Gabbard gagnrýnd fyrir að hafa barist gegn samkynja hjónaböndum Sylvía Hall skrifar 15. janúar 2019 21:52 Gabbard hefur setið á þingi frá árinu 2013. Vísir/Getty Þingmaðurinn og Demókratinn Tulsi Gabbard hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir fyrri afstöðu sína gegn samkynja hjónaböndum og réttindum hinsegin fólks. Gabbard tilkynnti á dögunum að hún hygðist bjóða sig fram í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2020. Eftir tilkynningu Gabbard um helgina gagnrýndu margir þingmanninn fyrir störf hennar fyrir samtök föður síns sem voru mótfallin samkynja hjónaböndum og töluðu fyrir meðferð sem ætlað var að „lækna“ fólk af samkynhneigð. Gabbard, sem er þingmaður fyrir Havaí, hefur áður beðist afsökunar á afstöðu sinni og segist sjá eftir orðum sínum í garð hinsegin fólks. Hún sé þakklát þeim meðlimum hinsegin félagsins sem hafa deilt reynslu sinni með sér og gefið henni aðra sýn á málin. „Undanfarin sex ár á þingi hef ég verið svo lánsöm að hafa fengið tækifæri til að hjálpa til við lagasetningu sem tryggja jafnan rétt og vernd hinsegin fólks,“ segir Gabbard í yfirlýsingu til CNN. „Ég mun halda áfram að berjast fyrir jöfnum rétti allra.“Gabbard var áður varaformaður landsnefndar Demókrataflokksins. Hún afsalaði sæti sínu árið 2016 til þess að gerast opinber stuðningsmaður Bernie Sanders.Vísir/GettySegir Gabbard vera „metnaðarfullt andlegt skipsbrot“ Demókratinn Howard Dean, ríkisstjóri Vermont á árunum 1991 til 2003, tjáir sig um þessi ummæli Gabbard á Twitter-síðu sinni þar sem hann minnist þess að hafa verið á öndverðum meiði um málið. Hann segir Gabbard vera hræðilegan frambjóðanda. „Hún er ekki einu sinni Demókrati og hún er svo sannarlega ekki framsækin. Hún er metnaðarfullt andlegt skipsbrot,“ skrifar Dean á Twitter.Another reason she is an atrocious candidate. I was on the other side of this argument wearing a bulletproof vest while she was saying this. She is not even a Democrat and she certainly isn’t progressive. She is an ambitious moral shipwreck. https://t.co/b8doDPIANH — Howard Dean (@GovHowardDean) 12 January 2019 Mörg dæmi um andstöðu Gabbard hafa verið dregin upp nýlega, til að mynda ummæli hennar um „blekkingar og hatur“ í garð móður hennar þegar hún ákvað að bjóða sig fram í skólanefnd ríkisins. Þá var umsögn hennar um frumvarp um staðfesta samvist hinsegin fólks frá árinu 2004 einnig fundin þar sem hún sagði það óheiðarlegt að láta sem munur væri á staðfestri samvist og hjónaböndum. „Að láta sem það sé munur á milli staðfestrar samvistar og hjónabands er óheiðarlegt, heigulsháttur og ótrúlega mikil vanvirðing í garð fólksins á Havaí,“ sagði Gabbard í umsögn sinni. „Sem Demókratar ættum við að koma fram skoðunum fólksins, ekki fárra róttækra samkynhneigðra.“ Líkt og áður sagði segist hún hafa breytt afstöðu sinni til þessara mála og hún sjái eftir þeim. Hún baðst opinberlega afsökunar árið 2012 þegar hún bauð sig fram til Bandaríkjaþings. Hún sagði þá að hún hafi alist upp á íhaldssömu heimili sem þó fagni fjölbreyttum skoðunum. „Ég hafði skoðanir þegar ég var yngri sem ég hef ekki í dag.“ Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Gabbard tilkynnir framboð sitt til forseta Þingmaðurinn Tulsi Gabbard tilkynnti í gær að hún hygðist bjóða sig fram í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2020. 12. janúar 2019 13:45 Enn bætist í hóp forsetaframbjóðenda demókrata Fyrrverandi húsnæðismálaráðherra Obama og vonarstjarna í Demókrataflokknum hefur lýst yfir framboði í forvalinu. 12. janúar 2019 18:09 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Sjá meira
Þingmaðurinn og Demókratinn Tulsi Gabbard hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir fyrri afstöðu sína gegn samkynja hjónaböndum og réttindum hinsegin fólks. Gabbard tilkynnti á dögunum að hún hygðist bjóða sig fram í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2020. Eftir tilkynningu Gabbard um helgina gagnrýndu margir þingmanninn fyrir störf hennar fyrir samtök föður síns sem voru mótfallin samkynja hjónaböndum og töluðu fyrir meðferð sem ætlað var að „lækna“ fólk af samkynhneigð. Gabbard, sem er þingmaður fyrir Havaí, hefur áður beðist afsökunar á afstöðu sinni og segist sjá eftir orðum sínum í garð hinsegin fólks. Hún sé þakklát þeim meðlimum hinsegin félagsins sem hafa deilt reynslu sinni með sér og gefið henni aðra sýn á málin. „Undanfarin sex ár á þingi hef ég verið svo lánsöm að hafa fengið tækifæri til að hjálpa til við lagasetningu sem tryggja jafnan rétt og vernd hinsegin fólks,“ segir Gabbard í yfirlýsingu til CNN. „Ég mun halda áfram að berjast fyrir jöfnum rétti allra.“Gabbard var áður varaformaður landsnefndar Demókrataflokksins. Hún afsalaði sæti sínu árið 2016 til þess að gerast opinber stuðningsmaður Bernie Sanders.Vísir/GettySegir Gabbard vera „metnaðarfullt andlegt skipsbrot“ Demókratinn Howard Dean, ríkisstjóri Vermont á árunum 1991 til 2003, tjáir sig um þessi ummæli Gabbard á Twitter-síðu sinni þar sem hann minnist þess að hafa verið á öndverðum meiði um málið. Hann segir Gabbard vera hræðilegan frambjóðanda. „Hún er ekki einu sinni Demókrati og hún er svo sannarlega ekki framsækin. Hún er metnaðarfullt andlegt skipsbrot,“ skrifar Dean á Twitter.Another reason she is an atrocious candidate. I was on the other side of this argument wearing a bulletproof vest while she was saying this. She is not even a Democrat and she certainly isn’t progressive. She is an ambitious moral shipwreck. https://t.co/b8doDPIANH — Howard Dean (@GovHowardDean) 12 January 2019 Mörg dæmi um andstöðu Gabbard hafa verið dregin upp nýlega, til að mynda ummæli hennar um „blekkingar og hatur“ í garð móður hennar þegar hún ákvað að bjóða sig fram í skólanefnd ríkisins. Þá var umsögn hennar um frumvarp um staðfesta samvist hinsegin fólks frá árinu 2004 einnig fundin þar sem hún sagði það óheiðarlegt að láta sem munur væri á staðfestri samvist og hjónaböndum. „Að láta sem það sé munur á milli staðfestrar samvistar og hjónabands er óheiðarlegt, heigulsháttur og ótrúlega mikil vanvirðing í garð fólksins á Havaí,“ sagði Gabbard í umsögn sinni. „Sem Demókratar ættum við að koma fram skoðunum fólksins, ekki fárra róttækra samkynhneigðra.“ Líkt og áður sagði segist hún hafa breytt afstöðu sinni til þessara mála og hún sjái eftir þeim. Hún baðst opinberlega afsökunar árið 2012 þegar hún bauð sig fram til Bandaríkjaþings. Hún sagði þá að hún hafi alist upp á íhaldssömu heimili sem þó fagni fjölbreyttum skoðunum. „Ég hafði skoðanir þegar ég var yngri sem ég hef ekki í dag.“
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Gabbard tilkynnir framboð sitt til forseta Þingmaðurinn Tulsi Gabbard tilkynnti í gær að hún hygðist bjóða sig fram í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2020. 12. janúar 2019 13:45 Enn bætist í hóp forsetaframbjóðenda demókrata Fyrrverandi húsnæðismálaráðherra Obama og vonarstjarna í Demókrataflokknum hefur lýst yfir framboði í forvalinu. 12. janúar 2019 18:09 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Sjá meira
Gabbard tilkynnir framboð sitt til forseta Þingmaðurinn Tulsi Gabbard tilkynnti í gær að hún hygðist bjóða sig fram í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2020. 12. janúar 2019 13:45
Enn bætist í hóp forsetaframbjóðenda demókrata Fyrrverandi húsnæðismálaráðherra Obama og vonarstjarna í Demókrataflokknum hefur lýst yfir framboði í forvalinu. 12. janúar 2019 18:09