Breytingar á jólahefðum landsmanna Sigrún Drífa Jónsdóttir skrifar 19. desember 2018 08:00 Hefðir skipa það stóran sess í jólahaldi og undirbúningi jólanna að við eigum sérstakt orð yfir þær og tölum um jólahefðir. Þannig hafa flestir þættir jólahalds Íslendinga verið með nær óbreyttu sniði undanfarin ár og litlar sem engar breytingar sjást milli ára í mælingum Gallup á jólavenjum landsmanna. Þetta á almennt við um gjafir, samveru, skreytingar, jólatré, aðventukransa, smákökubakstur, jólahlaðborð, tónleika, skötuát, laufabrauðsgerð, jólaböll, piparkökumálun, föndur og konfektgerð svo eitthvað sé nefnt. Það er því áhugavert að skoða hvað það er sem hefur þó breyst á undanförnum árum.Jólagjafir Flestir eru sammála um að jólin eigi ekki að snúast um gjafir en þær eru áberandi í jólahaldi okkar enda gefa 98% landsmanna jólagjafir. Þó hlutfall þeirra sem gefa jólagjafir hafi haldist óbreytt síðustu ár hafa orðið breytingar á jólagjafakaupum landsmanna þar sem það hefur bæði færst í vöxt að fólk kaupi gjafirnar erlendis og að þær séu keyptar á netinu. Tveir af hverjum þremur keyptu megnið af jólagjöfunum innanlands síðustu jól. Þó það sé drjúgur meirihluti hefur hlutfallið lækkað mikið því átta árum áður keyptu níu af hverjum tíu megnið af gjöfunum innanlands. Netverslun Íslendinga hefur aukist hratt síðustu ár og eru jólagjafakaup þar ekki undanskilin. Fyrir ellefu árum keypti um einn af hverjum tíu landsmönnum einhverjar jólagjafir á netinu en fyrir síðustu jól var hlutfallið komið upp í 43%. Í fyrra keyptu aðeins fleiri jólagjafir á netinu af erlendum fyrirtækjum en innlendum en það verður áhugavert að fylgjast með þróun vefverslunar íslenskra fyrirtækja á næstu árum þar sem hún er í örum vexti.Jólakort og rafrænar jólakveðjur Annað sem hefur tekið miklum breytingum eru jólakveðjur landsmanna. Fyrir átta árum sendu nær þrír af hverjum fjórum jólakort í bréfpósti en fyrir síðustu jól var hlutfallið komið niður í um helming. Hlutfall þeirra sem sendu rafrænt jólakort eða rafræna jólakveðju fyrir átta árum var um fjórir af hverjum tíu. Það fór hækkandi næstu ár og jólin 2015 og 2016 sendi rösklega helmingur landsmanna rafræna jólakveðju. Fyrir jólin í fyrra mældist hlutfallið hins vegar aftur talsvert lægra og verður forvitnilegt að sjá hvort sú þróun sést áfram nú um jólin.Jólamaturinn Langalgengast er að það sé hamborgarhryggur á borðum landsmanna á aðfangadagskvöld en þeim fer þó fjölgandi sem velja annan jólamat. Þeim fer einnig fækkandi sem borða rjúpu eða svínasteik á aðfangadag, ef frá er talið það tímabil þegar bann ríkti við rjúpnaveiðum, en vinsældir hangikjöts og lambasteikur hafa haldist stöðugar. Þeim hefur fjölgað sem borða kalkún og einnig þeim sem borða annan mat en talinn hefur verið upp, eins og t.d. nauta- eða hnetusteik.Aðventuljós Aðventuljós, eða stjakar með sjö ljósum, eru áberandi í gluggum íslenskra heimila um jólin enda setur nær helmingur landsmanna slík ljós út í glugga. Með auknu úrvali jólaljósa er þessi hefð þó á undanhaldi, en hlutfall þeirra sem skreyta með þessum hætti hefur lækkað um 14 prósentustig á síðustu sjö árum.Kirkjur og kirkjugarðar Síðustu ár hefur um þriðjungur landsmanna farið í kirkju fyrir eða um jólin en í fyrra mældist það hlutfall nokkuð lægra þegar aðeins rúmlega fimmtungur landsmanna fór í kirkju. Eins fór aðeins ríflega helmingur landsmanna í kirkjugarð að vitja leiðis á móti tveimur af hverjum þremur árið áður. Aftur eru þetta breytingar sem mældust fyrst síðustu jól og verður því áhugavert að sjá hvort þær sjást áfram þessi jól. Þó að jólin séu tími skemmtilegra hefða og samveru við fjölskyldu og vini eru aðstæður landsmanna ólíkar og það er umhugsunarvert að nær fimmtungur landsmanna ber kvíða í brjósti fyrir jólunum, að minnsta kosti í bland við tilhlökkun, og hefur það hlutfall verið svipað um árabil. Fyrir því geta verið margvíslegar ástæður en fólk er líklegra til að kvíða jólunum eftir því sem fjölskyldutekjur þess eru lægri og einnig eftir því sem það er eldra. Það er einlæg ósk okkar hjá Gallup að sem flestir geti fundið gleði og frið jólanna, hver með sínum hætti, og átt ánægjulega jólahátíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun Skoðun Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Hefðir skipa það stóran sess í jólahaldi og undirbúningi jólanna að við eigum sérstakt orð yfir þær og tölum um jólahefðir. Þannig hafa flestir þættir jólahalds Íslendinga verið með nær óbreyttu sniði undanfarin ár og litlar sem engar breytingar sjást milli ára í mælingum Gallup á jólavenjum landsmanna. Þetta á almennt við um gjafir, samveru, skreytingar, jólatré, aðventukransa, smákökubakstur, jólahlaðborð, tónleika, skötuát, laufabrauðsgerð, jólaböll, piparkökumálun, föndur og konfektgerð svo eitthvað sé nefnt. Það er því áhugavert að skoða hvað það er sem hefur þó breyst á undanförnum árum.Jólagjafir Flestir eru sammála um að jólin eigi ekki að snúast um gjafir en þær eru áberandi í jólahaldi okkar enda gefa 98% landsmanna jólagjafir. Þó hlutfall þeirra sem gefa jólagjafir hafi haldist óbreytt síðustu ár hafa orðið breytingar á jólagjafakaupum landsmanna þar sem það hefur bæði færst í vöxt að fólk kaupi gjafirnar erlendis og að þær séu keyptar á netinu. Tveir af hverjum þremur keyptu megnið af jólagjöfunum innanlands síðustu jól. Þó það sé drjúgur meirihluti hefur hlutfallið lækkað mikið því átta árum áður keyptu níu af hverjum tíu megnið af gjöfunum innanlands. Netverslun Íslendinga hefur aukist hratt síðustu ár og eru jólagjafakaup þar ekki undanskilin. Fyrir ellefu árum keypti um einn af hverjum tíu landsmönnum einhverjar jólagjafir á netinu en fyrir síðustu jól var hlutfallið komið upp í 43%. Í fyrra keyptu aðeins fleiri jólagjafir á netinu af erlendum fyrirtækjum en innlendum en það verður áhugavert að fylgjast með þróun vefverslunar íslenskra fyrirtækja á næstu árum þar sem hún er í örum vexti.Jólakort og rafrænar jólakveðjur Annað sem hefur tekið miklum breytingum eru jólakveðjur landsmanna. Fyrir átta árum sendu nær þrír af hverjum fjórum jólakort í bréfpósti en fyrir síðustu jól var hlutfallið komið niður í um helming. Hlutfall þeirra sem sendu rafrænt jólakort eða rafræna jólakveðju fyrir átta árum var um fjórir af hverjum tíu. Það fór hækkandi næstu ár og jólin 2015 og 2016 sendi rösklega helmingur landsmanna rafræna jólakveðju. Fyrir jólin í fyrra mældist hlutfallið hins vegar aftur talsvert lægra og verður forvitnilegt að sjá hvort sú þróun sést áfram nú um jólin.Jólamaturinn Langalgengast er að það sé hamborgarhryggur á borðum landsmanna á aðfangadagskvöld en þeim fer þó fjölgandi sem velja annan jólamat. Þeim fer einnig fækkandi sem borða rjúpu eða svínasteik á aðfangadag, ef frá er talið það tímabil þegar bann ríkti við rjúpnaveiðum, en vinsældir hangikjöts og lambasteikur hafa haldist stöðugar. Þeim hefur fjölgað sem borða kalkún og einnig þeim sem borða annan mat en talinn hefur verið upp, eins og t.d. nauta- eða hnetusteik.Aðventuljós Aðventuljós, eða stjakar með sjö ljósum, eru áberandi í gluggum íslenskra heimila um jólin enda setur nær helmingur landsmanna slík ljós út í glugga. Með auknu úrvali jólaljósa er þessi hefð þó á undanhaldi, en hlutfall þeirra sem skreyta með þessum hætti hefur lækkað um 14 prósentustig á síðustu sjö árum.Kirkjur og kirkjugarðar Síðustu ár hefur um þriðjungur landsmanna farið í kirkju fyrir eða um jólin en í fyrra mældist það hlutfall nokkuð lægra þegar aðeins rúmlega fimmtungur landsmanna fór í kirkju. Eins fór aðeins ríflega helmingur landsmanna í kirkjugarð að vitja leiðis á móti tveimur af hverjum þremur árið áður. Aftur eru þetta breytingar sem mældust fyrst síðustu jól og verður því áhugavert að sjá hvort þær sjást áfram þessi jól. Þó að jólin séu tími skemmtilegra hefða og samveru við fjölskyldu og vini eru aðstæður landsmanna ólíkar og það er umhugsunarvert að nær fimmtungur landsmanna ber kvíða í brjósti fyrir jólunum, að minnsta kosti í bland við tilhlökkun, og hefur það hlutfall verið svipað um árabil. Fyrir því geta verið margvíslegar ástæður en fólk er líklegra til að kvíða jólunum eftir því sem fjölskyldutekjur þess eru lægri og einnig eftir því sem það er eldra. Það er einlæg ósk okkar hjá Gallup að sem flestir geti fundið gleði og frið jólanna, hver með sínum hætti, og átt ánægjulega jólahátíð.
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun