Þriggja mánaða fangelsi fyrir typpamyndir og tilraun til vændiskaupa Andri Eysteinsson skrifar 18. janúar 2019 19:05 Landsréttur staðfesti dóm Héraðdóms Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir karlmanni á fertugsaldri sem hafði verið sakfelldur fyrir brot gegn 199. gr. og 1 mgr. 206. gr. almennra hegningarlaga nr.19/1940. Maðurinn hafði á tæpum sólarhring sent ókunnugri konu fjölda kynferðislegra texta- og myndskilaboða þar sem hann hét henni ítrekað greiðslu fyrir kynlíf og sendi henni þrjár myndir af getnaðarlim sínum. Dómur í málinu féll í Héraðsdómi Reykjavíkur, 17. desember 2017, en Ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar, 26. janúar 2018, eftir áfrýjun ákærða. Ákærði krafðist aðallega sýknu fyrir Landsrétti en til vara að refsing hans yrði milduð. Ákæruvaldið krafðist þess að hinn áfrýjaði dómur Héraðsdóms yrði staðfestur. Ákærði var dæmdur til þriggja mánaða fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjavíkur. Fullnustu refsingarinnar var þó frestað skilorðsbundið í tvö ár. Einnig var manninum gert að greiða brotaþola 250.000 krónur í miskabætur. Landsréttur, skipaður þremur dómurum, úrskurðaði í dag að ekki skyldi raska við hinum áfrýjaða dómi. Ákærða var því gert að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins.Hér má skilaboðin sem ákærði sendi brotaþola 22. og 23. september 2015Skjáskot/ Landsréttur.Sendi brotaþola þrjár typpamyndir á tveimur mínútumMálsatvik koma fram í upphaflegum dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá 2017, þar kemur fram að brotaþoli hafi lagt fram kæru á hendur ákærða í lok september 2015 vegna kynferðisbrots. Brotaþoli hafi fengið smáskilaboð á ensku með spurningu um hvað hún tæki fyrir klukkustund. Seinna hafi komið boð um fjárhæð. Þrátt fyrir það að brotaþoli hafi látið ákærða vita að um væri að ræða vitlaust símanúmer barst henni fleiri skilaboð, bæði textaskilaboð og einnig þrjár „ógeðslegar typpamyndir“ Ákærði neitaði fyrir dómi sök en viðurkenndi að hafa sent öll skilaboðin sem greint var frá. Taldi hann sig eiga í samskiptum við aðra konu sem hann hafði ætlað að kaupa tantranudd hjá. Konan hafi verið erlend og því hafi hann sent skilaboðin á ensku. Hann hafði verið í Facebook-samskiptum við hana áður. Svör brotaþola hafi hann túlkað sem varkárni. Hann lýsti því yfir að hann hafi fundið símanúmerið á vef tantrasetursins og sagði skilaboðin hafa verið send meira í gríni en alvöru. Héraðsdómur komst að þeirra niðurstöðu að brotið hafi verið gegn 199. gr. og 1. Mgr. 206. gr. Almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þau ákvæði hljóða svo:199. gr.Hver sem gerist sekur um kynferðislega áreitni skal sæta fangelsi allt að 2 árum. Kynferðisleg áreitni felst m.a. í því að strjúka, þukla eða káfa á kynfærum eða brjóstum annars manns innan klæða sem utan, enn fremur í táknrænni hegðun eða orðbragði sem er mjög meiðandi, ítrekað eða til þess fallið að valda ótta.1. Mgr. 206. gr.Hver sem greiðir eða heitir greiðslu eða annars konar endurgjaldi fyrir vændi skal sæta sektum eða fangelsi allt að 1 ári. Dómsmál Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir karlmanni á fertugsaldri sem hafði verið sakfelldur fyrir brot gegn 199. gr. og 1 mgr. 206. gr. almennra hegningarlaga nr.19/1940. Maðurinn hafði á tæpum sólarhring sent ókunnugri konu fjölda kynferðislegra texta- og myndskilaboða þar sem hann hét henni ítrekað greiðslu fyrir kynlíf og sendi henni þrjár myndir af getnaðarlim sínum. Dómur í málinu féll í Héraðsdómi Reykjavíkur, 17. desember 2017, en Ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar, 26. janúar 2018, eftir áfrýjun ákærða. Ákærði krafðist aðallega sýknu fyrir Landsrétti en til vara að refsing hans yrði milduð. Ákæruvaldið krafðist þess að hinn áfrýjaði dómur Héraðsdóms yrði staðfestur. Ákærði var dæmdur til þriggja mánaða fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjavíkur. Fullnustu refsingarinnar var þó frestað skilorðsbundið í tvö ár. Einnig var manninum gert að greiða brotaþola 250.000 krónur í miskabætur. Landsréttur, skipaður þremur dómurum, úrskurðaði í dag að ekki skyldi raska við hinum áfrýjaða dómi. Ákærða var því gert að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins.Hér má skilaboðin sem ákærði sendi brotaþola 22. og 23. september 2015Skjáskot/ Landsréttur.Sendi brotaþola þrjár typpamyndir á tveimur mínútumMálsatvik koma fram í upphaflegum dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá 2017, þar kemur fram að brotaþoli hafi lagt fram kæru á hendur ákærða í lok september 2015 vegna kynferðisbrots. Brotaþoli hafi fengið smáskilaboð á ensku með spurningu um hvað hún tæki fyrir klukkustund. Seinna hafi komið boð um fjárhæð. Þrátt fyrir það að brotaþoli hafi látið ákærða vita að um væri að ræða vitlaust símanúmer barst henni fleiri skilaboð, bæði textaskilaboð og einnig þrjár „ógeðslegar typpamyndir“ Ákærði neitaði fyrir dómi sök en viðurkenndi að hafa sent öll skilaboðin sem greint var frá. Taldi hann sig eiga í samskiptum við aðra konu sem hann hafði ætlað að kaupa tantranudd hjá. Konan hafi verið erlend og því hafi hann sent skilaboðin á ensku. Hann hafði verið í Facebook-samskiptum við hana áður. Svör brotaþola hafi hann túlkað sem varkárni. Hann lýsti því yfir að hann hafi fundið símanúmerið á vef tantrasetursins og sagði skilaboðin hafa verið send meira í gríni en alvöru. Héraðsdómur komst að þeirra niðurstöðu að brotið hafi verið gegn 199. gr. og 1. Mgr. 206. gr. Almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þau ákvæði hljóða svo:199. gr.Hver sem gerist sekur um kynferðislega áreitni skal sæta fangelsi allt að 2 árum. Kynferðisleg áreitni felst m.a. í því að strjúka, þukla eða káfa á kynfærum eða brjóstum annars manns innan klæða sem utan, enn fremur í táknrænni hegðun eða orðbragði sem er mjög meiðandi, ítrekað eða til þess fallið að valda ótta.1. Mgr. 206. gr.Hver sem greiðir eða heitir greiðslu eða annars konar endurgjaldi fyrir vændi skal sæta sektum eða fangelsi allt að 1 ári.
Dómsmál Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels