"Ég get ekki andað“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. desember 2018 08:49 Jamal Khashoggi fæddist í borginni Medina í Sádi-Arabíu árið 1958. vísir/getty „Ég get ekki andað“. Þau eru sögð hinstu orð sádiarabíska blaðamannsins Jamals Khashoggi áður en hann var myrtur á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl. Bandaríska fréttastofan CNN hefur þetta eftir heimildarmanni sínum. Khashoggi var myrtur þann 2. október síðastliðinn en tyrknesk yfirvöld halda því fram að yfirvöld í Sádi-Arabíu hafi skipulagt morðið. Khashoggi hafði verið afar gagnrýninn á stjórnarhætti í heimalandi sínu. Heimildarmaður CNN er sagður viðriðinn rannsókn á morðinu á Khashoggi. Hann hafi jafnframt lesið handrit af hljóðupptöku á morðinu og segir augljóst að um þaulskipulagða aðgerð hafi verið að ræða.Ráðlagt að hlusta á tónlist til að dempa hljóðið í söginni Á hljóðupptökunni, sem hefst þegar Khashoggi stígur inn á ræðisskrifstofuna, heyrist Khashoggi í átökum við hóp manna. Þá á hann að hafa sagt þrisvar stundarhátt „Ég get ekki andað“, sem jafnframt voru síðustu orð blaðamannsins áður en morðingjarnir réðu honum bana. Á upptökunni má einnig heyra þegar líkami Khashoggis var bútaður niður með sög og er morðingjunum ráðlagt að hlusta á tónlist til að dempa hljóðið. Þeir eiga einnig að hafa hringt símtöl til að upplýsa aðila á hinni línunni um gang mála. Samkvæmt frétt CNN er handritið upprunnið hjá tyrknesku leyniþjónustunni. Heimildarmaðurinn er jafnframt sagður hafa lesið þýdda útgáfu af því. Hér má nálgast ítarlega umfjöllun CNN um handritið. Ellefu hafa verið ákærðir í Sádí Arabíu fyrir morðið. Greint var frá því í gær að utanríkisráðherra Sáda hefði útilokað að mennirnir yrðu framseldir til Tyrklands. Mið-Austurlönd Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Tengdar fréttir Forstjóri CIA kemur fyrir Bandaríkjaþing vegna morðsins á Khashoggi Gina Haspel, forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA, mun í dag koma fyrir Bandaríkjaþing og gefa skýrslu um morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi. 4. desember 2018 08:45 Krónsprins Sáda „kolklikkaður“ að mati öldungardeildarþingmanns Hópur öldungardeildarþingmanna í Bandaríkjunum segist fullviss um að Mohammed bin Salman, krónprins Sádí-Arabíu, tengist morðinu á blaðamanninum Jamal Kashoggi á einhvern hátt. 4. desember 2018 19:30 Sádar ætla ekki að framselja þá sem myrtu Khashoggi Adel al-Jubei, utanríkisráðherra Sádí-Arabíu hefur útilokað að mennirnir sem grunaðir eru um morðið á Jamal Khashoggi verði framseldir til Tyrklands. 9. desember 2018 22:05 Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira
„Ég get ekki andað“. Þau eru sögð hinstu orð sádiarabíska blaðamannsins Jamals Khashoggi áður en hann var myrtur á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl. Bandaríska fréttastofan CNN hefur þetta eftir heimildarmanni sínum. Khashoggi var myrtur þann 2. október síðastliðinn en tyrknesk yfirvöld halda því fram að yfirvöld í Sádi-Arabíu hafi skipulagt morðið. Khashoggi hafði verið afar gagnrýninn á stjórnarhætti í heimalandi sínu. Heimildarmaður CNN er sagður viðriðinn rannsókn á morðinu á Khashoggi. Hann hafi jafnframt lesið handrit af hljóðupptöku á morðinu og segir augljóst að um þaulskipulagða aðgerð hafi verið að ræða.Ráðlagt að hlusta á tónlist til að dempa hljóðið í söginni Á hljóðupptökunni, sem hefst þegar Khashoggi stígur inn á ræðisskrifstofuna, heyrist Khashoggi í átökum við hóp manna. Þá á hann að hafa sagt þrisvar stundarhátt „Ég get ekki andað“, sem jafnframt voru síðustu orð blaðamannsins áður en morðingjarnir réðu honum bana. Á upptökunni má einnig heyra þegar líkami Khashoggis var bútaður niður með sög og er morðingjunum ráðlagt að hlusta á tónlist til að dempa hljóðið. Þeir eiga einnig að hafa hringt símtöl til að upplýsa aðila á hinni línunni um gang mála. Samkvæmt frétt CNN er handritið upprunnið hjá tyrknesku leyniþjónustunni. Heimildarmaðurinn er jafnframt sagður hafa lesið þýdda útgáfu af því. Hér má nálgast ítarlega umfjöllun CNN um handritið. Ellefu hafa verið ákærðir í Sádí Arabíu fyrir morðið. Greint var frá því í gær að utanríkisráðherra Sáda hefði útilokað að mennirnir yrðu framseldir til Tyrklands.
Mið-Austurlönd Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Tengdar fréttir Forstjóri CIA kemur fyrir Bandaríkjaþing vegna morðsins á Khashoggi Gina Haspel, forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA, mun í dag koma fyrir Bandaríkjaþing og gefa skýrslu um morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi. 4. desember 2018 08:45 Krónsprins Sáda „kolklikkaður“ að mati öldungardeildarþingmanns Hópur öldungardeildarþingmanna í Bandaríkjunum segist fullviss um að Mohammed bin Salman, krónprins Sádí-Arabíu, tengist morðinu á blaðamanninum Jamal Kashoggi á einhvern hátt. 4. desember 2018 19:30 Sádar ætla ekki að framselja þá sem myrtu Khashoggi Adel al-Jubei, utanríkisráðherra Sádí-Arabíu hefur útilokað að mennirnir sem grunaðir eru um morðið á Jamal Khashoggi verði framseldir til Tyrklands. 9. desember 2018 22:05 Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira
Forstjóri CIA kemur fyrir Bandaríkjaþing vegna morðsins á Khashoggi Gina Haspel, forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA, mun í dag koma fyrir Bandaríkjaþing og gefa skýrslu um morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi. 4. desember 2018 08:45
Krónsprins Sáda „kolklikkaður“ að mati öldungardeildarþingmanns Hópur öldungardeildarþingmanna í Bandaríkjunum segist fullviss um að Mohammed bin Salman, krónprins Sádí-Arabíu, tengist morðinu á blaðamanninum Jamal Kashoggi á einhvern hátt. 4. desember 2018 19:30
Sádar ætla ekki að framselja þá sem myrtu Khashoggi Adel al-Jubei, utanríkisráðherra Sádí-Arabíu hefur útilokað að mennirnir sem grunaðir eru um morðið á Jamal Khashoggi verði framseldir til Tyrklands. 9. desember 2018 22:05