Glundroði skapaðist í Florida Mall Jóhann K. Jóhannsson skrifar 30. desember 2018 13:54 Florida mall er mörgum Íslendingum kunnug. Það sem fólk hélt að hefðu verið skothvellir olli glundroða í verslunarmiðstöðinni Flórída Mall í Bandaríkjunum síðdegis í gær að staðar tíma. Að minnsta kosti átján slösuðust þegar fólk reyndi í örvæntingu sinni að flýja út úr verslunarmiðstöðinni og voru átta þeirra fluttir með sjúkrabíl á slysadeild. Upphaf málsins má rekja til konu og karls sem áttu deilum í veitingastaðakjarna miðstöðvarinnar og þegar upp hófust handalögmál þeirra á milli féllu stólar með miklum skarkala. Einhver vitni sögðu manninn hafa dregið upp byssu en á fréttavef ABC á staðnum segir að engum skotum hafi verið hleypt af. Verslunarmiðstöðin Flórída Mall er Íslendingum vel kunn enda margir sem gera sér ferð þangað í dvöl sinni á Flórída nú um jólin. Linda Ólafsdóttir og maður hafa eytt jólahátíðinni ytra og voru stödd í verslunarmiðstöðinni þegar ósköpin gengu yfir. „Við sjáum allt í einu tvo menn koma hlaupandi fram hjá okkur og héldum fyrst að verið væri að elta búðarþjófa eða eitthvað slíkt. Áður en við var litið var holskefla af fólki, búðin tæmdist á örskotsstundu og við auðvitað hlupum með, eins og allir. Þegar við komum hlaupandi út sáum við að þar lágu símar og föt, fólk henti öllu frá sér og hljóp eins og fætur toguðu. Fólk streymdi út um allar gáttir.“ Linda segir að hjálp hafi borist mjög fljótt á svæðið „Bara nánast um leið við vorum komin í skjól út á bílaplani, með auðvitað fleiri hundruð manns, þá byrjaði sírenuhljóð að heyrast. Þeir streymdu að úr öllum áttum og þetta var alveg frábært viðbragð. Það var ótrúlegt að horfa á þetta. Þeir einangruðu húsið allan hringinn.“ Linda segir að litlar upplýsingar hafi verið að fá um hvað væri að gerast. „Það vissi eiginlega enginn neitt hvað var að gerast. Það kom enginn að tala við einn eða neinn enda fólk þarna tvístrað út um allt og sumir í angist.“ Konan og karlinn sem áttu í deilum á veitingastaðnum voru handtekin á vettvangi vegna málsins. Þetta er ekki í fyrsta skipti aðstæður sem þessar skapast í Flórída Mall, að glundroði skapist þegar fólk telur sig hafa heyrt skothvell en það gerðist síðast árið 2016. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Það sem fólk hélt að hefðu verið skothvellir olli glundroða í verslunarmiðstöðinni Flórída Mall í Bandaríkjunum síðdegis í gær að staðar tíma. Að minnsta kosti átján slösuðust þegar fólk reyndi í örvæntingu sinni að flýja út úr verslunarmiðstöðinni og voru átta þeirra fluttir með sjúkrabíl á slysadeild. Upphaf málsins má rekja til konu og karls sem áttu deilum í veitingastaðakjarna miðstöðvarinnar og þegar upp hófust handalögmál þeirra á milli féllu stólar með miklum skarkala. Einhver vitni sögðu manninn hafa dregið upp byssu en á fréttavef ABC á staðnum segir að engum skotum hafi verið hleypt af. Verslunarmiðstöðin Flórída Mall er Íslendingum vel kunn enda margir sem gera sér ferð þangað í dvöl sinni á Flórída nú um jólin. Linda Ólafsdóttir og maður hafa eytt jólahátíðinni ytra og voru stödd í verslunarmiðstöðinni þegar ósköpin gengu yfir. „Við sjáum allt í einu tvo menn koma hlaupandi fram hjá okkur og héldum fyrst að verið væri að elta búðarþjófa eða eitthvað slíkt. Áður en við var litið var holskefla af fólki, búðin tæmdist á örskotsstundu og við auðvitað hlupum með, eins og allir. Þegar við komum hlaupandi út sáum við að þar lágu símar og föt, fólk henti öllu frá sér og hljóp eins og fætur toguðu. Fólk streymdi út um allar gáttir.“ Linda segir að hjálp hafi borist mjög fljótt á svæðið „Bara nánast um leið við vorum komin í skjól út á bílaplani, með auðvitað fleiri hundruð manns, þá byrjaði sírenuhljóð að heyrast. Þeir streymdu að úr öllum áttum og þetta var alveg frábært viðbragð. Það var ótrúlegt að horfa á þetta. Þeir einangruðu húsið allan hringinn.“ Linda segir að litlar upplýsingar hafi verið að fá um hvað væri að gerast. „Það vissi eiginlega enginn neitt hvað var að gerast. Það kom enginn að tala við einn eða neinn enda fólk þarna tvístrað út um allt og sumir í angist.“ Konan og karlinn sem áttu í deilum á veitingastaðnum voru handtekin á vettvangi vegna málsins. Þetta er ekki í fyrsta skipti aðstæður sem þessar skapast í Flórída Mall, að glundroði skapist þegar fólk telur sig hafa heyrt skothvell en það gerðist síðast árið 2016.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira