Knattspyrnumaður sýknaður af kynferðisbroti gegn 15 ára stúlku Jóhann Óli Eiðsson skrifar 16. janúar 2019 07:00 Málið var rekið fyrir Héraðsdómi Reykjaness. Fréttablaðið/gva Karlmaður um þrítugt var í Héraðsdómi Reykjaness í upphafi árs sýknaður af ákæru um kynferðisbrot gegn fimmtán ára stúlku. Manninum var gefið að sök að hafa stungið fingrum í leggöng stúlkunnar meðan hún svaf. Það sem réð úrslitum var að erfðaefni hennar fannst ekki á fingrum hans. Atvik málsins áttu sér stað aðfaranótt 7. ágúst 2016. Maðurinn hafði keppt í knattspyrnu daginn áður, farið í brúðkaup um kvöldið og endað heima hjá móður sinni. Þar voru fyrir yngri systir hans og vinkona hennar. Um nóttina vaknaði vinkonan og sá manninn við hlið sér. Sagði hún að maðurinn hefði sett fingur sína í leggöng hennar en látið af háttseminni er hann sá að hún hafði rumskað. Maðurinn neitaði því og sagðist aðeins hafa lagst við hlið hennar. Lögregla var kölluð til og handtók manninn á vettvangi. Tók lögreglan sýni úr nærbuxum stúlkunnar og af höndum brotaþola. Í buxunum fannst aðeins erfðaefni stúlkunnar en ekki á höndum mannsins. Ekkert erfðaefni úr honum fannst í leggöngum stúlkunnar. Sérfræðingur í réttarvísindum sagði að slíkt útilokaði ekki að fingur hefðu farið þangað enda myndi erfðaefni hins grunaða „drukkna“ í DNA hennar. Þá gæti maðurinn hafa þvegið hendurnar áður en lögregla mætti á staðinn. Dómari mat framburð beggja trúverðugan. Orð stæði gegn orði. Úrslitaatriði væri að baðherbergisvaskur hafði ekki verið rannsakaður. Þar hefði mögulega mátt finna ummerki þess að ákærði hefði skolað hendur sínar. Vafi um sekt hans var metinn honum í hag. Sakarkostnaður, alls rúmar tvær milljónir króna, greiðist úr ríkissjóði. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Karlmaður um þrítugt var í Héraðsdómi Reykjaness í upphafi árs sýknaður af ákæru um kynferðisbrot gegn fimmtán ára stúlku. Manninum var gefið að sök að hafa stungið fingrum í leggöng stúlkunnar meðan hún svaf. Það sem réð úrslitum var að erfðaefni hennar fannst ekki á fingrum hans. Atvik málsins áttu sér stað aðfaranótt 7. ágúst 2016. Maðurinn hafði keppt í knattspyrnu daginn áður, farið í brúðkaup um kvöldið og endað heima hjá móður sinni. Þar voru fyrir yngri systir hans og vinkona hennar. Um nóttina vaknaði vinkonan og sá manninn við hlið sér. Sagði hún að maðurinn hefði sett fingur sína í leggöng hennar en látið af háttseminni er hann sá að hún hafði rumskað. Maðurinn neitaði því og sagðist aðeins hafa lagst við hlið hennar. Lögregla var kölluð til og handtók manninn á vettvangi. Tók lögreglan sýni úr nærbuxum stúlkunnar og af höndum brotaþola. Í buxunum fannst aðeins erfðaefni stúlkunnar en ekki á höndum mannsins. Ekkert erfðaefni úr honum fannst í leggöngum stúlkunnar. Sérfræðingur í réttarvísindum sagði að slíkt útilokaði ekki að fingur hefðu farið þangað enda myndi erfðaefni hins grunaða „drukkna“ í DNA hennar. Þá gæti maðurinn hafa þvegið hendurnar áður en lögregla mætti á staðinn. Dómari mat framburð beggja trúverðugan. Orð stæði gegn orði. Úrslitaatriði væri að baðherbergisvaskur hafði ekki verið rannsakaður. Þar hefði mögulega mátt finna ummerki þess að ákærði hefði skolað hendur sínar. Vafi um sekt hans var metinn honum í hag. Sakarkostnaður, alls rúmar tvær milljónir króna, greiðist úr ríkissjóði.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira