Spilling á þingi Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 27. desember 2018 08:00 Nýleg könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands um viðhorf þjóðarinnar til alþingismanna og spillingar sýnir að 65 prósent landsmanna telja að margir eða nánast allir þingmenn landsins séu viðriðnir spillingu. Einungis tvö prósent landsmanna telja svo að segja enga þingmenn vera spillta. Þessi niðurstaða ætti að vera alþingismönnum áfall, allavega ef þeir láta skoðanir þjóðarinnar sig einhverju varða. Það kemur í sjálfu sér ekki á óvart að þingmenn skuli fá falleinkunn hjá meirihluta þjóðarinnar. Það má með allnokkrum rétti líkja Alþingi við skólabekk þar sem svörtu sauðirnir koma óorði á allan bekkinn. Atburðir sem komið hafa fram í dagsljósið síðustu vikur og mánuði sýna að of margir svartir sauðir eru á þingi. Auðvitað hafa þeir verið þar á öllum tímum, en umhverfið er breytt. Hér áður fyrr gengu sögur af fyllirísrugli þingmanna manna á meðal en það breytti litlu sem engu um stöðu þeirra. Í dag eru gerðar ákveðnar kröfur um sómasamlega framkomu. Þingmenn sem klæmast og tala ofurniðrandi um aðra á opinberum stað geta ekki lengur verið vissir um að vera í öruggu skjóli. Karlkynsþingmenn sem áreita konur geta ekki lengur talið sig næsta örugga um að komast upp með athæfi sitt. Að þessu leyti eru tímarnir breyttir og það til hins betra. Undanfarið hafa verið opinberuð atvik sem lýsa ákveðinni siðblindu og siðspillingu þeirra þingmanna sem þar voru í aðalhlutverkum. Framferði þeirra var áfall, ekki bara fyrir Alþingi heldur þjóðina alla. Mjög líklegt er að í skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar hafi þátttakendur haft þessa atburði í huga þegar þeir dæmdu stjórnmálamenn spillta. Einhver kynni að reyna að hártoga þann dóm þjóðarinnar með því að þarna sé ekki spilling á ferð. Jú, spilling er það – og siðspilling skal það heita, kjósi einhver að fá nákvæmara orðalag. Það er heldur ekki til að auka traust þjóðarinnar á þingmönnum að þeir meta flesta hluti út frá þröngum flokkshagsmunum, ekki þjóðarhag. Komist stjórnmálamenn til áhrifa er eins og grípi þá of marga óstjórnleg þörf til að hygla flokksfólki sínu frekar en að velja hæfasta fólkið til starfa. Rétt flokksskírteini skiptir þá meira máli en hæfileikar. Mikið hefur verið gert úr tali þingmanns Miðflokksins á barnum um sendiherrastöður, en þar varð ekki betur séð en að hrossakaup tíðkist þegar velja á fólk í þau störf. Kemur það virkilega einhverjum á óvart? Orð þingmannsins hafa örugglega staðfest þá tilfinningu sem mjög margir hafa, sem sagt þá að ansi margt annað hafi forgang við slíkt val en hæfni viðkomandi. Líklegt er að þingmenn séu sárir vegna þess dóms þjóðarinnar að þeir séu spilltir. Sé það einlægur vilji þeirra að breyta stöðunni verða þeir að leggja sig fram við að haga sér skikkanlega og einbeita sér að því að hugsa um hag þjóðarinnar frekar en að dekra við eigin flokkssystkini. Þingmenn hafa sannarlega verk að vinna. Til þess hafa þeir tækifæri því þarna á einmitt við að vilji er allt sem þarf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Nýleg könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands um viðhorf þjóðarinnar til alþingismanna og spillingar sýnir að 65 prósent landsmanna telja að margir eða nánast allir þingmenn landsins séu viðriðnir spillingu. Einungis tvö prósent landsmanna telja svo að segja enga þingmenn vera spillta. Þessi niðurstaða ætti að vera alþingismönnum áfall, allavega ef þeir láta skoðanir þjóðarinnar sig einhverju varða. Það kemur í sjálfu sér ekki á óvart að þingmenn skuli fá falleinkunn hjá meirihluta þjóðarinnar. Það má með allnokkrum rétti líkja Alþingi við skólabekk þar sem svörtu sauðirnir koma óorði á allan bekkinn. Atburðir sem komið hafa fram í dagsljósið síðustu vikur og mánuði sýna að of margir svartir sauðir eru á þingi. Auðvitað hafa þeir verið þar á öllum tímum, en umhverfið er breytt. Hér áður fyrr gengu sögur af fyllirísrugli þingmanna manna á meðal en það breytti litlu sem engu um stöðu þeirra. Í dag eru gerðar ákveðnar kröfur um sómasamlega framkomu. Þingmenn sem klæmast og tala ofurniðrandi um aðra á opinberum stað geta ekki lengur verið vissir um að vera í öruggu skjóli. Karlkynsþingmenn sem áreita konur geta ekki lengur talið sig næsta örugga um að komast upp með athæfi sitt. Að þessu leyti eru tímarnir breyttir og það til hins betra. Undanfarið hafa verið opinberuð atvik sem lýsa ákveðinni siðblindu og siðspillingu þeirra þingmanna sem þar voru í aðalhlutverkum. Framferði þeirra var áfall, ekki bara fyrir Alþingi heldur þjóðina alla. Mjög líklegt er að í skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar hafi þátttakendur haft þessa atburði í huga þegar þeir dæmdu stjórnmálamenn spillta. Einhver kynni að reyna að hártoga þann dóm þjóðarinnar með því að þarna sé ekki spilling á ferð. Jú, spilling er það – og siðspilling skal það heita, kjósi einhver að fá nákvæmara orðalag. Það er heldur ekki til að auka traust þjóðarinnar á þingmönnum að þeir meta flesta hluti út frá þröngum flokkshagsmunum, ekki þjóðarhag. Komist stjórnmálamenn til áhrifa er eins og grípi þá of marga óstjórnleg þörf til að hygla flokksfólki sínu frekar en að velja hæfasta fólkið til starfa. Rétt flokksskírteini skiptir þá meira máli en hæfileikar. Mikið hefur verið gert úr tali þingmanns Miðflokksins á barnum um sendiherrastöður, en þar varð ekki betur séð en að hrossakaup tíðkist þegar velja á fólk í þau störf. Kemur það virkilega einhverjum á óvart? Orð þingmannsins hafa örugglega staðfest þá tilfinningu sem mjög margir hafa, sem sagt þá að ansi margt annað hafi forgang við slíkt val en hæfni viðkomandi. Líklegt er að þingmenn séu sárir vegna þess dóms þjóðarinnar að þeir séu spilltir. Sé það einlægur vilji þeirra að breyta stöðunni verða þeir að leggja sig fram við að haga sér skikkanlega og einbeita sér að því að hugsa um hag þjóðarinnar frekar en að dekra við eigin flokkssystkini. Þingmenn hafa sannarlega verk að vinna. Til þess hafa þeir tækifæri því þarna á einmitt við að vilji er allt sem þarf.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun