Krefjast enn fimm milljarða dala til að byggja vegg Samúel Karl Ólason skrifar 17. desember 2018 21:05 Trump hefur sagt að hann muni stöðva rekstur um fjórðungs stjórnvalda Bandaríkjanna þar til hann fær fimm milljarða til að byggja vegg. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, starfsmenn hans og ráðgjafar eru tilbúnir til að gera hvað sem er til tryggja að veggur verði byggður á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Þar á meðal er að stöðva rekstur hluta alríkisstofnanna Bandaríkjanna með því að neita að skrifa undir ný fjárlög. Trump-liðar vilja minnst fimm milljarða dala til byggingar veggjarins en lítill stuðningur virðist fyrir því á þingi. Hvorki meðal Demókrata eða Repúblikana. Ekkert útlit er fyrir lausn á deilunni og því er útlit fyrir að hluta alríkisstofnanna verði lokað á föstudaginn. Þar á meðal Heimavarnarráðuneyti Bandaríkjanna, þjóðgarðar, landbúnaðarráðuneytið og samgönguráðuneytið. Stephen Miller, ráðgjafi Trump, sagði í sjónvarpsviðtali í gær að Hvíta húsið myndi gera hvað sem er til að ná sínu fram. Þar kæmi meðal annars til greina að stöðva rekstur stjórnvalda.Báðum deildum þingsins er enn stjórnað af Repúblikanaflokknum en forsvarsmenn flokksins eiga þó við ákveðinn vanda að stríða. Flokkurinn tapaði tugum þingmanna í kosningunum í síðasta mánuði og þeir þingmenn sem eru að missa störf sín og aðrir sem höfðu ákveðið að hætta, hafa sýnt því einkar lítinn áhuga hjálpa Trump að ná markmiði sínu og að taka þátt í atkvæðagreiðslum.Repúblikanar höfðu fengið Trump til að láta af kröfum sínum í kjölfar kosninganna í síðasta mánuði. Nú er Trump hins vegar harður á því að fá peninga svo hann geti staðið við kosningaloforð sitt um að byggja vegg. Í kosningabaráttunni lofaði Trump að Mexíkó myndi borga fyrir vegginn. Þeir neituðu hins vegar að borga. Þingið hefur lagt til að veita 1,6 milljörðum dala í aukið eftirlit á landamærunum og viðgerðir á grindverkum. Það er hins vegar tekið fram í frumvarpi þingsins að enginn hluti þeirrar fjárveitingar megi fara í byggingu veggjarins. Þingmenn eru, samkvæmt AP fréttaveitunni, sammála um að næsta skref þurfi að koma frá Hvíta húsinu. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mexíkó Norður-Ameríka Tengdar fréttir Þúsundir hafa dáið eða horfið á leið til Bandaríkjanna Margir þeirra voru á flótta frá ofbeldi og glæpum og urðu fórnarlömb þessa á leiðinni til betra lífs. 4. desember 2018 16:51 Stál í stál á þinginu og útlit fyrir lokun ríkisstofnana Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og þingmenn Repúblikanaflokksins, eiga nú í störukeppni við Demókrata í fulltrúadeildinni. 21. nóvember 2018 18:32 „Við vitum öll að hún týndi lífi sökum vægðarlausrar stefnu Trumps“ Jakelin Caal Maquin lést í haldi landamæravarða aðeins nokkrum klukkustundum eftir að hún kom ólöglega til Bandaríkjanna ásamt föður sínum. 16. desember 2018 20:50 Donald Trump íhugar að loka landamærunum að Mexíkó Forseti Bandaríkjanna segir ástandið í Tijuana stjórnlaust vegna flóttamannalestar. 23. nóvember 2018 07:00 Trump og Demókratar reyna að finna lausn á fjárlagadeilu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og leiðtogar Demókrataflokksins vinna nú að því að komast hjá því að loka þurfi hluta opinberra stofnanna. 11. desember 2018 12:41 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, starfsmenn hans og ráðgjafar eru tilbúnir til að gera hvað sem er til tryggja að veggur verði byggður á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Þar á meðal er að stöðva rekstur hluta alríkisstofnanna Bandaríkjanna með því að neita að skrifa undir ný fjárlög. Trump-liðar vilja minnst fimm milljarða dala til byggingar veggjarins en lítill stuðningur virðist fyrir því á þingi. Hvorki meðal Demókrata eða Repúblikana. Ekkert útlit er fyrir lausn á deilunni og því er útlit fyrir að hluta alríkisstofnanna verði lokað á föstudaginn. Þar á meðal Heimavarnarráðuneyti Bandaríkjanna, þjóðgarðar, landbúnaðarráðuneytið og samgönguráðuneytið. Stephen Miller, ráðgjafi Trump, sagði í sjónvarpsviðtali í gær að Hvíta húsið myndi gera hvað sem er til að ná sínu fram. Þar kæmi meðal annars til greina að stöðva rekstur stjórnvalda.Báðum deildum þingsins er enn stjórnað af Repúblikanaflokknum en forsvarsmenn flokksins eiga þó við ákveðinn vanda að stríða. Flokkurinn tapaði tugum þingmanna í kosningunum í síðasta mánuði og þeir þingmenn sem eru að missa störf sín og aðrir sem höfðu ákveðið að hætta, hafa sýnt því einkar lítinn áhuga hjálpa Trump að ná markmiði sínu og að taka þátt í atkvæðagreiðslum.Repúblikanar höfðu fengið Trump til að láta af kröfum sínum í kjölfar kosninganna í síðasta mánuði. Nú er Trump hins vegar harður á því að fá peninga svo hann geti staðið við kosningaloforð sitt um að byggja vegg. Í kosningabaráttunni lofaði Trump að Mexíkó myndi borga fyrir vegginn. Þeir neituðu hins vegar að borga. Þingið hefur lagt til að veita 1,6 milljörðum dala í aukið eftirlit á landamærunum og viðgerðir á grindverkum. Það er hins vegar tekið fram í frumvarpi þingsins að enginn hluti þeirrar fjárveitingar megi fara í byggingu veggjarins. Þingmenn eru, samkvæmt AP fréttaveitunni, sammála um að næsta skref þurfi að koma frá Hvíta húsinu.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mexíkó Norður-Ameríka Tengdar fréttir Þúsundir hafa dáið eða horfið á leið til Bandaríkjanna Margir þeirra voru á flótta frá ofbeldi og glæpum og urðu fórnarlömb þessa á leiðinni til betra lífs. 4. desember 2018 16:51 Stál í stál á þinginu og útlit fyrir lokun ríkisstofnana Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og þingmenn Repúblikanaflokksins, eiga nú í störukeppni við Demókrata í fulltrúadeildinni. 21. nóvember 2018 18:32 „Við vitum öll að hún týndi lífi sökum vægðarlausrar stefnu Trumps“ Jakelin Caal Maquin lést í haldi landamæravarða aðeins nokkrum klukkustundum eftir að hún kom ólöglega til Bandaríkjanna ásamt föður sínum. 16. desember 2018 20:50 Donald Trump íhugar að loka landamærunum að Mexíkó Forseti Bandaríkjanna segir ástandið í Tijuana stjórnlaust vegna flóttamannalestar. 23. nóvember 2018 07:00 Trump og Demókratar reyna að finna lausn á fjárlagadeilu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og leiðtogar Demókrataflokksins vinna nú að því að komast hjá því að loka þurfi hluta opinberra stofnanna. 11. desember 2018 12:41 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Sjá meira
Þúsundir hafa dáið eða horfið á leið til Bandaríkjanna Margir þeirra voru á flótta frá ofbeldi og glæpum og urðu fórnarlömb þessa á leiðinni til betra lífs. 4. desember 2018 16:51
Stál í stál á þinginu og útlit fyrir lokun ríkisstofnana Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og þingmenn Repúblikanaflokksins, eiga nú í störukeppni við Demókrata í fulltrúadeildinni. 21. nóvember 2018 18:32
„Við vitum öll að hún týndi lífi sökum vægðarlausrar stefnu Trumps“ Jakelin Caal Maquin lést í haldi landamæravarða aðeins nokkrum klukkustundum eftir að hún kom ólöglega til Bandaríkjanna ásamt föður sínum. 16. desember 2018 20:50
Donald Trump íhugar að loka landamærunum að Mexíkó Forseti Bandaríkjanna segir ástandið í Tijuana stjórnlaust vegna flóttamannalestar. 23. nóvember 2018 07:00
Trump og Demókratar reyna að finna lausn á fjárlagadeilu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og leiðtogar Demókrataflokksins vinna nú að því að komast hjá því að loka þurfi hluta opinberra stofnanna. 11. desember 2018 12:41
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent