Minnst fjórtán Rússar ræddu við Trump-liða í kosningabaráttunni Samúel Karl Ólason skrifar 11. desember 2018 11:00 Donald Trump og Vladimir Pútín. Getty/Chris McGrath Á meðan á kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016 stóðu yfir og þar til Trump tók við embætti forseta, settu minnst fjórtán rússneskir aðilar sig í samband við fjölskyldumeðlimi, starfsmenn og ráðgjafa Trump. Þar á meðal var sendiherra Rússlands, aðstoðarforsætisráðherra Rússlands, poppstjarna með tengingar við yfirvöld Rússlands, lögmaður með tengsl við yfirvöld Rússlands, fyrrverandi hermaður með tengsl við leyniþjónustu Rússlands og svo mætti lengi telja. Samskiptin voru fjölmörg og Trump-liðar hafa ítrekað verið gómaðir við að segja ósatt um samskipti sín við rússneska aðila.Einhverjir þeirra buðust til að hjálpa framboði hans. Aðrir buðust til að hjálpa fyrirtæki forsetans. Þá bárust einnig boð um upplýsingar sem kæmu niður á Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump og fjölmörg boð bárust Trump-liðum um fund á milli Trump og Vladimir Pútín, forseta Rússlands. Þetta hefur allt komið í ljós vegna Rússarannsóknarinnar svokölluðu sem leidd er af Robert Mueller, sérstökum rannsakanda Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna.Sjá einnig: Nornirnar fuðra upp á báli MuellerMarkmið rússarannsóknarinnar er margþætt. Í fyrsta lagi er henni ætlað að varpa ljósi á umfang afskipta Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Rannsakendum er einnig ætlað að komast að því hvort framboð Trump hafi starfað með yfirvöldum Rússlands í aðdraganda kosninganna og hvort að Trump hafi reynt að standa í vegi réttvísinnar og þá sérstaklega með því að reka James Comey, fyrrverandi forstjóra Alríkislögreglu Bandaríkjanna. Sá brottrekstur leiddi til þess að Mueller var skipaður í embætti.Neita og neita en raunin reynist önnur Þann 10. nóvember 2016, tveimur dögum eftir að Trump var kjörinn forseti, sagði Sergei Ryabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, við þarlenda fjölmiðla að fjölmargir Trump-liðar hefðu verið í samskiptum við yfirvöld Rússlands í kosningabaráttunni. Trump-liðar sögðu þetta kolrangt. Hope Hicks, þáverandi talskona Trump, sagði engan innan framboðsins hafa verið í samskiptum við erlenda aðila. Hún viðurkenndi svo fyrir þingmönnum að hún þyrfti stundum að ljúga fyrir Trump. Hún tók ekki fram nein sérstök tilfelli en sagðist „stundum þurfa að segja hvíta lygar“. Sjálfur sagði Trump, skömmu eftir að hann tók embættiseið í febrúar 2017, að hann hefði engin tengsl við Rússland. Eftir því sem hann best vissi væri enginn af hans fólki í samskiptum við nokkurn Rússa. Nú hefur til dæmis komið í ljós að á meðan á kosningabaráttunni stóð var Michael Cohen, þáverandi lögmaður Trump, að vinna fyrir Trump við að reyna að byggja hótel í Moskvu.Þá er vert að rifja upp fundinn í turni Trump í New York í júní 2016 þegar Trump yngri, Jared Kushner, tengdasonur forsetans, og Paul Manafort, þáverandi kosningastjóri Trump, funduðu með lögfræðingnum Natalia Veselnitskaya. Boðað var til þess fundar með tölvupóstum þar sem fram kom að Veselnitskaya var á vegum yfirvalda Rússlands og hún vildi koma upplýsingum um Hillary Clinton í hendur framboðs Trump. Þeir sem sóttu fundinn segja ekkert hafa komið út úr honum en nokkrir hafa sagt að Trump yngri hafi verið ákafur í því að fá hjálp Rússa. Sjálfur hefur Trump yngri sagt að fundurinn hafi verið tímasóun vegna þess að hann hafi ekki fengið neinar upplýsingar um Clinton.Washington Post hefur tekið saman samskipti Trump-liða við rússneska aðila og þeim hefur farið fjölgandi. Í fyrra var vitað til minnst níu aðila sem ræddu við Rússa í kosningabaráttunni. Þá sagði Ty Cobb, lögmaður Hvíta hússins, að öllum ætti að vera ljóst að um einstök tilvik væri að ræða og það væri eðlilegt fyrir kosningabaráttu. Núverandi lögmaður Hvíta hússins neitaði að tjá sig vegna nýjustu samantektar WP.Rætt var við aðila sem hafa starfað í öðrum ríkisstjórnum Bandaríkjanna og allir virðast sammála um að fjöldi samskipta þarna á milli sé óeðlilega mikill.Fjöldi og eðli samskipta óvenjulegt „Þetta er einstaklega óvenjulegt,“ segir Michael McFaul, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Rússlandi. Hann segir bæði fjölda samskipta og eðli þeirra vera óvenjulegt. Trevor Potter, sem vann fyrir forsetaframboð John McCain segist aldrei hafa heyrt af öðru eins. Potter bendir á að McCain hafi ferðast um allan heiminn sem öldungadeildarþingmaður. Allir fundir hans með erlendum ráðamönnum hafi hins vegar verið sóttir með ráðgjöf utanríkisráðuneytisins og þeir hafi snúið að ýmsum stefnumálum. Ekki einkamálum og ekki kosningamálum. Um helgina gerðist það að alríkissaksóknarar bendluðu Trump við glæpi með beinum hætti. Honum er gert að hafa skipað Michael Cohen, þáverandi lögmanni sínum, að brjóta kosningalög með því að greiða tveimur konum, Stormy Daniels og Karen McDougal, fyrir þögn þeirra í aðdraganda kosninganna 2016. Báðar konurnar segja Trump hafa haldið fram hjá Melaniu Trump með þeim á árum áður.Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Trump.AP/Julie JacobsonDómur verðu kvaðinn upp gegn Cohen vegna málsins í vikunni. Í næstu viku verður dómsuppkvaðning í máli Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump, sem laug um samskipti sín við rússneska aðila. Flynn laug að rannsakendum FBI um það hvort hann hafi rætt viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir gegn Rússum við Sergei Kislyak, sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum, í aðdraganda kosninganna. Hann laug einnig að Mike Pence, varaforseta Trump, og var rekinn nokkrum vikum síðar. Hann hefur starfað með rannsakendum Mueller og leggja þeir til að hann verði ekki dæmdur til fangelsisvistar vegna aðstoðarinnar. George Papadopoulos, sem starfaði innan framboðs Trump, vissi af því að Rússar sætu á upplýsingum sem kæmu niður á Demókrötum og Hillary Clinton áður en það var opinbert. Þá er Roger Stone, vinur Trump til langs tíma, til rannsóknar þar sem hann er sagður hafa vitað af því að Wikileaks ætlaði að birta tölvupósta sem útsendarar GRU, leyniþjónustu rússneska hersins, stálu úr tölvukerfi Landsnefndar Demókrataflokksins. Vitað er að Mueller hefur ákært 33 aðila og fyrirtæki. Þar af eru rússneskir útsendarar GRU sem eru sakaðir um að hafa stolið áðurnefndum tölvupóstum af Demókrötum og rússneskir aðilar sem sakaðir eru um afskipti af kosningunum og aðra glæpi.Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í PétursborgEins og AP fréttaveitan bendir á er enn óljóst hvort Trump-liðar hafi í raun starfað með yfirvöldum Rússlands í aðdraganda kosninganna. Það eru þó fjölmargar vísbendingar um að slíkt hafi gerst og þá kannski sérstaklega að Trump-liðar hafi verið meðvitaðir um að yfirvöld Rússlands væru að hjálpa þeim. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Rússarannsóknin Rússland Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Á meðan á kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016 stóðu yfir og þar til Trump tók við embætti forseta, settu minnst fjórtán rússneskir aðilar sig í samband við fjölskyldumeðlimi, starfsmenn og ráðgjafa Trump. Þar á meðal var sendiherra Rússlands, aðstoðarforsætisráðherra Rússlands, poppstjarna með tengingar við yfirvöld Rússlands, lögmaður með tengsl við yfirvöld Rússlands, fyrrverandi hermaður með tengsl við leyniþjónustu Rússlands og svo mætti lengi telja. Samskiptin voru fjölmörg og Trump-liðar hafa ítrekað verið gómaðir við að segja ósatt um samskipti sín við rússneska aðila.Einhverjir þeirra buðust til að hjálpa framboði hans. Aðrir buðust til að hjálpa fyrirtæki forsetans. Þá bárust einnig boð um upplýsingar sem kæmu niður á Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump og fjölmörg boð bárust Trump-liðum um fund á milli Trump og Vladimir Pútín, forseta Rússlands. Þetta hefur allt komið í ljós vegna Rússarannsóknarinnar svokölluðu sem leidd er af Robert Mueller, sérstökum rannsakanda Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna.Sjá einnig: Nornirnar fuðra upp á báli MuellerMarkmið rússarannsóknarinnar er margþætt. Í fyrsta lagi er henni ætlað að varpa ljósi á umfang afskipta Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Rannsakendum er einnig ætlað að komast að því hvort framboð Trump hafi starfað með yfirvöldum Rússlands í aðdraganda kosninganna og hvort að Trump hafi reynt að standa í vegi réttvísinnar og þá sérstaklega með því að reka James Comey, fyrrverandi forstjóra Alríkislögreglu Bandaríkjanna. Sá brottrekstur leiddi til þess að Mueller var skipaður í embætti.Neita og neita en raunin reynist önnur Þann 10. nóvember 2016, tveimur dögum eftir að Trump var kjörinn forseti, sagði Sergei Ryabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, við þarlenda fjölmiðla að fjölmargir Trump-liðar hefðu verið í samskiptum við yfirvöld Rússlands í kosningabaráttunni. Trump-liðar sögðu þetta kolrangt. Hope Hicks, þáverandi talskona Trump, sagði engan innan framboðsins hafa verið í samskiptum við erlenda aðila. Hún viðurkenndi svo fyrir þingmönnum að hún þyrfti stundum að ljúga fyrir Trump. Hún tók ekki fram nein sérstök tilfelli en sagðist „stundum þurfa að segja hvíta lygar“. Sjálfur sagði Trump, skömmu eftir að hann tók embættiseið í febrúar 2017, að hann hefði engin tengsl við Rússland. Eftir því sem hann best vissi væri enginn af hans fólki í samskiptum við nokkurn Rússa. Nú hefur til dæmis komið í ljós að á meðan á kosningabaráttunni stóð var Michael Cohen, þáverandi lögmaður Trump, að vinna fyrir Trump við að reyna að byggja hótel í Moskvu.Þá er vert að rifja upp fundinn í turni Trump í New York í júní 2016 þegar Trump yngri, Jared Kushner, tengdasonur forsetans, og Paul Manafort, þáverandi kosningastjóri Trump, funduðu með lögfræðingnum Natalia Veselnitskaya. Boðað var til þess fundar með tölvupóstum þar sem fram kom að Veselnitskaya var á vegum yfirvalda Rússlands og hún vildi koma upplýsingum um Hillary Clinton í hendur framboðs Trump. Þeir sem sóttu fundinn segja ekkert hafa komið út úr honum en nokkrir hafa sagt að Trump yngri hafi verið ákafur í því að fá hjálp Rússa. Sjálfur hefur Trump yngri sagt að fundurinn hafi verið tímasóun vegna þess að hann hafi ekki fengið neinar upplýsingar um Clinton.Washington Post hefur tekið saman samskipti Trump-liða við rússneska aðila og þeim hefur farið fjölgandi. Í fyrra var vitað til minnst níu aðila sem ræddu við Rússa í kosningabaráttunni. Þá sagði Ty Cobb, lögmaður Hvíta hússins, að öllum ætti að vera ljóst að um einstök tilvik væri að ræða og það væri eðlilegt fyrir kosningabaráttu. Núverandi lögmaður Hvíta hússins neitaði að tjá sig vegna nýjustu samantektar WP.Rætt var við aðila sem hafa starfað í öðrum ríkisstjórnum Bandaríkjanna og allir virðast sammála um að fjöldi samskipta þarna á milli sé óeðlilega mikill.Fjöldi og eðli samskipta óvenjulegt „Þetta er einstaklega óvenjulegt,“ segir Michael McFaul, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Rússlandi. Hann segir bæði fjölda samskipta og eðli þeirra vera óvenjulegt. Trevor Potter, sem vann fyrir forsetaframboð John McCain segist aldrei hafa heyrt af öðru eins. Potter bendir á að McCain hafi ferðast um allan heiminn sem öldungadeildarþingmaður. Allir fundir hans með erlendum ráðamönnum hafi hins vegar verið sóttir með ráðgjöf utanríkisráðuneytisins og þeir hafi snúið að ýmsum stefnumálum. Ekki einkamálum og ekki kosningamálum. Um helgina gerðist það að alríkissaksóknarar bendluðu Trump við glæpi með beinum hætti. Honum er gert að hafa skipað Michael Cohen, þáverandi lögmanni sínum, að brjóta kosningalög með því að greiða tveimur konum, Stormy Daniels og Karen McDougal, fyrir þögn þeirra í aðdraganda kosninganna 2016. Báðar konurnar segja Trump hafa haldið fram hjá Melaniu Trump með þeim á árum áður.Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Trump.AP/Julie JacobsonDómur verðu kvaðinn upp gegn Cohen vegna málsins í vikunni. Í næstu viku verður dómsuppkvaðning í máli Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump, sem laug um samskipti sín við rússneska aðila. Flynn laug að rannsakendum FBI um það hvort hann hafi rætt viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir gegn Rússum við Sergei Kislyak, sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum, í aðdraganda kosninganna. Hann laug einnig að Mike Pence, varaforseta Trump, og var rekinn nokkrum vikum síðar. Hann hefur starfað með rannsakendum Mueller og leggja þeir til að hann verði ekki dæmdur til fangelsisvistar vegna aðstoðarinnar. George Papadopoulos, sem starfaði innan framboðs Trump, vissi af því að Rússar sætu á upplýsingum sem kæmu niður á Demókrötum og Hillary Clinton áður en það var opinbert. Þá er Roger Stone, vinur Trump til langs tíma, til rannsóknar þar sem hann er sagður hafa vitað af því að Wikileaks ætlaði að birta tölvupósta sem útsendarar GRU, leyniþjónustu rússneska hersins, stálu úr tölvukerfi Landsnefndar Demókrataflokksins. Vitað er að Mueller hefur ákært 33 aðila og fyrirtæki. Þar af eru rússneskir útsendarar GRU sem eru sakaðir um að hafa stolið áðurnefndum tölvupóstum af Demókrötum og rússneskir aðilar sem sakaðir eru um afskipti af kosningunum og aðra glæpi.Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í PétursborgEins og AP fréttaveitan bendir á er enn óljóst hvort Trump-liðar hafi í raun starfað með yfirvöldum Rússlands í aðdraganda kosninganna. Það eru þó fjölmargar vísbendingar um að slíkt hafi gerst og þá kannski sérstaklega að Trump-liðar hafi verið meðvitaðir um að yfirvöld Rússlands væru að hjálpa þeim.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Rússarannsóknin Rússland Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira