Ríkið dæmt til að greiða tíu milljónir vegna uppsagnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. desember 2018 09:11 Fréttablaðið/GVA Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða fyrrverandi starfsmanni Kvennaskólans í Reykjavík tíu milljónir vegna uppsagnar starfsmannsins árið 2016, sem hafði starfað í tólf ár við skólann sem umsjónarmaður húsakynna skólans. Málið má rekja til þess að nýr skólameistari tók til starfa við skólann árið 2015. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að fljótlega eftir að hann hóf störf hafi hann kynnt sér aðstæður við skólann og talið „fljótlega að umsjón með húsum skólans og ræstingar væru ekki í nægilega góðu lagi“. Þar sem mörg verkefni hafi blasað við taldi hann þörf á því að gera miklar breytingar á starfslýsingu starfsmannsins og menntunarkröfu. Svo miklar að um nýtt starf í raun um að ræða. Í febrúar 2016, skömmu eftir að starfsmaðurinn fór í veikindaleyfi, var honum tilkynnt að starf hans yrði lagt niður og að óskað væri eftir starfslokum hans. Auglýsa átti nýtt starf umsjónarmanns fasteigna þar sem gerðar voru kröfur um að viðkomandi starfsmaður væri með iðnmenntun.Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni.Vísir/HannaFékk ekki skriflega áminningu Við þetta var starfsmaðurinn ósáttur og taldi að niðurlagning á starfi hennar væri tilbúningur af hálfu skólans auk þess sem að hann taldi sig geta sinnt starfinu áfram, þrátt fyrir auknar hæfniskröfur. Uppsögnin hafi einnig verið „sérstaklega meiðandi“ fyrir starfsmanninn þar sem ekki var óskað eftir því að hann ynni út sex mánaða uppsagnarfrest, og því hafi það litið út að viðkomandi hafi gerst sek um eitthvað sem verðskuldaði tafarlausan brottrekstur. Í dómi héraðdóms segir að miðað við málavexti verði ekki annað séð en að uppsögn starfsmannsins hafi átt rætur að rekja til raunverulegrar endurskipulagningar heldur megi fyrst og fremst rekja hana til persónu stefnanda og þess að skólameistari kaus að fá annan mann með meiri menntun til þess að gegna starfinu í þeirri von að betur tækist til við umsjón með húsnæði skólans. Starfsmaðurinn hafi ekki fengið skriflega áminningu eða áskorun um að standa sig betur í starfi, mál hennar hafi ekki verið sett í ferli. Ekki hafi verið rætt við starfsmanninn til þess að fara heildstætt yfir starf hennar og fyrirhugaðar breytingar á því. Þá liggi ekkert haldbært um að raunverulega hafi verið lagt mat á það hvort starfsmaðurinn gæti sinnt starfinu í hinni breyttu mynd áður en honum var sagt upp störfum. Í niðurstöðu dómsins segir að niðurlagning starfsins hafi verið meiðandi og í henni hafi falist ólögmæt meingerð í garð stefnanda. Var íslenska ríkið því dæmt til að greiða starfsmanninum tíu milljónir króna vegna uppsagnarinnar, þar af átta milljónir í skaðabætur, 700 þúsund í miskabætur og 1,3 milljónir í vangoldin laun í veikindaleyfi.Dóm héraðsdóms má lesa hér. Dómsmál Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira
Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða fyrrverandi starfsmanni Kvennaskólans í Reykjavík tíu milljónir vegna uppsagnar starfsmannsins árið 2016, sem hafði starfað í tólf ár við skólann sem umsjónarmaður húsakynna skólans. Málið má rekja til þess að nýr skólameistari tók til starfa við skólann árið 2015. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að fljótlega eftir að hann hóf störf hafi hann kynnt sér aðstæður við skólann og talið „fljótlega að umsjón með húsum skólans og ræstingar væru ekki í nægilega góðu lagi“. Þar sem mörg verkefni hafi blasað við taldi hann þörf á því að gera miklar breytingar á starfslýsingu starfsmannsins og menntunarkröfu. Svo miklar að um nýtt starf í raun um að ræða. Í febrúar 2016, skömmu eftir að starfsmaðurinn fór í veikindaleyfi, var honum tilkynnt að starf hans yrði lagt niður og að óskað væri eftir starfslokum hans. Auglýsa átti nýtt starf umsjónarmanns fasteigna þar sem gerðar voru kröfur um að viðkomandi starfsmaður væri með iðnmenntun.Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni.Vísir/HannaFékk ekki skriflega áminningu Við þetta var starfsmaðurinn ósáttur og taldi að niðurlagning á starfi hennar væri tilbúningur af hálfu skólans auk þess sem að hann taldi sig geta sinnt starfinu áfram, þrátt fyrir auknar hæfniskröfur. Uppsögnin hafi einnig verið „sérstaklega meiðandi“ fyrir starfsmanninn þar sem ekki var óskað eftir því að hann ynni út sex mánaða uppsagnarfrest, og því hafi það litið út að viðkomandi hafi gerst sek um eitthvað sem verðskuldaði tafarlausan brottrekstur. Í dómi héraðdóms segir að miðað við málavexti verði ekki annað séð en að uppsögn starfsmannsins hafi átt rætur að rekja til raunverulegrar endurskipulagningar heldur megi fyrst og fremst rekja hana til persónu stefnanda og þess að skólameistari kaus að fá annan mann með meiri menntun til þess að gegna starfinu í þeirri von að betur tækist til við umsjón með húsnæði skólans. Starfsmaðurinn hafi ekki fengið skriflega áminningu eða áskorun um að standa sig betur í starfi, mál hennar hafi ekki verið sett í ferli. Ekki hafi verið rætt við starfsmanninn til þess að fara heildstætt yfir starf hennar og fyrirhugaðar breytingar á því. Þá liggi ekkert haldbært um að raunverulega hafi verið lagt mat á það hvort starfsmaðurinn gæti sinnt starfinu í hinni breyttu mynd áður en honum var sagt upp störfum. Í niðurstöðu dómsins segir að niðurlagning starfsins hafi verið meiðandi og í henni hafi falist ólögmæt meingerð í garð stefnanda. Var íslenska ríkið því dæmt til að greiða starfsmanninum tíu milljónir króna vegna uppsagnarinnar, þar af átta milljónir í skaðabætur, 700 þúsund í miskabætur og 1,3 milljónir í vangoldin laun í veikindaleyfi.Dóm héraðsdóms má lesa hér.
Dómsmál Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira