Yfirvöld í Sádi-Arabíu hafa fordæmt ályktun öldungadeildar Bandaríkjaþings frá því í liðinni viku þar sem lagt er til að Bandaríkjamenn hætti stuðningi sínum við stríðið í Jemen, þar sem Sádar fara fremstir í flokki, í ljósi morðsins á blaðamanninum Jamal Khashoggi, sem flestir telja að fyrirskipað hafi verið af krónprinsi Sáda.
Utanríkisráðuneyti Sádí Arabíu sakar þingmennina um inngrip sem byggt sé á misskilningi og lygi, en krónprins Sáda segist ekkert hafa vitað um morðið á Khashoggi, sem þó var framið af útsendurum Sáda í sendiráði þeirra í Istanbúl.
Sádar fordæma ályktun öldungadeildarinnar

Tengdar fréttir

"Ég veit hvernig á að skera“
Þetta sagði Recep Tayyip Erdogan, Tyrklandsforseti, í dag en tyrknesk yfirvöld hafa deilt hljóðupptökunni með yfirvöldum í Bandaríkjunum og Evrópu.

Bandarískir þingmenn kjósa að afturkalla stuðning við Sáda í Jemen
Þetta var í fyrsta skipta sem deild Bandaríkjaþings nýtti sér heimild til að krefja forsetann um að draga herlið til baka frá átakasvæði.

Khashoggi og fleiri myrtir og fangelsaðir blaðamenn manneskjur ársins hjá Time
Tímaritið Time heiðrar blaðamenn sem sætt hafa kúgun í vali sínu á manneskju ársins 2018.