Dómsmálaráðherraefni Trump kemur fyrir þingnefnd Kjartan Kjartansson skrifar 15. janúar 2019 15:42 Barr var spurður fjölda spurninga um Rússarannsóknina og Trump forseta þegar hann kom fyrir þingnefnd í dag. Vísir/EPA William Barr, dómsmálaráðherraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseta, sagðist myndu leyfa Robert Mueller, sérstaka rannsakanda ráðuneytisins, að ljúka rannsókn sinni á meintu samráði framboðs Trump við Rússa sem ráðherra. Barr kom fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings sem þarf að samþykkja skipan hans í dag. Rússarannsóknin svonefnda setti svip sinn á yfirheyrslurnar yfir Barr hjá nefndinni í dag. Trump tilnefndi Barr, sem var dómsmálaráðherra í tíð George H.W. Bush, til að taka við af Jeff Sessions sem hann rak daginn eftir þingkosningarnar í nóvember. Barr skrifaði meðal annars minnisblað til dómsmálaráðuneytisins í fyrra þar sem hann gagnrýndi rannsókn Mueller harðlega og taldi hana hafa farið úr böndunum. Annan tón kvað við hjá Barr fyrir þingnefndinni í dag. Þar sagðist hann ekki telja að sérstaki rannsakandinn myndi stunda „nornaveiðar“ eins og Trump forseti hefur ítrekað sakað Mueller um að gera. Þá sagði hann mikilvægt að þingið og almenningur fengi aðgang að niðurstöðum Mueller þegar þær liggja fyrir. Þrátt fyrir það lýstu sumir demókratar í nefndinni áhyggjum af afstöðu sem Barr hefur látið uppi varðandi völd forsetans. Þannig las Dianne Feinstein, þingmaður flokksins frá Kaliforníu, upp fyrri yfirlýsingar Barr um hlutverk dómsmálaráðherra og völd forsetans. Þar á meðal voru ummæli Barr um að hann teldi að stjórnarskrá Bandaríkjanna takmarkaði ekki rétt forsetans til að stýra löggæslu- og dómsmálum, jafnvel þegar þau vörðuð hann sjálfan eða framferði hans. Sessions lýsti sig vanhæfan til að hafa umsjón með Rússarannsókninni fljótlega eftir að Mueller var skipaður árið 2017. Barr sagði í dag að hann teldi það hafa verið rétt ákvörðun hjá Sessions í ljósi þess að hann hefði unnið fyrir forsetaframboð Trump og þannig átt í hagsmunaárekstri. Lofaði hann einnig Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra, sem hefur haft umsjón með rannsókninni. Rosenstein hefur ítrekað verið skotspónn árása Trump forseta. Hann er talinn ætla að stíga til hliðar þegar Barr tekur við embætti.President Trump's attorney general pick William Barr: “I don't believe Mr. Mueller would be involved in a witch hunt.” https://t.co/k1ufGVAubz pic.twitter.com/JUexBX4ujF— CNN (@CNN) January 15, 2019 Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Ráðherraefni Trump sendi ráðuneyti álit á Rússarannsókninni Maðurinn sem Trump vill skipa dómsmálaráðherra sagði rannsókn Roberts Mueller "frámunalega óábyrga“ og að hún gæti haft "hörmulegar afleiðingar“. 20. desember 2018 09:55 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Sjá meira
William Barr, dómsmálaráðherraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseta, sagðist myndu leyfa Robert Mueller, sérstaka rannsakanda ráðuneytisins, að ljúka rannsókn sinni á meintu samráði framboðs Trump við Rússa sem ráðherra. Barr kom fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings sem þarf að samþykkja skipan hans í dag. Rússarannsóknin svonefnda setti svip sinn á yfirheyrslurnar yfir Barr hjá nefndinni í dag. Trump tilnefndi Barr, sem var dómsmálaráðherra í tíð George H.W. Bush, til að taka við af Jeff Sessions sem hann rak daginn eftir þingkosningarnar í nóvember. Barr skrifaði meðal annars minnisblað til dómsmálaráðuneytisins í fyrra þar sem hann gagnrýndi rannsókn Mueller harðlega og taldi hana hafa farið úr böndunum. Annan tón kvað við hjá Barr fyrir þingnefndinni í dag. Þar sagðist hann ekki telja að sérstaki rannsakandinn myndi stunda „nornaveiðar“ eins og Trump forseti hefur ítrekað sakað Mueller um að gera. Þá sagði hann mikilvægt að þingið og almenningur fengi aðgang að niðurstöðum Mueller þegar þær liggja fyrir. Þrátt fyrir það lýstu sumir demókratar í nefndinni áhyggjum af afstöðu sem Barr hefur látið uppi varðandi völd forsetans. Þannig las Dianne Feinstein, þingmaður flokksins frá Kaliforníu, upp fyrri yfirlýsingar Barr um hlutverk dómsmálaráðherra og völd forsetans. Þar á meðal voru ummæli Barr um að hann teldi að stjórnarskrá Bandaríkjanna takmarkaði ekki rétt forsetans til að stýra löggæslu- og dómsmálum, jafnvel þegar þau vörðuð hann sjálfan eða framferði hans. Sessions lýsti sig vanhæfan til að hafa umsjón með Rússarannsókninni fljótlega eftir að Mueller var skipaður árið 2017. Barr sagði í dag að hann teldi það hafa verið rétt ákvörðun hjá Sessions í ljósi þess að hann hefði unnið fyrir forsetaframboð Trump og þannig átt í hagsmunaárekstri. Lofaði hann einnig Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra, sem hefur haft umsjón með rannsókninni. Rosenstein hefur ítrekað verið skotspónn árása Trump forseta. Hann er talinn ætla að stíga til hliðar þegar Barr tekur við embætti.President Trump's attorney general pick William Barr: “I don't believe Mr. Mueller would be involved in a witch hunt.” https://t.co/k1ufGVAubz pic.twitter.com/JUexBX4ujF— CNN (@CNN) January 15, 2019
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Ráðherraefni Trump sendi ráðuneyti álit á Rússarannsókninni Maðurinn sem Trump vill skipa dómsmálaráðherra sagði rannsókn Roberts Mueller "frámunalega óábyrga“ og að hún gæti haft "hörmulegar afleiðingar“. 20. desember 2018 09:55 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Sjá meira
Ráðherraefni Trump sendi ráðuneyti álit á Rússarannsókninni Maðurinn sem Trump vill skipa dómsmálaráðherra sagði rannsókn Roberts Mueller "frámunalega óábyrga“ og að hún gæti haft "hörmulegar afleiðingar“. 20. desember 2018 09:55