Þingforseti vekur aðdáun í Evrópu í miðju Brexit-ölduróti Kjartan Kjartansson skrifar 17. janúar 2019 12:05 Bercow stýrir þingfundum með tiilþrifum. Vísir/EPA Evrópskir fjölmiðlar hafa dásamað vasklega framgöngu Johns Bercow, forseta breska þingsins, í umræðum um fyrirhugaða útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu undanfarna daga. Eitt evrópsku dagblaðanna lýsir Bercow sem einu uppsprettu raðar og reglu í breskum stjórnmálum um þessar mundir. Mikið hefur gengið á í breska þinginu undanfarna daga. Fimm daga umræðu þingmanna um útgöngusamning Theresu May forsætisráðherra lauk á þriðjudag með því að yfirgnæfandi meirihluti hafnaði honum. Vantrauststillaga á May var svo felld í gærkvöldi. Allra augu hafa því verið á þinginu síðustu daga. Evrópskir fjölmiðlar virðast hafa skemmt sér við að fylgjast með Bercow sem stýrir þingfundum í neðri deild þingsins af festu, að sögn The Guardian. Þeir hafa fjallað um tilþrifamikil köll þingforsetans eftir þögn og röð og reglu í þingsal. „Enginn á Bretlandseyjum getur hrópað „hljóð, hljóð“ eins fallega og John Bercow,“ segir hollenska dagblaðið De Volkskrant. Það fullyrðir jafnframt að „eina röðin og reglan í breskum stjórnmálum kemur út um munn Johns Bercow þessa stormasömu daga“. Aðrir miðlar hafa tekið saman myndbönd af Bercow í ham og birt á samfélagsmiðlum. Þeirra á meðal er þýski fréttaskýringarþátturinn Tagesschau sem birti myndband með titlinum „Hljóð! Hljóð! Hljóð!“ og sýnir Bercow hvetja þingmenn til stillingar, oft með leikrænum tilþrifum. Franska útvarpsstöðin Radio France Internationale tilnefndi Bercow sem „Evrópubúa vikunnar“. Þingforseti í neðri deild breska þingsins sér um að stýra fundum og veitir þingmönnum orðið. Hann ber einnig ábyrgð á því að halda uppi röð og reglu í umræðum og getur refsað þingmönnum fyrir að brjóta gegn þingsköpum. Þannig húðskammaði Bercow Boris Johnson, þáverandi utanríkisráðherra, fyrir karlrembu eftir að Johnson vísaði til þingkonu með nafni eiginmanns hennar í þingræðu. Bercow hefur verið þingforseti frá árinu 2009 og eru sagður njóta þess að baða sig í sviðsljósinu. Hann var áður félagi í Íhaldsflokknum en þingforsetar eru hlutlausir gagnvart stjórnmálaflokkunum og segja sig frá þeim áður en þeir taka við embættinu.Order! Order! Order! pic.twitter.com/WjvKZWGTPu— tagesschau (@tagesschau) January 16, 2019 Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Forseti breska þingsins húðskammaði Boris Johnson fyrir karlrembu John Bercow, forseti neðri deildar breska þingsins húðskammaði Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, eftir að sá síðarnefndi vísaði til þingkonu með nafni eiginmanns hennar. 27. mars 2018 20:27 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Sjá meira
Evrópskir fjölmiðlar hafa dásamað vasklega framgöngu Johns Bercow, forseta breska þingsins, í umræðum um fyrirhugaða útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu undanfarna daga. Eitt evrópsku dagblaðanna lýsir Bercow sem einu uppsprettu raðar og reglu í breskum stjórnmálum um þessar mundir. Mikið hefur gengið á í breska þinginu undanfarna daga. Fimm daga umræðu þingmanna um útgöngusamning Theresu May forsætisráðherra lauk á þriðjudag með því að yfirgnæfandi meirihluti hafnaði honum. Vantrauststillaga á May var svo felld í gærkvöldi. Allra augu hafa því verið á þinginu síðustu daga. Evrópskir fjölmiðlar virðast hafa skemmt sér við að fylgjast með Bercow sem stýrir þingfundum í neðri deild þingsins af festu, að sögn The Guardian. Þeir hafa fjallað um tilþrifamikil köll þingforsetans eftir þögn og röð og reglu í þingsal. „Enginn á Bretlandseyjum getur hrópað „hljóð, hljóð“ eins fallega og John Bercow,“ segir hollenska dagblaðið De Volkskrant. Það fullyrðir jafnframt að „eina röðin og reglan í breskum stjórnmálum kemur út um munn Johns Bercow þessa stormasömu daga“. Aðrir miðlar hafa tekið saman myndbönd af Bercow í ham og birt á samfélagsmiðlum. Þeirra á meðal er þýski fréttaskýringarþátturinn Tagesschau sem birti myndband með titlinum „Hljóð! Hljóð! Hljóð!“ og sýnir Bercow hvetja þingmenn til stillingar, oft með leikrænum tilþrifum. Franska útvarpsstöðin Radio France Internationale tilnefndi Bercow sem „Evrópubúa vikunnar“. Þingforseti í neðri deild breska þingsins sér um að stýra fundum og veitir þingmönnum orðið. Hann ber einnig ábyrgð á því að halda uppi röð og reglu í umræðum og getur refsað þingmönnum fyrir að brjóta gegn þingsköpum. Þannig húðskammaði Bercow Boris Johnson, þáverandi utanríkisráðherra, fyrir karlrembu eftir að Johnson vísaði til þingkonu með nafni eiginmanns hennar í þingræðu. Bercow hefur verið þingforseti frá árinu 2009 og eru sagður njóta þess að baða sig í sviðsljósinu. Hann var áður félagi í Íhaldsflokknum en þingforsetar eru hlutlausir gagnvart stjórnmálaflokkunum og segja sig frá þeim áður en þeir taka við embættinu.Order! Order! Order! pic.twitter.com/WjvKZWGTPu— tagesschau (@tagesschau) January 16, 2019
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Forseti breska þingsins húðskammaði Boris Johnson fyrir karlrembu John Bercow, forseti neðri deildar breska þingsins húðskammaði Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, eftir að sá síðarnefndi vísaði til þingkonu með nafni eiginmanns hennar. 27. mars 2018 20:27 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Sjá meira
Forseti breska þingsins húðskammaði Boris Johnson fyrir karlrembu John Bercow, forseti neðri deildar breska þingsins húðskammaði Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, eftir að sá síðarnefndi vísaði til þingkonu með nafni eiginmanns hennar. 27. mars 2018 20:27