir, formaður Dómarafélags Íslands FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Formaður Dómarafélags Íslands (DÍ) lýsir yfir vonbrigðum með krónutöluna sem dómurum er ákveðin í frumvarpi um nýtt launafyrirkomulag embættismanna sem áður heyrðu undir kjararáð. Hún fagnar hins vegar þeim fyrirsjáanleika og gagnsæi sem í frumvarpinu felst. Frumvarpið var birt á vef Alþingis í gær. Í því felst að laun ákveðinna embættismanna og hópa, til að mynda þingmanna, saksóknara og dómara, verða ákveðin með fastri krónutölufjárhæð í lögum. Sú tekur breytingum einu sinni á ári í samræmi við breytingu á meðaltali reglulegra launa starfsmanna ríkisins fyrir næsta almanaksár. Í tilfelli dómara er hin fasta krónutala sú sama og kjararáð ákvað. Landsréttardómarar og varaforseti Hæstaréttar fengu launaákvörðun árið 2017 en um aðra dómara gildir ákvörðun frá árinu 2015 auk almennrar hækkunar frá 2016. Líklegt er að lögin verði samþykkt fyrir áramót og fyrsta breyting samkvæmt þeim verði 1. júlí á næsta ári. Það þýðir því að laun flestra dómara landsins munu engum breytingum taka í þrjú ár. „Við höfum í raun beðið eftir því að lögum væri fylgt. Þegar lögunum um kjararáð var breytt árið 2016 kom inn skýrt ákvæði um að laun yrðu endurskoðuð minnst einu sinni á ári en engin ný ákvörðun var tekin og erindum okkar ekki svarað,“ segir Ingibjörg Þorsteinsdóttir, formaður DÍ. Formaðurinn segir það vel að breytingar á launum dómara verði fyrirsjáanlegar. Hins vegar sé þungt hljóð í mörgum dómurum þar sem laun þeirra hafi engum breytingum tekið í mörg ár. Hún telur líklegt að stjórn DÍ muni funda vegna efnis frumvarpsins. „Það hefur verið frysting á launum í mörg ár og sú staðreynd kallar á að við endurskoðun fyrirkomulagsins verði tekið tillit til þess,“ segir Ingibjörg. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Kjaramál Kjararáð Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira
Formaður Dómarafélags Íslands (DÍ) lýsir yfir vonbrigðum með krónutöluna sem dómurum er ákveðin í frumvarpi um nýtt launafyrirkomulag embættismanna sem áður heyrðu undir kjararáð. Hún fagnar hins vegar þeim fyrirsjáanleika og gagnsæi sem í frumvarpinu felst. Frumvarpið var birt á vef Alþingis í gær. Í því felst að laun ákveðinna embættismanna og hópa, til að mynda þingmanna, saksóknara og dómara, verða ákveðin með fastri krónutölufjárhæð í lögum. Sú tekur breytingum einu sinni á ári í samræmi við breytingu á meðaltali reglulegra launa starfsmanna ríkisins fyrir næsta almanaksár. Í tilfelli dómara er hin fasta krónutala sú sama og kjararáð ákvað. Landsréttardómarar og varaforseti Hæstaréttar fengu launaákvörðun árið 2017 en um aðra dómara gildir ákvörðun frá árinu 2015 auk almennrar hækkunar frá 2016. Líklegt er að lögin verði samþykkt fyrir áramót og fyrsta breyting samkvæmt þeim verði 1. júlí á næsta ári. Það þýðir því að laun flestra dómara landsins munu engum breytingum taka í þrjú ár. „Við höfum í raun beðið eftir því að lögum væri fylgt. Þegar lögunum um kjararáð var breytt árið 2016 kom inn skýrt ákvæði um að laun yrðu endurskoðuð minnst einu sinni á ári en engin ný ákvörðun var tekin og erindum okkar ekki svarað,“ segir Ingibjörg Þorsteinsdóttir, formaður DÍ. Formaðurinn segir það vel að breytingar á launum dómara verði fyrirsjáanlegar. Hins vegar sé þungt hljóð í mörgum dómurum þar sem laun þeirra hafi engum breytingum tekið í mörg ár. Hún telur líklegt að stjórn DÍ muni funda vegna efnis frumvarpsins. „Það hefur verið frysting á launum í mörg ár og sú staðreynd kallar á að við endurskoðun fyrirkomulagsins verði tekið tillit til þess,“ segir Ingibjörg.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Kjaramál Kjararáð Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira