Theresa May ræðir við ESB-leiðtoga Þórsnýr Einar Albertsson skrifar 19. janúar 2019 07:45 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. Nordicphotos/AFP Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, og Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ræddust í gær við í síma um næstu skref í Brexit-málinu. Tusk greindi frá símtalinu á Twitter en sagði ekki nánar frá því hvað þeim fór í milli. May fundaði að auki með nokkrum ráðherrum í gær og ræddi við Angelu Merkel Þýskalandskanslara og Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, í gærkvöld. Hún býst við því að eiga í frekari viðræðum við evrópska leiðtoga um helgina. Erfið pattstaða er nú uppi í Brexit-málinu eftir að breska þingið hafnaði samningi May-stjórnarinnar við ESB á afgerandi hátt. May á að kynna næstu skref ríkisstjórnarinnar á mánudaginn en samkvæmt Rutte er erfitt að sjá fyrir sér breytingar á samningnum sem nú þegar hefur verið teiknaður upp. „Ég sagði henni að ég sæi ekki fyrir mér hvernig ætti að breyta nokkru. Hún býst fastlega við því að Bretar gangi úr Evrópusambandinu þann 29. mars,“ sagði Rutte í gær. Sú dagsetning er settur útgöngudagur og þótt stjórnarandstaðan í Bretlandi vilji að henni sé frestað af ótta við samningslausa útgöngu er May ekki á sömu skoðun. Hefur sagt að ríkisstjórninni beri skylda til þess að verða við þeirri kröfu sem breska þjóðin setti fram í þjóðaratkvæðagreiðslunni árið 2016. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Corbyn hundsaði boð May um viðræður Formaður Verkamannaflokksins segir viðræður forsætisráðherra um framhaldið í Brexit-málinu sýndarmennsku. Vill að samningslaus útganga sé fyrst tekin af borðinu. Það vill May ekki gera. 18. janúar 2019 07:15 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Innlent Fleiri fréttir Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Sjá meira
Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, og Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ræddust í gær við í síma um næstu skref í Brexit-málinu. Tusk greindi frá símtalinu á Twitter en sagði ekki nánar frá því hvað þeim fór í milli. May fundaði að auki með nokkrum ráðherrum í gær og ræddi við Angelu Merkel Þýskalandskanslara og Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, í gærkvöld. Hún býst við því að eiga í frekari viðræðum við evrópska leiðtoga um helgina. Erfið pattstaða er nú uppi í Brexit-málinu eftir að breska þingið hafnaði samningi May-stjórnarinnar við ESB á afgerandi hátt. May á að kynna næstu skref ríkisstjórnarinnar á mánudaginn en samkvæmt Rutte er erfitt að sjá fyrir sér breytingar á samningnum sem nú þegar hefur verið teiknaður upp. „Ég sagði henni að ég sæi ekki fyrir mér hvernig ætti að breyta nokkru. Hún býst fastlega við því að Bretar gangi úr Evrópusambandinu þann 29. mars,“ sagði Rutte í gær. Sú dagsetning er settur útgöngudagur og þótt stjórnarandstaðan í Bretlandi vilji að henni sé frestað af ótta við samningslausa útgöngu er May ekki á sömu skoðun. Hefur sagt að ríkisstjórninni beri skylda til þess að verða við þeirri kröfu sem breska þjóðin setti fram í þjóðaratkvæðagreiðslunni árið 2016.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Corbyn hundsaði boð May um viðræður Formaður Verkamannaflokksins segir viðræður forsætisráðherra um framhaldið í Brexit-málinu sýndarmennsku. Vill að samningslaus útganga sé fyrst tekin af borðinu. Það vill May ekki gera. 18. janúar 2019 07:15 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Innlent Fleiri fréttir Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Sjá meira
Corbyn hundsaði boð May um viðræður Formaður Verkamannaflokksins segir viðræður forsætisráðherra um framhaldið í Brexit-málinu sýndarmennsku. Vill að samningslaus útganga sé fyrst tekin af borðinu. Það vill May ekki gera. 18. janúar 2019 07:15