Þetta reddast alls ekki Kjartann Hreinn Njálsson skrifar 11. desember 2018 08:00 Eftir atburði síðustu daga á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Póllandi liggur fyrir að ríkisstjórn Donalds Trump hefur ekki í hyggju að fylgjast með af hliðarlínunni meðan heimsbyggðin tekur höndum saman um aðgerðir til að stemma stigu við loftslagsbreytingum og losun gróðurhúsalofttegunda. Þvert á móti virðist staðreyndin vera sú að Trump og erindrekar Bandaríkjastjórnar ætla að beita sér markvisst gegn því að samstaða náist um þessi mikilvægu markmið og aðgerðir. Bandaríkin hafa stillt sér upp við hlið Rússlands, Sádi-Arabíu og Kúveit og freista þess nú að koma í veg fyrir að nýleg skýrsla milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál, sem varpaði ljósi á brýna þörf á að draga úr losun ef halda ætti hnattrænni hlýnun innan við 1,5 gráður, verði innleidd af krafti í þá samningagerð sem nú stendur yfir í Póllandi. Löndin fjögur eru öll annaðhvort, eða hvort tveggja, stórnotendur eða stórframleiðendur á jarðefnaeldsneyti. Við finnum nú þegar fyrir áhrifum loftslagsbreytinga, og þau áhrif munu magnast á hverju ári í fyrirsjáanlegri framtíð. Þessi staðreynd er engum dulin, ekki einu sinni Bandaríkjaforseta eða kollega hans í Moskvu. Fulltrúar Rússlands og Bandaríkjanna hafa tekið meðvitaða ákvörðun um að virða velferð og framtíð þegna sinna að vettugi með því að hampa frekar hinu óbreytta ástandi. Þeir vita auðvitað að þeir verða ekki til staðar þegar til kastanna kemur; þegar áskoranir og erfiðleikar umbreytast í óviðráðanlegar hörmungar. Við fengum nasasjón af einni birtingarmynd þessara hörmunga í Póllandi í gær þegar hópur fjárfesta, sem saman sýsla með fjármuni sem nema 32 trilljónum Bandaríkjadala, varaði við því að án markvissra aðgerða til að draga úr kolabruna og losun gróðurhúsalofttegunda muni efnahagskreppa að líkindum skella á heimsbyggðinni sem verður margfalt dýpri en sú sem reið yfir árið 2008. Þessi kreppa verður þó ekki aðeins af efnahagslegum toga. Kreppa þessi mun raungerast í loftslagsbreytingum sem ógna bæði velferð allra jarðarbúa og þeim lífkerfum sem síðustu árþúsundir hafa staðið í viðkvæmu en nægilega stöðugu jafnvægi til að gefa okkur tækifæri til að blómstra sem tegund. Loftslagsmálin eru flókið og oft yfirþyrmandi umfjöllunarefni. Að upplifa doða eða uppgjöf frammi fyrir svo risavöxnu vandamáli eru eðlileg viðbrögð. Í aldanna rás hefur maðurinn tileinkað sér það skynsamlega viðhorf að læra af reynslunni, því miður er það svo að í tilfelli loftslagsbreytinga höfum við hvorki efni á né tíma til að taka mið af fortíðinni. Hins vegar vill svo heppilega til að á krefjandi tímum sem þessum höfum við nú, í krafti vísinda, samstöðu og mannúðar, tækifæri til að bregðast við og taka af skarið áður en það verður of seint. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Eftir atburði síðustu daga á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Póllandi liggur fyrir að ríkisstjórn Donalds Trump hefur ekki í hyggju að fylgjast með af hliðarlínunni meðan heimsbyggðin tekur höndum saman um aðgerðir til að stemma stigu við loftslagsbreytingum og losun gróðurhúsalofttegunda. Þvert á móti virðist staðreyndin vera sú að Trump og erindrekar Bandaríkjastjórnar ætla að beita sér markvisst gegn því að samstaða náist um þessi mikilvægu markmið og aðgerðir. Bandaríkin hafa stillt sér upp við hlið Rússlands, Sádi-Arabíu og Kúveit og freista þess nú að koma í veg fyrir að nýleg skýrsla milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál, sem varpaði ljósi á brýna þörf á að draga úr losun ef halda ætti hnattrænni hlýnun innan við 1,5 gráður, verði innleidd af krafti í þá samningagerð sem nú stendur yfir í Póllandi. Löndin fjögur eru öll annaðhvort, eða hvort tveggja, stórnotendur eða stórframleiðendur á jarðefnaeldsneyti. Við finnum nú þegar fyrir áhrifum loftslagsbreytinga, og þau áhrif munu magnast á hverju ári í fyrirsjáanlegri framtíð. Þessi staðreynd er engum dulin, ekki einu sinni Bandaríkjaforseta eða kollega hans í Moskvu. Fulltrúar Rússlands og Bandaríkjanna hafa tekið meðvitaða ákvörðun um að virða velferð og framtíð þegna sinna að vettugi með því að hampa frekar hinu óbreytta ástandi. Þeir vita auðvitað að þeir verða ekki til staðar þegar til kastanna kemur; þegar áskoranir og erfiðleikar umbreytast í óviðráðanlegar hörmungar. Við fengum nasasjón af einni birtingarmynd þessara hörmunga í Póllandi í gær þegar hópur fjárfesta, sem saman sýsla með fjármuni sem nema 32 trilljónum Bandaríkjadala, varaði við því að án markvissra aðgerða til að draga úr kolabruna og losun gróðurhúsalofttegunda muni efnahagskreppa að líkindum skella á heimsbyggðinni sem verður margfalt dýpri en sú sem reið yfir árið 2008. Þessi kreppa verður þó ekki aðeins af efnahagslegum toga. Kreppa þessi mun raungerast í loftslagsbreytingum sem ógna bæði velferð allra jarðarbúa og þeim lífkerfum sem síðustu árþúsundir hafa staðið í viðkvæmu en nægilega stöðugu jafnvægi til að gefa okkur tækifæri til að blómstra sem tegund. Loftslagsmálin eru flókið og oft yfirþyrmandi umfjöllunarefni. Að upplifa doða eða uppgjöf frammi fyrir svo risavöxnu vandamáli eru eðlileg viðbrögð. Í aldanna rás hefur maðurinn tileinkað sér það skynsamlega viðhorf að læra af reynslunni, því miður er það svo að í tilfelli loftslagsbreytinga höfum við hvorki efni á né tíma til að taka mið af fortíðinni. Hins vegar vill svo heppilega til að á krefjandi tímum sem þessum höfum við nú, í krafti vísinda, samstöðu og mannúðar, tækifæri til að bregðast við og taka af skarið áður en það verður of seint.
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun