Ekki útilokað að greiðslur úr sjúkrasjóði VR verði skertar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. desember 2018 13:00 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Vísir/Egill Ekki er útilokað að VR muni grípa á það ráð að lækka greiðslur úr sjúkrasjóði stéttarfélagsins til að mæta aukinni aðsókn. Það stefnir í metaðsókn í sjóðinn annað árið í röð. Formaður VR segir aukninguna meiriháttar vísbendingu um að eitthvað mikið sé að í samfélaginu.Bandalag hásklólamanna greindi í gær frá breyttum úthlutunarreglum sjúkrasjóðs bandalagsins þar sem umsóknum um sjúkradagpeninga hafi fjölgað umtalsvert. Samkvæmt nýjum úthlutunarreglum greiðir sjóðurinn nú að hámarki sjúkradagpeninga í níu mánuði í stað tólf og gleraugnastyrkir lækkaðir svo fátt eitt sé nefnt. BHM er ekki eina stéttarfélagið þar sem vart hefur orðið við mikla fjölgun umsókna í sjúkrasjóð. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir stöðuna metna í hverjum mánuði og að fylgst sé vel með þróuninni. „Við vitum það að metárið í fyrra sem að toppaði árið 2009, þegar að samfélagið var hér allt á hliðinni, í samanburði við árið í ár þá erum við að sjá 43% aukningu sjúkradagpeninga frá metárinu í fyrra og það eru skuggalegar tölur. Greinilega vísbending um að eitthvað meiriháttar mikið er að í okkar samfélagi,“ segir Ragnar Þór. Hann telur að skoða þurfi betur og rannsaka hvað það er sem veldur. Ekki hafi verið tekin nein ákvörðun um það hvort breyta þurfi úthlutunarreglum en það er meðal þess sem rætt verður á aðalfundi félagsins í apríl. „Það er ekki útilokað. Sjóðirnir eru mjög sterkir og félagið mjög vel rekið og mjög sterkt þannig að eins og ég segi, það hefur ekki komið til þess ennþá en við erum að skoða þetta og þurfum að fylgjast mjög vel með,“ segir Ragnar Þór. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa fleiri stéttarfélög verulegar áhyggjur af stöðunni. Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambands Íslands, segir stöðuna til að mynda mjög þunga innan KÍ og að ljóst sé að grípa þurfi til frekari aðgerða. Til hvaða bragðs skuli taka sé þó ekki ljóst á þessari stundu. Tengdar fréttir Greiðslur úr sjúkrasjóði BHM skertar Vegna mikillar fjölgunar umsókna í sjúkrasjóð Bandalags háskólamanna, BHM, telur stjórn sjóðsins óhjákvæmilegt að breytta úthlutunarreglum hans til að tryggja rekstur sjóðsins. 18. desember 2018 07:33 Veikindi tengd streitu og kulnun í starfi að aukast hér á landi Einkennin eru fyrst og fremst depurð, kvíði og svefntruflanir en kulnun er lýsing á ástandi um að vera undir of miklu álagi. 26. júlí 2018 20:15 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Innlent Fleiri fréttir Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Sjá meira
Ekki er útilokað að VR muni grípa á það ráð að lækka greiðslur úr sjúkrasjóði stéttarfélagsins til að mæta aukinni aðsókn. Það stefnir í metaðsókn í sjóðinn annað árið í röð. Formaður VR segir aukninguna meiriháttar vísbendingu um að eitthvað mikið sé að í samfélaginu.Bandalag hásklólamanna greindi í gær frá breyttum úthlutunarreglum sjúkrasjóðs bandalagsins þar sem umsóknum um sjúkradagpeninga hafi fjölgað umtalsvert. Samkvæmt nýjum úthlutunarreglum greiðir sjóðurinn nú að hámarki sjúkradagpeninga í níu mánuði í stað tólf og gleraugnastyrkir lækkaðir svo fátt eitt sé nefnt. BHM er ekki eina stéttarfélagið þar sem vart hefur orðið við mikla fjölgun umsókna í sjúkrasjóð. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir stöðuna metna í hverjum mánuði og að fylgst sé vel með þróuninni. „Við vitum það að metárið í fyrra sem að toppaði árið 2009, þegar að samfélagið var hér allt á hliðinni, í samanburði við árið í ár þá erum við að sjá 43% aukningu sjúkradagpeninga frá metárinu í fyrra og það eru skuggalegar tölur. Greinilega vísbending um að eitthvað meiriháttar mikið er að í okkar samfélagi,“ segir Ragnar Þór. Hann telur að skoða þurfi betur og rannsaka hvað það er sem veldur. Ekki hafi verið tekin nein ákvörðun um það hvort breyta þurfi úthlutunarreglum en það er meðal þess sem rætt verður á aðalfundi félagsins í apríl. „Það er ekki útilokað. Sjóðirnir eru mjög sterkir og félagið mjög vel rekið og mjög sterkt þannig að eins og ég segi, það hefur ekki komið til þess ennþá en við erum að skoða þetta og þurfum að fylgjast mjög vel með,“ segir Ragnar Þór. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa fleiri stéttarfélög verulegar áhyggjur af stöðunni. Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambands Íslands, segir stöðuna til að mynda mjög þunga innan KÍ og að ljóst sé að grípa þurfi til frekari aðgerða. Til hvaða bragðs skuli taka sé þó ekki ljóst á þessari stundu.
Tengdar fréttir Greiðslur úr sjúkrasjóði BHM skertar Vegna mikillar fjölgunar umsókna í sjúkrasjóð Bandalags háskólamanna, BHM, telur stjórn sjóðsins óhjákvæmilegt að breytta úthlutunarreglum hans til að tryggja rekstur sjóðsins. 18. desember 2018 07:33 Veikindi tengd streitu og kulnun í starfi að aukast hér á landi Einkennin eru fyrst og fremst depurð, kvíði og svefntruflanir en kulnun er lýsing á ástandi um að vera undir of miklu álagi. 26. júlí 2018 20:15 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Innlent Fleiri fréttir Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Sjá meira
Greiðslur úr sjúkrasjóði BHM skertar Vegna mikillar fjölgunar umsókna í sjúkrasjóð Bandalags háskólamanna, BHM, telur stjórn sjóðsins óhjákvæmilegt að breytta úthlutunarreglum hans til að tryggja rekstur sjóðsins. 18. desember 2018 07:33
Veikindi tengd streitu og kulnun í starfi að aukast hér á landi Einkennin eru fyrst og fremst depurð, kvíði og svefntruflanir en kulnun er lýsing á ástandi um að vera undir of miklu álagi. 26. júlí 2018 20:15