El Chapo sagður hafa greitt forseta Mexíkó 100 milljónir dala Samúel Karl Ólason skrifar 15. janúar 2019 23:12 Réttarhöldin hafa staðið yfir frá því í nóvember en önnur vitni hafa einnig sagt frá mikilli spillingu embættismanna í Mexíkó. Vísir/Getty Glæpaforinginn Joaquin Guzman, sem er betur þekktur sem El-Chapo, greiddi Enrique Pena Nieto, fyrrverandi forseta Mexíkó, hundrað milljónir dala í mútur. Þetta sagði vitni og fyrrverandi samstarfsmaður hans í réttarhöldunum yfir Guzman í New York í dag. Guzman var einn alræmdasti fíkniefnasmyglari heims áður en hann var handsamaður. Glæpagengi hans smyglaði kókaíni, heróíni og amfetamíni frá Mexíkó til Bandaríkjanna.Sjá einnig: Þóttist vera rússneskur mafíósi til að snúa tölvusérfræðingi El ChapoEl Chapo þykir háll sem áll en áður en hann var framseldur til Bandaríkjanna, slapp hann tvisvar úr fangelsi í Mexíkó. Í fyrra skiptið nýtti hann sér þvottakörfu, en í seinna skiptið slapp hann í gegnum jarðgöng úr klefa sínum. Vitnið, sem heitir Alex Cifuentes, segist hafa verið hægri handar maður Guzman um tíma. Þegar verjandi Guzman spurði hann í dag hvort hann hefði sagt yfirvöldum Bandaríkjanna frá mútunum sagði Cifuentes svo vera. Hann sagði forsetann hafa leitað til Guzman og farið fram á 250 milljónir dala. Hann sagði greiðslu hafa farið fram í október 2012, eftir að Nieto hafði verið kjörinn forseti en áður en hann sór embættiseið, samkvæmt Reuters.Þá sagði Cifuentes að Guzman hefði sagst hafa fengið skilaboð frá Nieto um að hann þyrfti ekki að lifa í felum lengur. Vert er að taka fram að forsetinn fyrrverandi hefur ávallt neitað því að hafa tekið við mútum frá glæpasamtökum. Guzman var upprunalega handsamaður árið 2014, þegar Nieto var forseti.Sjá einnig: Birtu myndband af handtöku El ChapoRéttarhöldin hafa staðið yfir frá því í nóvember en önnur vitni hafa einnig sagt frá mikilli spillingu embættismanna í Mexíkó. Annar meðlimur gengis Guzman sagði í fyrra að hann hefði greitt aðstoðarmanni núverandi forseta landsins milljónir dala í mútur árið 2005. Aðstoðarmaðurinn, Gabriel Regino, sem starfaði fyrir Lopez Obrador þegar hann var borgarstjóri Mexíkóborgar, segir ásakanirnar rangar. Bandaríkin Mexíkó Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Fleiri fréttir Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Sjá meira
Glæpaforinginn Joaquin Guzman, sem er betur þekktur sem El-Chapo, greiddi Enrique Pena Nieto, fyrrverandi forseta Mexíkó, hundrað milljónir dala í mútur. Þetta sagði vitni og fyrrverandi samstarfsmaður hans í réttarhöldunum yfir Guzman í New York í dag. Guzman var einn alræmdasti fíkniefnasmyglari heims áður en hann var handsamaður. Glæpagengi hans smyglaði kókaíni, heróíni og amfetamíni frá Mexíkó til Bandaríkjanna.Sjá einnig: Þóttist vera rússneskur mafíósi til að snúa tölvusérfræðingi El ChapoEl Chapo þykir háll sem áll en áður en hann var framseldur til Bandaríkjanna, slapp hann tvisvar úr fangelsi í Mexíkó. Í fyrra skiptið nýtti hann sér þvottakörfu, en í seinna skiptið slapp hann í gegnum jarðgöng úr klefa sínum. Vitnið, sem heitir Alex Cifuentes, segist hafa verið hægri handar maður Guzman um tíma. Þegar verjandi Guzman spurði hann í dag hvort hann hefði sagt yfirvöldum Bandaríkjanna frá mútunum sagði Cifuentes svo vera. Hann sagði forsetann hafa leitað til Guzman og farið fram á 250 milljónir dala. Hann sagði greiðslu hafa farið fram í október 2012, eftir að Nieto hafði verið kjörinn forseti en áður en hann sór embættiseið, samkvæmt Reuters.Þá sagði Cifuentes að Guzman hefði sagst hafa fengið skilaboð frá Nieto um að hann þyrfti ekki að lifa í felum lengur. Vert er að taka fram að forsetinn fyrrverandi hefur ávallt neitað því að hafa tekið við mútum frá glæpasamtökum. Guzman var upprunalega handsamaður árið 2014, þegar Nieto var forseti.Sjá einnig: Birtu myndband af handtöku El ChapoRéttarhöldin hafa staðið yfir frá því í nóvember en önnur vitni hafa einnig sagt frá mikilli spillingu embættismanna í Mexíkó. Annar meðlimur gengis Guzman sagði í fyrra að hann hefði greitt aðstoðarmanni núverandi forseta landsins milljónir dala í mútur árið 2005. Aðstoðarmaðurinn, Gabriel Regino, sem starfaði fyrir Lopez Obrador þegar hann var borgarstjóri Mexíkóborgar, segir ásakanirnar rangar.
Bandaríkin Mexíkó Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Fleiri fréttir Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Sjá meira