Segir dauðsföll barna við landamærin vera Demókrötum að kenna Sylvía Hall skrifar 29. desember 2018 21:51 Trump segir börnin tvö sem létust í umsjá landamærayfirvalda í desember hafa verið veik fyrir. Getty/Bloomberg Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það vera Demókrötum að kenna að börn skuli deyja við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Þetta fullyrti forsetinn í Twitter-færslu fyrr í kvöld. Tvö börn hafa látið lífið í umsjá bandarískra landamærayfirvalda í desember, nú síðast á jólanótt. Þá lést hinn átta ára gamli Felipe Alonzo-Gomez í umsjá þeirra sama kvöld og drengurinn hafði verið útskrifaður af sjúkrahúsi með „dæmigert kvef og hita“. Fyrr í mánuðinum lést hin sjö ára gamla Jakelin Caal Maquin vegna ofþornunar.Any deaths of children or others at the Border are strictly the fault of the Democrats and their pathetic immigration policies that allow people to make the long trek thinking they can enter our country illegally. They can’t. If we had a Wall, they wouldn’t even try! The two..... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) 29 December 2018 „Öll dauðsföll barna eða annarra við landamærin eru Demókrötum að kenna og þeirra aumkunarverðu innflytjendastefnu sem telur fólki trú um að það geti gengið hingað og komið inn í landið ólöglega,“ skrifaði forsetinn og sagði slíkt ekki myndu gerast ef múr yrði reistur á landamærunum. Þá segir segir forsetinn börnin sem um ræðir hafa verið mjög veik þegar þau voru afhent landamærayfirvöldum. Hann segir föður stúlkunnar sjálfan hafa sagt það ekki vera þeim að kenna þar sem hann hafði ekki gefið henni vatn í einhverja daga....children in question were very sick before they were given over to Border Patrol. The father of the young girl said it was not their fault, he hadn’t given her water in days. Border Patrol needs the Wall and it will all end. They are working so hard & getting so little credit! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) 29 December 2018 Þetta skýtur skökku við frásögn fjölskyldu stúlkunnar á blaðamannafundi eftir dauðsfall hennar þar sem þau sögðu stúlkuna hafa verið við góða heilsu við komuna til Bandaríkjanna. „Landamærayfirvöld þurfa múrinn og þá endar þetta allt saman. Þau vinna baki brotnu og fá lítið hrós fyrir,“ skrifaði forsetinn. Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Mið-Ameríka Norður-Ameríka Tengdar fréttir Framkvæma læknisskoðanir eftir dauða tveggja barna 26. desember 2018 19:12 Sjö ára stúlka lést í haldi landamærayfirvalda Sjö ára gömul stúlka sem reynt hafði ásamt föður sínum að komast ólöglega yfir landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna lést nokkrum klukkustundum eftir að hafa verið hneppt í varðhald, þegar tilraunin mistókst. 14. desember 2018 07:59 Annað barn lætur lífið í umsjá landamærayfirvalda Fyrr í mánuðinum lést hin sjö ára gamla Jakelin Caal Maquin vegna ofþornunar í umsjá landamærayfirvalda. 26. desember 2018 14:39 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það vera Demókrötum að kenna að börn skuli deyja við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Þetta fullyrti forsetinn í Twitter-færslu fyrr í kvöld. Tvö börn hafa látið lífið í umsjá bandarískra landamærayfirvalda í desember, nú síðast á jólanótt. Þá lést hinn átta ára gamli Felipe Alonzo-Gomez í umsjá þeirra sama kvöld og drengurinn hafði verið útskrifaður af sjúkrahúsi með „dæmigert kvef og hita“. Fyrr í mánuðinum lést hin sjö ára gamla Jakelin Caal Maquin vegna ofþornunar.Any deaths of children or others at the Border are strictly the fault of the Democrats and their pathetic immigration policies that allow people to make the long trek thinking they can enter our country illegally. They can’t. If we had a Wall, they wouldn’t even try! The two..... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) 29 December 2018 „Öll dauðsföll barna eða annarra við landamærin eru Demókrötum að kenna og þeirra aumkunarverðu innflytjendastefnu sem telur fólki trú um að það geti gengið hingað og komið inn í landið ólöglega,“ skrifaði forsetinn og sagði slíkt ekki myndu gerast ef múr yrði reistur á landamærunum. Þá segir segir forsetinn börnin sem um ræðir hafa verið mjög veik þegar þau voru afhent landamærayfirvöldum. Hann segir föður stúlkunnar sjálfan hafa sagt það ekki vera þeim að kenna þar sem hann hafði ekki gefið henni vatn í einhverja daga....children in question were very sick before they were given over to Border Patrol. The father of the young girl said it was not their fault, he hadn’t given her water in days. Border Patrol needs the Wall and it will all end. They are working so hard & getting so little credit! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) 29 December 2018 Þetta skýtur skökku við frásögn fjölskyldu stúlkunnar á blaðamannafundi eftir dauðsfall hennar þar sem þau sögðu stúlkuna hafa verið við góða heilsu við komuna til Bandaríkjanna. „Landamærayfirvöld þurfa múrinn og þá endar þetta allt saman. Þau vinna baki brotnu og fá lítið hrós fyrir,“ skrifaði forsetinn.
Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Mið-Ameríka Norður-Ameríka Tengdar fréttir Framkvæma læknisskoðanir eftir dauða tveggja barna 26. desember 2018 19:12 Sjö ára stúlka lést í haldi landamærayfirvalda Sjö ára gömul stúlka sem reynt hafði ásamt föður sínum að komast ólöglega yfir landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna lést nokkrum klukkustundum eftir að hafa verið hneppt í varðhald, þegar tilraunin mistókst. 14. desember 2018 07:59 Annað barn lætur lífið í umsjá landamærayfirvalda Fyrr í mánuðinum lést hin sjö ára gamla Jakelin Caal Maquin vegna ofþornunar í umsjá landamærayfirvalda. 26. desember 2018 14:39 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Sjö ára stúlka lést í haldi landamærayfirvalda Sjö ára gömul stúlka sem reynt hafði ásamt föður sínum að komast ólöglega yfir landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna lést nokkrum klukkustundum eftir að hafa verið hneppt í varðhald, þegar tilraunin mistókst. 14. desember 2018 07:59
Annað barn lætur lífið í umsjá landamærayfirvalda Fyrr í mánuðinum lést hin sjö ára gamla Jakelin Caal Maquin vegna ofþornunar í umsjá landamærayfirvalda. 26. desember 2018 14:39