Öflugasti GPS sendir sem byggður hefur verið hefur nú verið sendur út í geim. Sendirinn sem var smíðaður fyrir bandaríska flugherinn var fluttur út í geim með Falcon 9 eldflaug SpaceX. AP greinir frá.
Eldflauginni var skotið af stað frá Canaveralhöfða í Flórída en upphaflega var áætlað að skotið myndi fara fram síðasta þriðjudag. Yfirmaður lofthersins, Heather Wilson sagði í yfirlýsingu að þessi útgáfa GPS sendis sé þrisvar sinnum nákvæmari en fyrri gerðir.
Sendirinn er sá fyrsti sinnar tegundar og hefur verið nefndur Vespucci eftir landkönnuðinum Amerigo Vespucci sem reiknaði út þvermál jarðarinnar á 15. öld eftir Krist.
Skotið var það 21. og það síðasta hjá SpaceX á árinu. Fyrirtækið hefur aldrei staðið fyrir jafnmörgum geimskotum á einu ári.
Öflugasta GPS sendi heims skotið út í geim

Tengdar fréttir

Eldflaug SpaceX lenti á sjó vegna bilunar
Þetta var í þriðja sinn sem þessi tiltekna eldflaug var notuð til að koma farmi út í geim og tókst það þó lendingin hafi ekki heppnast.

SpaceX sækir 500 milljónir dollara í hlutafé
Eldflaugafyrirtækið Space Exploration Technologies, sem stofnað var af Elon Musk, stefnir á að auka hlutafé um 500 milljónir dollara, jafnvirði 61 milljarðs króna, til að hleypa netþjónustu af stokkunum.

Bein útsending: Þrjú geimskot með stuttu millibili
Fyrirtækin SpaceX, Blue Origin, Arianespace og United Launch Alliance ætla sér öll að skjóta upp eldflaug á næsta sólarhring.