Þurfti að upplifa jarðarför andvana dóttur tvisvar vegna mistaka Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. janúar 2019 19:12 Frá Nuuk. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR Mistök heilbrigðisstarfsmanna í Nuuk á Grænlandi urðu þess valdandi að hinn 31 árs gamla Maren Abrahamsen þurfti í tvígang að upplifa jarðarför dóttur hennar sem fæddist andvana. Heilbrigðisstarfsmenn gleymdu að setja lík kornabarnins í líkkistuna áður en hún var grafin í fyrra skiptið.Settur dagur hjá Abrahamsen var 3. desember síðastliðinn og ferðaðist hún til Nuuk til að eignast barnið þar. Daginn fyrir settan dag kom hins vegar í ljós að hjarta barnsins var hætt að slá og fæddi Abrahamsen andvana dóttur þann 4. desember.Abrahamsen á heima í bænum Paamiut, í um 200 kílómetra fjarlægð frá Nuuk. Á meðan á dvölinni í Nuuk stóð gerði hún ráðstafanir til þess að láta grafa barnið í heimabænum þann 14. desember. Eftir að allt var klappað og klárt í Nuuk hélt hún heim á leið með litla líkkistu sem í átt að vera dóttur hennar.Jarðarförin fór fram eins og áætlað var en fimm dögum síðar fékk hún símtal og var hún þá boðið til fundar með prestinum í bænum, lækni og hjúkrunarfræðingi. Þar var henni sagt frá því að gleymst hafði að setja lík dóttur hennar í líkkistinu fyrir jarðarförina. Líkkistan sem var greftruð var tóm.„Ég get ekki lýst tilfinningunni. Ég fékk áfall og ég hugsaði með mér af hverju ég þyrfti að ganga í gegnum þetta,“ sagði Abrahamsení samtali við grænlenska fjölmiðilinn Sermitsiaq. Mistökin voru leiðrétt og nokkrum dögum síðar hélt Abrahamsen aðra jarðarför, og í þetta sinn var gengið úr skugga um að dóttir hennar væri í líkkistunni sem send var til Paamiut.„Það hefur enginn boðist til þess að ræða þetta við mig en ég reyni að takast á við þetta með því að ræða þetta við vini og fjölskyldu mína. Ég er ekki að reyna að vera sterk, þvert á móti. Ég er orðin þreytt á því að komast að því hvað ég er sterk“. Grænland Norðurlönd Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Sjá meira
Mistök heilbrigðisstarfsmanna í Nuuk á Grænlandi urðu þess valdandi að hinn 31 árs gamla Maren Abrahamsen þurfti í tvígang að upplifa jarðarför dóttur hennar sem fæddist andvana. Heilbrigðisstarfsmenn gleymdu að setja lík kornabarnins í líkkistuna áður en hún var grafin í fyrra skiptið.Settur dagur hjá Abrahamsen var 3. desember síðastliðinn og ferðaðist hún til Nuuk til að eignast barnið þar. Daginn fyrir settan dag kom hins vegar í ljós að hjarta barnsins var hætt að slá og fæddi Abrahamsen andvana dóttur þann 4. desember.Abrahamsen á heima í bænum Paamiut, í um 200 kílómetra fjarlægð frá Nuuk. Á meðan á dvölinni í Nuuk stóð gerði hún ráðstafanir til þess að láta grafa barnið í heimabænum þann 14. desember. Eftir að allt var klappað og klárt í Nuuk hélt hún heim á leið með litla líkkistu sem í átt að vera dóttur hennar.Jarðarförin fór fram eins og áætlað var en fimm dögum síðar fékk hún símtal og var hún þá boðið til fundar með prestinum í bænum, lækni og hjúkrunarfræðingi. Þar var henni sagt frá því að gleymst hafði að setja lík dóttur hennar í líkkistinu fyrir jarðarförina. Líkkistan sem var greftruð var tóm.„Ég get ekki lýst tilfinningunni. Ég fékk áfall og ég hugsaði með mér af hverju ég þyrfti að ganga í gegnum þetta,“ sagði Abrahamsení samtali við grænlenska fjölmiðilinn Sermitsiaq. Mistökin voru leiðrétt og nokkrum dögum síðar hélt Abrahamsen aðra jarðarför, og í þetta sinn var gengið úr skugga um að dóttir hennar væri í líkkistunni sem send var til Paamiut.„Það hefur enginn boðist til þess að ræða þetta við mig en ég reyni að takast á við þetta með því að ræða þetta við vini og fjölskyldu mína. Ég er ekki að reyna að vera sterk, þvert á móti. Ég er orðin þreytt á því að komast að því hvað ég er sterk“.
Grænland Norðurlönd Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Sjá meira