Dómsmálaráðherraefni Trump kemur fyrir þingnefnd Kjartan Kjartansson skrifar 15. janúar 2019 15:42 Barr var spurður fjölda spurninga um Rússarannsóknina og Trump forseta þegar hann kom fyrir þingnefnd í dag. Vísir/EPA William Barr, dómsmálaráðherraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseta, sagðist myndu leyfa Robert Mueller, sérstaka rannsakanda ráðuneytisins, að ljúka rannsókn sinni á meintu samráði framboðs Trump við Rússa sem ráðherra. Barr kom fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings sem þarf að samþykkja skipan hans í dag. Rússarannsóknin svonefnda setti svip sinn á yfirheyrslurnar yfir Barr hjá nefndinni í dag. Trump tilnefndi Barr, sem var dómsmálaráðherra í tíð George H.W. Bush, til að taka við af Jeff Sessions sem hann rak daginn eftir þingkosningarnar í nóvember. Barr skrifaði meðal annars minnisblað til dómsmálaráðuneytisins í fyrra þar sem hann gagnrýndi rannsókn Mueller harðlega og taldi hana hafa farið úr böndunum. Annan tón kvað við hjá Barr fyrir þingnefndinni í dag. Þar sagðist hann ekki telja að sérstaki rannsakandinn myndi stunda „nornaveiðar“ eins og Trump forseti hefur ítrekað sakað Mueller um að gera. Þá sagði hann mikilvægt að þingið og almenningur fengi aðgang að niðurstöðum Mueller þegar þær liggja fyrir. Þrátt fyrir það lýstu sumir demókratar í nefndinni áhyggjum af afstöðu sem Barr hefur látið uppi varðandi völd forsetans. Þannig las Dianne Feinstein, þingmaður flokksins frá Kaliforníu, upp fyrri yfirlýsingar Barr um hlutverk dómsmálaráðherra og völd forsetans. Þar á meðal voru ummæli Barr um að hann teldi að stjórnarskrá Bandaríkjanna takmarkaði ekki rétt forsetans til að stýra löggæslu- og dómsmálum, jafnvel þegar þau vörðuð hann sjálfan eða framferði hans. Sessions lýsti sig vanhæfan til að hafa umsjón með Rússarannsókninni fljótlega eftir að Mueller var skipaður árið 2017. Barr sagði í dag að hann teldi það hafa verið rétt ákvörðun hjá Sessions í ljósi þess að hann hefði unnið fyrir forsetaframboð Trump og þannig átt í hagsmunaárekstri. Lofaði hann einnig Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra, sem hefur haft umsjón með rannsókninni. Rosenstein hefur ítrekað verið skotspónn árása Trump forseta. Hann er talinn ætla að stíga til hliðar þegar Barr tekur við embætti.President Trump's attorney general pick William Barr: “I don't believe Mr. Mueller would be involved in a witch hunt.” https://t.co/k1ufGVAubz pic.twitter.com/JUexBX4ujF— CNN (@CNN) January 15, 2019 Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Ráðherraefni Trump sendi ráðuneyti álit á Rússarannsókninni Maðurinn sem Trump vill skipa dómsmálaráðherra sagði rannsókn Roberts Mueller "frámunalega óábyrga“ og að hún gæti haft "hörmulegar afleiðingar“. 20. desember 2018 09:55 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
William Barr, dómsmálaráðherraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseta, sagðist myndu leyfa Robert Mueller, sérstaka rannsakanda ráðuneytisins, að ljúka rannsókn sinni á meintu samráði framboðs Trump við Rússa sem ráðherra. Barr kom fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings sem þarf að samþykkja skipan hans í dag. Rússarannsóknin svonefnda setti svip sinn á yfirheyrslurnar yfir Barr hjá nefndinni í dag. Trump tilnefndi Barr, sem var dómsmálaráðherra í tíð George H.W. Bush, til að taka við af Jeff Sessions sem hann rak daginn eftir þingkosningarnar í nóvember. Barr skrifaði meðal annars minnisblað til dómsmálaráðuneytisins í fyrra þar sem hann gagnrýndi rannsókn Mueller harðlega og taldi hana hafa farið úr böndunum. Annan tón kvað við hjá Barr fyrir þingnefndinni í dag. Þar sagðist hann ekki telja að sérstaki rannsakandinn myndi stunda „nornaveiðar“ eins og Trump forseti hefur ítrekað sakað Mueller um að gera. Þá sagði hann mikilvægt að þingið og almenningur fengi aðgang að niðurstöðum Mueller þegar þær liggja fyrir. Þrátt fyrir það lýstu sumir demókratar í nefndinni áhyggjum af afstöðu sem Barr hefur látið uppi varðandi völd forsetans. Þannig las Dianne Feinstein, þingmaður flokksins frá Kaliforníu, upp fyrri yfirlýsingar Barr um hlutverk dómsmálaráðherra og völd forsetans. Þar á meðal voru ummæli Barr um að hann teldi að stjórnarskrá Bandaríkjanna takmarkaði ekki rétt forsetans til að stýra löggæslu- og dómsmálum, jafnvel þegar þau vörðuð hann sjálfan eða framferði hans. Sessions lýsti sig vanhæfan til að hafa umsjón með Rússarannsókninni fljótlega eftir að Mueller var skipaður árið 2017. Barr sagði í dag að hann teldi það hafa verið rétt ákvörðun hjá Sessions í ljósi þess að hann hefði unnið fyrir forsetaframboð Trump og þannig átt í hagsmunaárekstri. Lofaði hann einnig Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra, sem hefur haft umsjón með rannsókninni. Rosenstein hefur ítrekað verið skotspónn árása Trump forseta. Hann er talinn ætla að stíga til hliðar þegar Barr tekur við embætti.President Trump's attorney general pick William Barr: “I don't believe Mr. Mueller would be involved in a witch hunt.” https://t.co/k1ufGVAubz pic.twitter.com/JUexBX4ujF— CNN (@CNN) January 15, 2019
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Ráðherraefni Trump sendi ráðuneyti álit á Rússarannsókninni Maðurinn sem Trump vill skipa dómsmálaráðherra sagði rannsókn Roberts Mueller "frámunalega óábyrga“ og að hún gæti haft "hörmulegar afleiðingar“. 20. desember 2018 09:55 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
Ráðherraefni Trump sendi ráðuneyti álit á Rússarannsókninni Maðurinn sem Trump vill skipa dómsmálaráðherra sagði rannsókn Roberts Mueller "frámunalega óábyrga“ og að hún gæti haft "hörmulegar afleiðingar“. 20. desember 2018 09:55