Íhaldsmenn lýsa vantrausti á Theresu May Kjartan Kjartansson skrifar 12. desember 2018 07:55 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, er í kröppum dansi í eigin flokki. EPA/Andy Rain Þingmenn breska Íhaldsflokksins greiða atkvæði um formann flokksins í kvöld eftir að vantraust var lagt fram gegn Theresu May, forsætisráðherra og leiðtoga flokksins. Greiða átti atkvæði um útgöngusamning May í þinginu í gær en atkvæðagreiðslunni var frestað þegar ljóst var að hann yrði kolfelldur. Samkvæmt reglum Íhaldsflokksins geta 15% þingmanna flokksins krafist formannskjörs ef þeir skrifa formanni nefndar almennra íhaldsþingmanna bréf um að þeir lýsi vantrausti á leiðtogana. The Guardian segir að í það minnsta 48 bréf hafi borist. Harðlínumenn um Brexit eru afar ósáttir við samning hennar og vilja leiðtogann frá. BBC hefur eftir May að hún ætli að berjast gegn vantraustinu „með öllu því sem ég á til“. Að skipta um leiðtoga Íhaldsflokksins nú gæti stefnt framtíð landsins í hættu. „Nýr leiðtogi hefði ekki tíma til að semja upp á nýtt þannig ein af fyrstu aðgerðum hans væri að þurfa að framlengja eða draga til baka 50. greinina,“ sagði May við fréttamenn fyrir utan Downing-stræti 10 og vísaði þar til greinar Lissabonsáttmála Evrópusambandsins varðandi útgöngu ríkja. Atkvæðagreiðslan á að fara fram á milli klukkan 18 og 20 í dag. Atkvæði verða talin beint í kjölfarið og tilkynnt eins fljótt og auðið verður. Vinni May er ekki hægt að lýsa yfir vantrausti á hana aftur fyrr en eftir ár. Tapi hún fer fram önnur atkvæðagreiðsla þar sem hún getur ekki gefið kost á sér, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Til að halda velli þarf May stuðning að minnsta kosti 158 þingmanna Íhaldsflokksins. The Guardian segir að May gæti kosið að segja af sér sigri hún með litlum mun. May hefur verið leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra frá því skömmu eftir að Bretar kusu að yfirgefa Evrópusambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu sumarið 2016. Harðlínumenn í flokki hennar hafa gert henni lífið leitt vegna útgöngunnar úr Evrópusambandinu undanfarna mánuði og hefur fjöldi ráðherra og þingmanna sagt af sér vegna stefnu hennar um hvað taki við. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir May leitar á náðir ESB Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, er í erfiðri stöðu. 11. desember 2018 12:08 Corbyn ekki til í vantraust strax Leiðtogi Verkamannaflokksins leggur ekki fram vantrauststillögu fyrr en hann getur verið viss um meirihluta. Æ fleiri Íhaldsmenn snúast gegn Theresu May. Hún fór til Brussel í gær og ræddi við toppa ESB. 12. desember 2018 07:00 Allt í upplausn í Bretlandi Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, mætti fyrir breska þingið í gær og sagðist hafa aflýst atkvæðagreiðslu sem fram átti að fara í dag um samninginn sem náðst hefur við ESB um Brexit. 11. desember 2018 06:30 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Fleiri fréttir Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Sjá meira
Þingmenn breska Íhaldsflokksins greiða atkvæði um formann flokksins í kvöld eftir að vantraust var lagt fram gegn Theresu May, forsætisráðherra og leiðtoga flokksins. Greiða átti atkvæði um útgöngusamning May í þinginu í gær en atkvæðagreiðslunni var frestað þegar ljóst var að hann yrði kolfelldur. Samkvæmt reglum Íhaldsflokksins geta 15% þingmanna flokksins krafist formannskjörs ef þeir skrifa formanni nefndar almennra íhaldsþingmanna bréf um að þeir lýsi vantrausti á leiðtogana. The Guardian segir að í það minnsta 48 bréf hafi borist. Harðlínumenn um Brexit eru afar ósáttir við samning hennar og vilja leiðtogann frá. BBC hefur eftir May að hún ætli að berjast gegn vantraustinu „með öllu því sem ég á til“. Að skipta um leiðtoga Íhaldsflokksins nú gæti stefnt framtíð landsins í hættu. „Nýr leiðtogi hefði ekki tíma til að semja upp á nýtt þannig ein af fyrstu aðgerðum hans væri að þurfa að framlengja eða draga til baka 50. greinina,“ sagði May við fréttamenn fyrir utan Downing-stræti 10 og vísaði þar til greinar Lissabonsáttmála Evrópusambandsins varðandi útgöngu ríkja. Atkvæðagreiðslan á að fara fram á milli klukkan 18 og 20 í dag. Atkvæði verða talin beint í kjölfarið og tilkynnt eins fljótt og auðið verður. Vinni May er ekki hægt að lýsa yfir vantrausti á hana aftur fyrr en eftir ár. Tapi hún fer fram önnur atkvæðagreiðsla þar sem hún getur ekki gefið kost á sér, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Til að halda velli þarf May stuðning að minnsta kosti 158 þingmanna Íhaldsflokksins. The Guardian segir að May gæti kosið að segja af sér sigri hún með litlum mun. May hefur verið leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra frá því skömmu eftir að Bretar kusu að yfirgefa Evrópusambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu sumarið 2016. Harðlínumenn í flokki hennar hafa gert henni lífið leitt vegna útgöngunnar úr Evrópusambandinu undanfarna mánuði og hefur fjöldi ráðherra og þingmanna sagt af sér vegna stefnu hennar um hvað taki við.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir May leitar á náðir ESB Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, er í erfiðri stöðu. 11. desember 2018 12:08 Corbyn ekki til í vantraust strax Leiðtogi Verkamannaflokksins leggur ekki fram vantrauststillögu fyrr en hann getur verið viss um meirihluta. Æ fleiri Íhaldsmenn snúast gegn Theresu May. Hún fór til Brussel í gær og ræddi við toppa ESB. 12. desember 2018 07:00 Allt í upplausn í Bretlandi Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, mætti fyrir breska þingið í gær og sagðist hafa aflýst atkvæðagreiðslu sem fram átti að fara í dag um samninginn sem náðst hefur við ESB um Brexit. 11. desember 2018 06:30 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Fleiri fréttir Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Sjá meira
May leitar á náðir ESB Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, er í erfiðri stöðu. 11. desember 2018 12:08
Corbyn ekki til í vantraust strax Leiðtogi Verkamannaflokksins leggur ekki fram vantrauststillögu fyrr en hann getur verið viss um meirihluta. Æ fleiri Íhaldsmenn snúast gegn Theresu May. Hún fór til Brussel í gær og ræddi við toppa ESB. 12. desember 2018 07:00
Allt í upplausn í Bretlandi Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, mætti fyrir breska þingið í gær og sagðist hafa aflýst atkvæðagreiðslu sem fram átti að fara í dag um samninginn sem náðst hefur við ESB um Brexit. 11. desember 2018 06:30