Erlent

Fjöldi minnist borgarstjóra

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Pólverjar votta Pawel Adamowicz virðingu sína í Gdansk.
Pólverjar votta Pawel Adamowicz virðingu sína í Gdansk. Fréttablaðið/EPA
Fjölmargir Pólverjar lögðu leið sína í ráðhúsið í Gdansk í gær til þess að rita nafn sitt í samúðarbækur fyrir Pawel Adam­owicz, borgarstjóra Gdansk, sem lést á sjúkrahúsi á mánudag eftir að hafa verið stunginn á góðgerðartónleikum á laugardagskvöld.

Pólska þjóðin er harmi slegin vegna málsins. Adamowicz var 53 ára gamall og hafði gegnt embætti borgarstjóra Gdansk í tuttugu og eitt ár ár. Hann var frjálslyndur og andvígur áherslu núverandi valdhafa í Póllandi á þjóðernishyggju.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×