Fórnarlömb geti varið sig án þess að þurfa að óttast fangelsisvist og refsingar Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 19. janúar 2019 09:00 Nara Walker telur tel dóm Landsréttar vera rangan og byggðan á röngum vitnisburði. Fréttablaðið/Anton brink „Konur í minni stöðu eiga ekki að þurfa að óttast fangelsisvist og refsingu meiði þær ofbeldismann sinn í nauðvörn,“ segir Nara Walker. Fyrir rúmu ári beit hún hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns sem hún segir hafa beitt sig ítrekuðu ofbeldi. Nara Walker var í desember síðastliðnum dæmd fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns. Hún var dæmd í átján mánaða fangelsi í Landsrétti, fimmtán þeirra eru bundnir skilorði. Ekki var fallist á að viðbrögð hennar hefðu helgast af nauðvörn en Nara heldur því staðfastlega fram að hún hafi verið að verja sig grófu ofbeldi. Hún sé að auki fórnarlamb áralangs heimilisofbeldis af hálfu eiginmanns síns. Og að hún hafi haft ríka ástæðu til að ætla að hún væri í hættu stödd. Hún hefur ákveðið að óska eftir leyfi til áfrýjunar til Hæstaréttar og segist gera sér grein fyrir því að skilyrðin fyrir áfrýjun séu ströng. Hins vegar hafi Landsréttur ekki tekið afstöðu til mikilvægra atriða. Þá sé málið fordæmisgefandi hvað varðar nauðvörn kvenna sem verði fyrir grófu ofbeldi eða sæti heimilisofbeldi. „Ég tel dóm Landsréttar rangan og byggðan á röngum vitnisburði,“ segir Nara og segir þáverandi eiginmann sinn og vitni að atvikinu vera í ástarsambandi. Hún hefur sætt farbanni frá atvikinu 2017 og bíður þess að afplána þrjá mánuði í fangelsi. „Það hefði verið miklu auðveldara að sætta sig við niðurstöðuna. Afplána dóminn og fara. Mér finnst ég hins vegar hafa verið beitt ranglæti og konur í minni stöðu eiga ekki að þurfa að óttast fangelsisvist og refsingu meiði þær ofbeldismann sinn í nauðvörn,“ segir Nara. „Hann er tvöfalt stærri og þyngri en ég. Við stöndum ekki jafnt að vígi. Hann hélt mér niðri og áverkar mínir voru miklir. Ég taldi mig vera í lífshættu. Ég sá bara enga undankomuleið. Lögmaður minn vill að fram fari nánara mat á því hvort nauðvörn eigi við. Ég var svo hrædd,“ segir Nara. „Ég viðurkenni að ég beit hluta tungunnar af á meðan hann hélt mér nauðugri. Það gerðist hins vegar ekki í tómarúmi. Hann hafði ráðist á mig og beitt mig ofbeldi. Borið mig inn í íbúðina þar sem hann hélt mér fastri og tróð upp í mig tungunni gegn vilja mínum. Hann gekkst við því fyrir dómi að hafa beitt mig áður ofbeldi,“ segir Nara. „Ég var með mikla áverka eftir hann en lögregla fór með mig í fangelsi en ekki á spítala. Ég gekk sjálf á spítalann um miðja nótt eftir að hafa verið látin laus úr haldi,“ segir hún enn fremur og segir bæði lögreglu og dómara líta fram hjá ofbeldinu sem hún varð fyrir.ssÆtlar áfram með málið „Konur af erlendum uppruna eru í sérstakri áhættu þegar kemur að heimilisofbeldi,“ segir Nara sem hefur tekið þátt í Metoo-byltingunni. „Ég ætla með málið eins langt og hægt er. Ég vil að réttarkerfið fjalli um konur sem lenda í því að þurfa að verja sig grófu og alvarlegu ofbeldi. Hvaða afleiðingar það getur haft. Eiga þær að láta berja sig og leggja líf sitt í hættu? Það er réttmæt spurning. Ég vil lagabreytingu sem tekur sérstaklega til nauðvarnar vegna heimilisofbeldis. Mér finnst ég hafa verið heppin, ég er þó á lífi. Ég gæti verið hluti af tölfræðinni, ein af þessum konum sem láta lífið af völdum heimilisofbeldis,“ segir Nara. Í beiðni um áfrýjunarleyfi kemur fram að ekki hafi reynt á það í dómaframkvæmd hérlendis hversu langt þolandi heimilisofbeldis megi ganga þegar viðkomandi er hræddur um líf sitt eða það sem koma skal. Ekki hafi reynt á það með afgerandi hætti hvaða viðbrögð eru forsvaranleg þegar þolandi heimilisofbeldis bregst við yfirstandandi og alvarlegri árás af hendi ofbeldismanns. Í beiðninni er vitnað í fræðigrein sem birtist í ritrýndu lögfræðitímariti í Bandaríkjunum, þar sem fjallað er um svokallað Battered woman syndrome. Í greininni er meðal annars fjallað um það að viðbrögð fórnarlambs heimilisofbeldis geti verið öfgakenndari en þegar um er að ræða viðbrögð þess sem verður fyrir líkamsárás af hendi ókunnugs einstaklings. Ástæðan sé sú að fórnarlamb heimilisofbeldis veit hvers ofbeldismaðurinn er megnugur.*Ekki náðist í þáverandi eiginmann Nöru vegna umfjöllunarinnar þrátt fyrir að eftir því hafi verið leitað.* Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál MeToo Tengdar fréttir Fékk þyngri dóm fyrir að bíta tungu eiginmanns síns í sundur Konan var dæmd í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir árásina í héraði í mars. 7. desember 2018 19:45 Beit tunguna úr manni sínum Farið verður fram á farbann yfir konu eftir óhefðbundna líkamsárás í Reykjavík í nótt. 1. nóvember 2017 16:53 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
„Konur í minni stöðu eiga ekki að þurfa að óttast fangelsisvist og refsingu meiði þær ofbeldismann sinn í nauðvörn,“ segir Nara Walker. Fyrir rúmu ári beit hún hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns sem hún segir hafa beitt sig ítrekuðu ofbeldi. Nara Walker var í desember síðastliðnum dæmd fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns. Hún var dæmd í átján mánaða fangelsi í Landsrétti, fimmtán þeirra eru bundnir skilorði. Ekki var fallist á að viðbrögð hennar hefðu helgast af nauðvörn en Nara heldur því staðfastlega fram að hún hafi verið að verja sig grófu ofbeldi. Hún sé að auki fórnarlamb áralangs heimilisofbeldis af hálfu eiginmanns síns. Og að hún hafi haft ríka ástæðu til að ætla að hún væri í hættu stödd. Hún hefur ákveðið að óska eftir leyfi til áfrýjunar til Hæstaréttar og segist gera sér grein fyrir því að skilyrðin fyrir áfrýjun séu ströng. Hins vegar hafi Landsréttur ekki tekið afstöðu til mikilvægra atriða. Þá sé málið fordæmisgefandi hvað varðar nauðvörn kvenna sem verði fyrir grófu ofbeldi eða sæti heimilisofbeldi. „Ég tel dóm Landsréttar rangan og byggðan á röngum vitnisburði,“ segir Nara og segir þáverandi eiginmann sinn og vitni að atvikinu vera í ástarsambandi. Hún hefur sætt farbanni frá atvikinu 2017 og bíður þess að afplána þrjá mánuði í fangelsi. „Það hefði verið miklu auðveldara að sætta sig við niðurstöðuna. Afplána dóminn og fara. Mér finnst ég hins vegar hafa verið beitt ranglæti og konur í minni stöðu eiga ekki að þurfa að óttast fangelsisvist og refsingu meiði þær ofbeldismann sinn í nauðvörn,“ segir Nara. „Hann er tvöfalt stærri og þyngri en ég. Við stöndum ekki jafnt að vígi. Hann hélt mér niðri og áverkar mínir voru miklir. Ég taldi mig vera í lífshættu. Ég sá bara enga undankomuleið. Lögmaður minn vill að fram fari nánara mat á því hvort nauðvörn eigi við. Ég var svo hrædd,“ segir Nara. „Ég viðurkenni að ég beit hluta tungunnar af á meðan hann hélt mér nauðugri. Það gerðist hins vegar ekki í tómarúmi. Hann hafði ráðist á mig og beitt mig ofbeldi. Borið mig inn í íbúðina þar sem hann hélt mér fastri og tróð upp í mig tungunni gegn vilja mínum. Hann gekkst við því fyrir dómi að hafa beitt mig áður ofbeldi,“ segir Nara. „Ég var með mikla áverka eftir hann en lögregla fór með mig í fangelsi en ekki á spítala. Ég gekk sjálf á spítalann um miðja nótt eftir að hafa verið látin laus úr haldi,“ segir hún enn fremur og segir bæði lögreglu og dómara líta fram hjá ofbeldinu sem hún varð fyrir.ssÆtlar áfram með málið „Konur af erlendum uppruna eru í sérstakri áhættu þegar kemur að heimilisofbeldi,“ segir Nara sem hefur tekið þátt í Metoo-byltingunni. „Ég ætla með málið eins langt og hægt er. Ég vil að réttarkerfið fjalli um konur sem lenda í því að þurfa að verja sig grófu og alvarlegu ofbeldi. Hvaða afleiðingar það getur haft. Eiga þær að láta berja sig og leggja líf sitt í hættu? Það er réttmæt spurning. Ég vil lagabreytingu sem tekur sérstaklega til nauðvarnar vegna heimilisofbeldis. Mér finnst ég hafa verið heppin, ég er þó á lífi. Ég gæti verið hluti af tölfræðinni, ein af þessum konum sem láta lífið af völdum heimilisofbeldis,“ segir Nara. Í beiðni um áfrýjunarleyfi kemur fram að ekki hafi reynt á það í dómaframkvæmd hérlendis hversu langt þolandi heimilisofbeldis megi ganga þegar viðkomandi er hræddur um líf sitt eða það sem koma skal. Ekki hafi reynt á það með afgerandi hætti hvaða viðbrögð eru forsvaranleg þegar þolandi heimilisofbeldis bregst við yfirstandandi og alvarlegri árás af hendi ofbeldismanns. Í beiðninni er vitnað í fræðigrein sem birtist í ritrýndu lögfræðitímariti í Bandaríkjunum, þar sem fjallað er um svokallað Battered woman syndrome. Í greininni er meðal annars fjallað um það að viðbrögð fórnarlambs heimilisofbeldis geti verið öfgakenndari en þegar um er að ræða viðbrögð þess sem verður fyrir líkamsárás af hendi ókunnugs einstaklings. Ástæðan sé sú að fórnarlamb heimilisofbeldis veit hvers ofbeldismaðurinn er megnugur.*Ekki náðist í þáverandi eiginmann Nöru vegna umfjöllunarinnar þrátt fyrir að eftir því hafi verið leitað.*
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál MeToo Tengdar fréttir Fékk þyngri dóm fyrir að bíta tungu eiginmanns síns í sundur Konan var dæmd í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir árásina í héraði í mars. 7. desember 2018 19:45 Beit tunguna úr manni sínum Farið verður fram á farbann yfir konu eftir óhefðbundna líkamsárás í Reykjavík í nótt. 1. nóvember 2017 16:53 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Fékk þyngri dóm fyrir að bíta tungu eiginmanns síns í sundur Konan var dæmd í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir árásina í héraði í mars. 7. desember 2018 19:45
Beit tunguna úr manni sínum Farið verður fram á farbann yfir konu eftir óhefðbundna líkamsárás í Reykjavík í nótt. 1. nóvember 2017 16:53