Flynn bað um frest á dómsuppkvaðningu Samúel Karl Ólason skrifar 18. desember 2018 18:06 Michael Flynn, fyrrverandi hershöfðingi og þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna. AP/Carolyn Kaster Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseti, óskaði eftir því í dómsal í dag að dómsuppkvaðningu hans yrði frestað. Hann hefur játað að hafa logið að rannsakendum Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, um fundi hans með Sergei Kislyak, sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. Flynn játaði sekt og sagðist hafa verið meðvitaður um að það væri glæpur að ljúga að rannsakendum FBI, þegar hann var yfirheyrður. Robert Mueller, sérstakur rannsakandi Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hafði farið fram á að Flynn yrði ekki dæmdur til fangelsisvistar vegna þess að hann hefði tekið ábyrgð á brotum sínum og hann hefði veitt rannsakendum Mueller samstarf sitt. Lögmenn Flynn höfðu einnig farið fram á að hann yrði ekki dæmdur til fangelsisvistar. Lögmenn Flynn báðu um að dómsuppkvaðningu yrði frestað, eins og dómarinn hafði stungið upp á, svo Flynn gæti nýtt sér samstarf hans með rannsakendum til að minnka mögulegan dóm sinn. Ekki liggur fyrir dómsuppkvaðning mun fara fram en það verður ekki fyrr en í mars í fyrsta lagi. Dómarinn hafði stungið upp á því að Flynn gæti verið beðinn um frekara samstarf á næstunni og gaf Flynn möguleika á því að fresta dómsuppkvaðningu. Eftir hlé lögðu lögmenn Flynn beiðni um frestun. Áður en beiðni Flynn var lögð fram fór dómarinn Emmet Sullivan hörðum orðum um Flynn og sagði hann í rauninni hafa svikið Bandaríkin. Flynn hefur verið sakaður um að starfa á vegum ríkisstjórnar Tyrklands þó hann hafi ekki verið ákærður fyrir það. Tveir fyrrverandi viðskiptafélagar Flynn hafa verið ákærðir fyrir að vinna á laun fyrir tyrknesk stjórnvöld.Sjá einnig: Viðskiptafélagar fyrrum þjóðaröryggisráðgjafa Trump ákærðirSullivan sagði brot Flynn vera mjög alvarleg. Hann, sem hátt settur embættismaður, hefði logið að rannsakendum og öðrum embættismönnum í Hvíta húsinu. Á meðan hann hafi starfað í Hvíta húsinu hafi hann unnið fyrir önnur stjórnvöld. Dómarinn gekk það langt að spyrja saksóknarann hvort athæfi Flynn væri landráð og hvort saksóknarar hefðu íhugað að ákæra hann fyrir landráð. Þegar saksóknarinn Brandon Van Grack sagði að það hefði ekki verið íhugað spurði Sullivan hvort það væri hægt. Því vildi Grack ekki svara. Seinna tók Sullivan þó fram að hann hefði ekki verið að stinga upp á því að Flynn hefði framið landráð, heldur hefði hann verið forvitinn og bað hann fólk ekki að lesa of mikið í spurningar hans til Flynn og saksóknarans. Dómarinn dró einnig ummæli sín um störf Flynn fyrir stjórnvöld Tyrklands til baka. Hann hefði áttað sig á því að það hefði verið rangt að Flynn hefði unnið fyrir Tyrki á sama tíma og hann var að vinna í Hvíta húsinu. Bandaríkin Donald Trump Norður-Ameríka Rússarannsóknin Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseti, óskaði eftir því í dómsal í dag að dómsuppkvaðningu hans yrði frestað. Hann hefur játað að hafa logið að rannsakendum Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, um fundi hans með Sergei Kislyak, sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. Flynn játaði sekt og sagðist hafa verið meðvitaður um að það væri glæpur að ljúga að rannsakendum FBI, þegar hann var yfirheyrður. Robert Mueller, sérstakur rannsakandi Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hafði farið fram á að Flynn yrði ekki dæmdur til fangelsisvistar vegna þess að hann hefði tekið ábyrgð á brotum sínum og hann hefði veitt rannsakendum Mueller samstarf sitt. Lögmenn Flynn höfðu einnig farið fram á að hann yrði ekki dæmdur til fangelsisvistar. Lögmenn Flynn báðu um að dómsuppkvaðningu yrði frestað, eins og dómarinn hafði stungið upp á, svo Flynn gæti nýtt sér samstarf hans með rannsakendum til að minnka mögulegan dóm sinn. Ekki liggur fyrir dómsuppkvaðning mun fara fram en það verður ekki fyrr en í mars í fyrsta lagi. Dómarinn hafði stungið upp á því að Flynn gæti verið beðinn um frekara samstarf á næstunni og gaf Flynn möguleika á því að fresta dómsuppkvaðningu. Eftir hlé lögðu lögmenn Flynn beiðni um frestun. Áður en beiðni Flynn var lögð fram fór dómarinn Emmet Sullivan hörðum orðum um Flynn og sagði hann í rauninni hafa svikið Bandaríkin. Flynn hefur verið sakaður um að starfa á vegum ríkisstjórnar Tyrklands þó hann hafi ekki verið ákærður fyrir það. Tveir fyrrverandi viðskiptafélagar Flynn hafa verið ákærðir fyrir að vinna á laun fyrir tyrknesk stjórnvöld.Sjá einnig: Viðskiptafélagar fyrrum þjóðaröryggisráðgjafa Trump ákærðirSullivan sagði brot Flynn vera mjög alvarleg. Hann, sem hátt settur embættismaður, hefði logið að rannsakendum og öðrum embættismönnum í Hvíta húsinu. Á meðan hann hafi starfað í Hvíta húsinu hafi hann unnið fyrir önnur stjórnvöld. Dómarinn gekk það langt að spyrja saksóknarann hvort athæfi Flynn væri landráð og hvort saksóknarar hefðu íhugað að ákæra hann fyrir landráð. Þegar saksóknarinn Brandon Van Grack sagði að það hefði ekki verið íhugað spurði Sullivan hvort það væri hægt. Því vildi Grack ekki svara. Seinna tók Sullivan þó fram að hann hefði ekki verið að stinga upp á því að Flynn hefði framið landráð, heldur hefði hann verið forvitinn og bað hann fólk ekki að lesa of mikið í spurningar hans til Flynn og saksóknarans. Dómarinn dró einnig ummæli sín um störf Flynn fyrir stjórnvöld Tyrklands til baka. Hann hefði áttað sig á því að það hefði verið rangt að Flynn hefði unnið fyrir Tyrki á sama tíma og hann var að vinna í Hvíta húsinu.
Bandaríkin Donald Trump Norður-Ameríka Rússarannsóknin Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira