Báru sértrúarsöfnuðinn saman við Vísindakirkjuna til að réttlæta meinta kynlífsþrælkun Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. desember 2018 23:30 Mack var leidd fyrir dómara í málinu í júní síðastliðnum. Getty/Drew Angerer Lögmenn bandarísku leikkonunnar Allison Mack, sem þekktust er fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Smallville, freistuðu þess fyrir helgi að fá tvo ákæruliði fellda niður í máli sem höfðað var á hendur henni. Mack er ákærð fyrir aðild sína að mansali og kynlífsþrælkun innan „sjálfshjálparhópsins“ NXIVM. Hópurinn er sagður bera öll einkenni sértrúarsafnaðar en lögmennirnir byggðu kröfur sínar á dómi sem féll í máli gegn Vísindakirkjunni, öðrum bandarískum sértrúarsöfnuði.Sjá einnig: Meintur þrælahaldari og leiðtogi sértrúarsafnaðar handtekinn Leiðtogi NXVIM, Keith Raniere, var handtekinn í mars síðastliðnum. Mack, sem talin er hafa verið næstráðandi innan hópsins, var handtekin í apríl og ákærð fyrir aðild sína skömmu síðar. Henni er m.a. gefið að sök að hafa aðstoðað Raniere við að lokka konur til liðs við söfnuðinn, undir því yfirskyni að þær væru að ganga í sjálfshjálpar- og mannúðarsamtök. Í ákærum á hendur Raniere segir hins vegar að hann hafi hneppt konurnar í kynlífsþrælkun og brennimerkt þær með upphafsstöfum sínum. Höfuðstöðvar NXVIM voru í Albany í New York-ríki í Bandaríkjunum.Keith Raniere var í felum í Mexíkó þangað til hann var handtekinn í mars.SkjáskotFlokkaðist ekki sem þrælahald í tilfelli Vísindakirkjunnar Mack hefur lýst sig saklausa í málinu en hún er m.a. ákærð fyrir mansal og aðild að þrælahaldi. Í gögnum sem lögmenn Mack lögðu fyrir alríkisdóm í New York á föstudag færa þeir rök fyrir því að fella eigi niður þá ákæruliði sem lúta að mansali og þrælahaldi. Vísa lögmennirnir til að mynda í mál sem fyrrverandi meðlimir Vísindakirkjunnar höfðuðu gegn söfnuðinum árið 2012 máli sínu til stuðnings. Saksóknarar halda því fram að Mack hafi þvingað konur í NXIVM til að senda stjórnendum hópsins nektarmyndir af sér auk annarra viðkvæmra upplýsinga. Hún hafi svo hótað því að birta myndirnar ef konurnar færu ekki eftir reglum hópsins í einu og öllu, og þannig haldið þeim nauðugum í nokkurs konar þrælkunarbúðum. Lögmenn Mack vilja hins vegar meina að slík kúgun væri vissulega „vandræðaleg“ fyrir konurnar en hafi ekki valdið þeim „alvarlegum skaða“, enda hafi dómstóll komist að þeirri niðurstöðu að sambærileg vinnubrögð innan herbúða Vísindakirkjunnar flokkist ekki sem þrælahald. Þá báru lögmennirnir því einnig fyrir sig að Mack hefði ekki þegið greiðslur fyrir að kynna konurnar fyrir Raniere og því ætti að fella niður ákæru um mansal á hendur henni. Fyrst var greint frá málinu í New York Times í október í fyrra. Þar sagði hópur kvenna frá framferði Raniere og varð það til þess að lögregluyfirvöld hófu formlega rannsókn á málinu. Raniere hefur þó neitað að hafa brotið af sér og segir að allar gjörðir hans hafi notið samþykkis annarra meðlima NXIVM. Bandaríkin Mexíkó Trúmál Tengdar fréttir Meintur þrælahaldari og leiðtogi sértrúarsafnaðar handtekinn Bandaríska alríkislögreglan hefur handtekið Keith Raniere, alræmdan leiðtoga "sjálfshjálparhóps“ þar í landi, sem talinn er hafa stundað mansal og hneppt konur í kynlífsþrælkun í stórum stíl. 27. mars 2018 08:39 Smallville-stjarna ákærð fyrir aðild að kynlífsþrælkun Leikkonan Allison Mack, sem er þekkt fyrir hlutverk sitt sem Chloe Sullivan í þáttunum Smallville, hefur verið ákærð fyrir aðild sína að mansali og kynlífsþrælkun sem átti sér stað innan "sjálfshjálparhópsins“ Nxivm. 21. apríl 2018 12:18 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Sjá meira
Lögmenn bandarísku leikkonunnar Allison Mack, sem þekktust er fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Smallville, freistuðu þess fyrir helgi að fá tvo ákæruliði fellda niður í máli sem höfðað var á hendur henni. Mack er ákærð fyrir aðild sína að mansali og kynlífsþrælkun innan „sjálfshjálparhópsins“ NXIVM. Hópurinn er sagður bera öll einkenni sértrúarsafnaðar en lögmennirnir byggðu kröfur sínar á dómi sem féll í máli gegn Vísindakirkjunni, öðrum bandarískum sértrúarsöfnuði.Sjá einnig: Meintur þrælahaldari og leiðtogi sértrúarsafnaðar handtekinn Leiðtogi NXVIM, Keith Raniere, var handtekinn í mars síðastliðnum. Mack, sem talin er hafa verið næstráðandi innan hópsins, var handtekin í apríl og ákærð fyrir aðild sína skömmu síðar. Henni er m.a. gefið að sök að hafa aðstoðað Raniere við að lokka konur til liðs við söfnuðinn, undir því yfirskyni að þær væru að ganga í sjálfshjálpar- og mannúðarsamtök. Í ákærum á hendur Raniere segir hins vegar að hann hafi hneppt konurnar í kynlífsþrælkun og brennimerkt þær með upphafsstöfum sínum. Höfuðstöðvar NXVIM voru í Albany í New York-ríki í Bandaríkjunum.Keith Raniere var í felum í Mexíkó þangað til hann var handtekinn í mars.SkjáskotFlokkaðist ekki sem þrælahald í tilfelli Vísindakirkjunnar Mack hefur lýst sig saklausa í málinu en hún er m.a. ákærð fyrir mansal og aðild að þrælahaldi. Í gögnum sem lögmenn Mack lögðu fyrir alríkisdóm í New York á föstudag færa þeir rök fyrir því að fella eigi niður þá ákæruliði sem lúta að mansali og þrælahaldi. Vísa lögmennirnir til að mynda í mál sem fyrrverandi meðlimir Vísindakirkjunnar höfðuðu gegn söfnuðinum árið 2012 máli sínu til stuðnings. Saksóknarar halda því fram að Mack hafi þvingað konur í NXIVM til að senda stjórnendum hópsins nektarmyndir af sér auk annarra viðkvæmra upplýsinga. Hún hafi svo hótað því að birta myndirnar ef konurnar færu ekki eftir reglum hópsins í einu og öllu, og þannig haldið þeim nauðugum í nokkurs konar þrælkunarbúðum. Lögmenn Mack vilja hins vegar meina að slík kúgun væri vissulega „vandræðaleg“ fyrir konurnar en hafi ekki valdið þeim „alvarlegum skaða“, enda hafi dómstóll komist að þeirri niðurstöðu að sambærileg vinnubrögð innan herbúða Vísindakirkjunnar flokkist ekki sem þrælahald. Þá báru lögmennirnir því einnig fyrir sig að Mack hefði ekki þegið greiðslur fyrir að kynna konurnar fyrir Raniere og því ætti að fella niður ákæru um mansal á hendur henni. Fyrst var greint frá málinu í New York Times í október í fyrra. Þar sagði hópur kvenna frá framferði Raniere og varð það til þess að lögregluyfirvöld hófu formlega rannsókn á málinu. Raniere hefur þó neitað að hafa brotið af sér og segir að allar gjörðir hans hafi notið samþykkis annarra meðlima NXIVM.
Bandaríkin Mexíkó Trúmál Tengdar fréttir Meintur þrælahaldari og leiðtogi sértrúarsafnaðar handtekinn Bandaríska alríkislögreglan hefur handtekið Keith Raniere, alræmdan leiðtoga "sjálfshjálparhóps“ þar í landi, sem talinn er hafa stundað mansal og hneppt konur í kynlífsþrælkun í stórum stíl. 27. mars 2018 08:39 Smallville-stjarna ákærð fyrir aðild að kynlífsþrælkun Leikkonan Allison Mack, sem er þekkt fyrir hlutverk sitt sem Chloe Sullivan í þáttunum Smallville, hefur verið ákærð fyrir aðild sína að mansali og kynlífsþrælkun sem átti sér stað innan "sjálfshjálparhópsins“ Nxivm. 21. apríl 2018 12:18 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Sjá meira
Meintur þrælahaldari og leiðtogi sértrúarsafnaðar handtekinn Bandaríska alríkislögreglan hefur handtekið Keith Raniere, alræmdan leiðtoga "sjálfshjálparhóps“ þar í landi, sem talinn er hafa stundað mansal og hneppt konur í kynlífsþrælkun í stórum stíl. 27. mars 2018 08:39
Smallville-stjarna ákærð fyrir aðild að kynlífsþrælkun Leikkonan Allison Mack, sem er þekkt fyrir hlutverk sitt sem Chloe Sullivan í þáttunum Smallville, hefur verið ákærð fyrir aðild sína að mansali og kynlífsþrælkun sem átti sér stað innan "sjálfshjálparhópsins“ Nxivm. 21. apríl 2018 12:18