Eftirförin Guðrún Vilmundardóttir skrifar 13. desember 2018 08:00 Ég hef einu sinni veitt manneskju eftirför. Það var á þessum árstíma á menntaskólaárunum. Við vinkona mín höfðum verið á upplestrarkvöldi þar sem eftirlætis skáldkona okkar kom fram. Við vorum búnar að lesa nýútkomna bók hennar og vorum ákaflega hrifnar. Á okkur brann einhver spurning sem við þorðum þó ekki að bera upp fyrir fullum sal af fólki. Við brugðum því á það ráð að veita skáldkonunni eftirför. Spurningunni hef ég gleymt, en hugaræsingurinn sem fylgdi eftirförinni er ógleymanlegur. Taugakerfið var allt undir. Við vorum enn að smíða spurninguna, svo við héldum bókmenntalegar ráðstefnur inni í myrkum húsasundum á leiðinni, en máttum ekki missa skáldið úr augsýn. Eftirförin var eiginlega jafn spennandi og að spila bridds. Ég fór einu sinni á briddsnámskeið, og man ekki betur en kennaranum hafi þótt ég efnileg, en ákvað að láta af spilamennsku að námskeiði loknu. Mér kom nefnilega ekki dúr á auga næturnar eftir spilakvöldin því ég var að breyta um sögn og sjá fyrir mér ólíka möguleika í framvindu spilsins þar til dagur reis. Eftirförinni lauk raunar nokkuð snubbótt. Skáldkonan kom að heimili sínu á Njálsgötunni og fór inn án þess að við stöllur þyrðum að stoppa hana. Öllum þessum árum seinna finnst mér að við hefðum að minnsta kosti getað boðið gott kvöld og þakkað fyrir bókina, en við vorum á ráðstefnu um spurninguna í næsta húsasundi. Og spilaferlinum er lokið. En kannski hef ég náð að sameina áhugann á bókmenntum og briddsi með því að fá mér þægilega innivinnu sem bókaútgefandi. Tvö lauf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Sjá meira
Ég hef einu sinni veitt manneskju eftirför. Það var á þessum árstíma á menntaskólaárunum. Við vinkona mín höfðum verið á upplestrarkvöldi þar sem eftirlætis skáldkona okkar kom fram. Við vorum búnar að lesa nýútkomna bók hennar og vorum ákaflega hrifnar. Á okkur brann einhver spurning sem við þorðum þó ekki að bera upp fyrir fullum sal af fólki. Við brugðum því á það ráð að veita skáldkonunni eftirför. Spurningunni hef ég gleymt, en hugaræsingurinn sem fylgdi eftirförinni er ógleymanlegur. Taugakerfið var allt undir. Við vorum enn að smíða spurninguna, svo við héldum bókmenntalegar ráðstefnur inni í myrkum húsasundum á leiðinni, en máttum ekki missa skáldið úr augsýn. Eftirförin var eiginlega jafn spennandi og að spila bridds. Ég fór einu sinni á briddsnámskeið, og man ekki betur en kennaranum hafi þótt ég efnileg, en ákvað að láta af spilamennsku að námskeiði loknu. Mér kom nefnilega ekki dúr á auga næturnar eftir spilakvöldin því ég var að breyta um sögn og sjá fyrir mér ólíka möguleika í framvindu spilsins þar til dagur reis. Eftirförinni lauk raunar nokkuð snubbótt. Skáldkonan kom að heimili sínu á Njálsgötunni og fór inn án þess að við stöllur þyrðum að stoppa hana. Öllum þessum árum seinna finnst mér að við hefðum að minnsta kosti getað boðið gott kvöld og þakkað fyrir bókina, en við vorum á ráðstefnu um spurninguna í næsta húsasundi. Og spilaferlinum er lokið. En kannski hef ég náð að sameina áhugann á bókmenntum og briddsi með því að fá mér þægilega innivinnu sem bókaútgefandi. Tvö lauf.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar