Hvað er jafnlaunavottun? Guðmundur Sigbergsson skrifar 10. desember 2018 10:16 Síðustu misseri hefur mikið verið fjallað um jafnlaunavottun en umfjöllunin hefur snúist í miklu meiri mæli um jafnlaunakerfin en ekki hina eiginlegu vottun. Vottun stjórnunarkerfa er jákvæð niðurstaða samræmismats, sem er aðferðarfræði við að staðfesta að stjórnunarkerfi uppfylli tilgreindar staðalbundnar kröfur. Í samræmismati er leitast við að sýna fram á að tilgreindar kröfur staðla séu uppfylltar eða ekki í útfærslu atvinnurekenda á viðkomandi stjórnunarkerfi. Til framkvæmdar vottana eru gerðar mjög strangar kröfur en þeim er m.a. ætlað að tryggja samræmda framkvæmd og að vottanir séu ekki veittar nema að kröfur séu uppfylltar. Jafnlaunakerfi er stjórnunarkerfi og jafnlaunavottun er staðfesting á að jafnlaunakerfi uppfylli kröfur staðalsins ÍST 85:2012 Jafnlaunakerfi – Kröfur og leiðbeiningar. Til vottunarstofa eru gerðar strangar kröfur sem lúta m.a. að óhæði, hlutleysi, trúnaði, upplýsingagjöf, ábyrgð, hæfni, viðbrögðum við kvörtunum og áhættumiðaðri nálgun aðgerða. Aðalmarkmið vottunar er að veita hagsmunaaðilum traust á því að stjórnunarkerfi uppfylli tilgreindar kröfur viðkomandi stjórnunarkerfis. Gildi vottunarinnar er þannig byggt á trúverðugleika hennar sem grundvallast á hæfni, getu og óhæði þess sem vottunina veitir. Til þess að tryggja að vottunarstofur sem framkvæma samræmismat uppfylli þær kröfur sem gerðar eru til þeirra afla þær sér faggildingar hjá til þess bærum opinberum aðila, t.d. faggildingarsviðs Einkaleyfastofu (ISAC). Faggilding er eins konar vottun fyrir vottunarstofur en faggilding staðfestir að vottunarstofa starfi í samræmi við kröfur ÍST EN ISO 17021-1:2015 Samræmismat – Kröfur til stofnana sem annast úttektir og vottun stjórnunarkerfa. Faggilding er jafnframt alltaf afmörkuð við tiltekin svið. Fyrir jafnlaunakerfi er sérstök faggilding veitt í vottunum þeirra sem staðfestir að hæfni og sérþekking sé til staðar hjá vottunarstofu á jafnlaunakerfum. Sá sem veitir faggildinguna hefur svo reglubundið eftirlit með að framkvæmd vottunarstofunnar sé í samræmi við kröfur. Eins og staðan er í dag hefur engin vottunarstofa hlotið faggildingu í vottunum jafnlaunakerfa. Hingað til hafa vottanir jafnlaunakerfa aðeins verið veittar á grundvelli undanþáguákvæðis í reglugerð um vottun á jafnlaunakerfum, sem rennur úr gildi í lok árs 2019. Þær vottanir eru ekki faggiltar en grundvallast á því að viðkomandi aðilar sem veita vottun geti sýnt fram á faggildingu í vottunum annarra stjórnunarkerfisstaðla. Í þessu fyrirkomulagi felst að eftirlit með þeim aðilum er ekkert af hálfu faggildingarsviðs Einkaleyfastofu, sem hefur enga aðkomu að framkvæmd þeirrra sem veita vottanir á jafnlaunakerfum í dag á grundvelli framangreindrar undanþágu. Þriðjudaginn 4. desember sl. tók gildi breyting á reglugerðinni. Í breytingunni felst að vottunarstofur sem lokið hafa ákveðnum skrefum í faggildingarferli hjá faggildingarsviði Einkaleyfastofu í vottunum jafnlaunakerfa teljast uppfylla hæfniskröfur. Breytingin er mjög jákvæð til framtíðar litið þar sem hún bæði greiðir götu nýrra vottunaraðila inn á markaðinn og tryggir aðkomu faggildingarsviðs að jafnlaunavottun. Það mun jafnframt einfalda faggildingarferlið hjá þeim vottunarstofum sem vilja afla sér faggildingar í vottunum jafnlaunakerfa. Vonandi leiðir breytingin líka til þess að fyrirtæki og stofnanir sjái mikilvægi þess að öðlast vottun frá aðila sem háður er opinberu eftirliti og sem uppfyllir kröfur sem gerðar eru til faggiltra vottunarstofa. Hins vegar stendur eftir sú spurning hvernig stjórnvöld ætla að tryggja að vottanir þeirra sem starfa á grundvelli undanþágunnar uppfylli kröfur sem gerðar eru til vottunarstofa. Lögfesting jafnlaunavottunar er einstök á heimsvísu en aldrei hefur stjórnunarkerfisstaðli verið beitt á þann hátt sem gert er í jafnlaunavottun. Mörg lönd líta til Íslands að þessu leyti, hvernig framkvæmd jafnlaunavottunar gengur þegar þau taka ákvörðun um hvort sambærilegum aðferðum verði beitt til að stuðla að launajafnrétti kvenna og karla. Ábyrgð stjórnvalda er því mikil í að tryggja að vel takist til við framkvæmd jafnlaunavottunar og að markmiðinu að baki henni verði náð, þ.e. að tryggja að grundvallarmannréttindum, lagaskyldu og þjóðréttarskuldbindingum sé framfylgt og komið verði á launajafnrétti kvenna og karla. Til þess að árangur náist þarf framkvæmd vottana að vera í samræmi við kröfur og að faggildingarsvið hafi yfirsýn yfir málaflokkinn frá öllum hliðum.Höfundur er framkvæmdastjóri vottunarstofunnar iCert Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Sigbergsson Mest lesið Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Sjá meira
Síðustu misseri hefur mikið verið fjallað um jafnlaunavottun en umfjöllunin hefur snúist í miklu meiri mæli um jafnlaunakerfin en ekki hina eiginlegu vottun. Vottun stjórnunarkerfa er jákvæð niðurstaða samræmismats, sem er aðferðarfræði við að staðfesta að stjórnunarkerfi uppfylli tilgreindar staðalbundnar kröfur. Í samræmismati er leitast við að sýna fram á að tilgreindar kröfur staðla séu uppfylltar eða ekki í útfærslu atvinnurekenda á viðkomandi stjórnunarkerfi. Til framkvæmdar vottana eru gerðar mjög strangar kröfur en þeim er m.a. ætlað að tryggja samræmda framkvæmd og að vottanir séu ekki veittar nema að kröfur séu uppfylltar. Jafnlaunakerfi er stjórnunarkerfi og jafnlaunavottun er staðfesting á að jafnlaunakerfi uppfylli kröfur staðalsins ÍST 85:2012 Jafnlaunakerfi – Kröfur og leiðbeiningar. Til vottunarstofa eru gerðar strangar kröfur sem lúta m.a. að óhæði, hlutleysi, trúnaði, upplýsingagjöf, ábyrgð, hæfni, viðbrögðum við kvörtunum og áhættumiðaðri nálgun aðgerða. Aðalmarkmið vottunar er að veita hagsmunaaðilum traust á því að stjórnunarkerfi uppfylli tilgreindar kröfur viðkomandi stjórnunarkerfis. Gildi vottunarinnar er þannig byggt á trúverðugleika hennar sem grundvallast á hæfni, getu og óhæði þess sem vottunina veitir. Til þess að tryggja að vottunarstofur sem framkvæma samræmismat uppfylli þær kröfur sem gerðar eru til þeirra afla þær sér faggildingar hjá til þess bærum opinberum aðila, t.d. faggildingarsviðs Einkaleyfastofu (ISAC). Faggilding er eins konar vottun fyrir vottunarstofur en faggilding staðfestir að vottunarstofa starfi í samræmi við kröfur ÍST EN ISO 17021-1:2015 Samræmismat – Kröfur til stofnana sem annast úttektir og vottun stjórnunarkerfa. Faggilding er jafnframt alltaf afmörkuð við tiltekin svið. Fyrir jafnlaunakerfi er sérstök faggilding veitt í vottunum þeirra sem staðfestir að hæfni og sérþekking sé til staðar hjá vottunarstofu á jafnlaunakerfum. Sá sem veitir faggildinguna hefur svo reglubundið eftirlit með að framkvæmd vottunarstofunnar sé í samræmi við kröfur. Eins og staðan er í dag hefur engin vottunarstofa hlotið faggildingu í vottunum jafnlaunakerfa. Hingað til hafa vottanir jafnlaunakerfa aðeins verið veittar á grundvelli undanþáguákvæðis í reglugerð um vottun á jafnlaunakerfum, sem rennur úr gildi í lok árs 2019. Þær vottanir eru ekki faggiltar en grundvallast á því að viðkomandi aðilar sem veita vottun geti sýnt fram á faggildingu í vottunum annarra stjórnunarkerfisstaðla. Í þessu fyrirkomulagi felst að eftirlit með þeim aðilum er ekkert af hálfu faggildingarsviðs Einkaleyfastofu, sem hefur enga aðkomu að framkvæmd þeirrra sem veita vottanir á jafnlaunakerfum í dag á grundvelli framangreindrar undanþágu. Þriðjudaginn 4. desember sl. tók gildi breyting á reglugerðinni. Í breytingunni felst að vottunarstofur sem lokið hafa ákveðnum skrefum í faggildingarferli hjá faggildingarsviði Einkaleyfastofu í vottunum jafnlaunakerfa teljast uppfylla hæfniskröfur. Breytingin er mjög jákvæð til framtíðar litið þar sem hún bæði greiðir götu nýrra vottunaraðila inn á markaðinn og tryggir aðkomu faggildingarsviðs að jafnlaunavottun. Það mun jafnframt einfalda faggildingarferlið hjá þeim vottunarstofum sem vilja afla sér faggildingar í vottunum jafnlaunakerfa. Vonandi leiðir breytingin líka til þess að fyrirtæki og stofnanir sjái mikilvægi þess að öðlast vottun frá aðila sem háður er opinberu eftirliti og sem uppfyllir kröfur sem gerðar eru til faggiltra vottunarstofa. Hins vegar stendur eftir sú spurning hvernig stjórnvöld ætla að tryggja að vottanir þeirra sem starfa á grundvelli undanþágunnar uppfylli kröfur sem gerðar eru til vottunarstofa. Lögfesting jafnlaunavottunar er einstök á heimsvísu en aldrei hefur stjórnunarkerfisstaðli verið beitt á þann hátt sem gert er í jafnlaunavottun. Mörg lönd líta til Íslands að þessu leyti, hvernig framkvæmd jafnlaunavottunar gengur þegar þau taka ákvörðun um hvort sambærilegum aðferðum verði beitt til að stuðla að launajafnrétti kvenna og karla. Ábyrgð stjórnvalda er því mikil í að tryggja að vel takist til við framkvæmd jafnlaunavottunar og að markmiðinu að baki henni verði náð, þ.e. að tryggja að grundvallarmannréttindum, lagaskyldu og þjóðréttarskuldbindingum sé framfylgt og komið verði á launajafnrétti kvenna og karla. Til þess að árangur náist þarf framkvæmd vottana að vera í samræmi við kröfur og að faggildingarsvið hafi yfirsýn yfir málaflokkinn frá öllum hliðum.Höfundur er framkvæmdastjóri vottunarstofunnar iCert
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun