Vonast til þess að saga sín hvetji aðrar konur til þess að vera hugrakkar og frjálsar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. janúar 2019 10:15 Rahaf var í viðtali á ABC Australia. vísir/vilhelm Rahaf Mohammed al-Qunun, sádi-arabíska unglingsstúlkan sem fangaði athygli heimsbyggðarinnar þegar hún læsti sig inn á hótelherbergi í Taílandi þar sem hún var á flótta undan fjölskyldu sinni, segist vonast til þess að saga sín veiti öðrum sádi-arabískum konum innblástur til þess að vera hugrakkar og frjálsar. Qunun fékk hæli í Kanada og lenti í Toronto á laugardag. Hún veitti sjónvarpsstöðinni ABC Australia viðtal og kvaðst vona að mál sitt gæti komið einhverjum breytingum af stað í heimalandi sínu en konur hafa afar takmörkuð réttindi í Sádi-Arabíu. Þannig mega þær ekki vinna, gifta sig eða ferðast án leyfis frá karlkyns forráðamanni. „Ég held að fjöldi kvenna sem flýja undan stjórnvöldum í Sádi-Arabíu eigi bara eftir að aukast, sérstaklega þar sem það er enginn til þess að stöðva þær. Ég vona að saga mín hvetji aðrar konur til þess að vera hugrakkar og frjálsar,“ sagði Qunun. Í viðtalinu lýsti Qunun því hvernig löngun hennar til þess að vera sjálfstæð hafi drifið hana áfram til þess að flýja undan bróður sínum og föður þar sem þau voru á ferðalagi í Kúveit en Qunun stefndi á Ástralíu með millilendingu í Bangkok í Taílandi. Hún læsti sig inni á hótelherbergi þar í landi og neitaði að fara út í sex daga. Segist Qunun hafa búist við því að yfirvöld myndu brjótast inn í herbergið og taka hana höndum. Íhugaði hún því að stytta sér aldur. „Þess vegna skrifaði ég kveðjubréf. Ég ákvað að ég myndi enda líf mitt áður en ég væri neydd til þess að snúa aftur til Sádi-Arabíu,“ sagði Qunun. „Mig langaði til að vera frjáls frá kúgun og þunglyndi. Ég vildi vera sjálfstæði. Ég hefði ekki getað gifst þeim sem ég vildi eða farið að vinna án þess að fá leyfi.“ Kanada Sádi-Arabía Taíland Tengdar fréttir Sameinuðu þjóðirnar biðla til Ástralíu Biðja yfirvöld Ástralíu um að íhuga að veita ungri konu frá Sádi-Arabíu hæli. 9. janúar 2019 11:32 Sádíarabíska konan sem flúði fjölskyldu sína á leið til Kanada 11. janúar 2019 17:59 Táningurinn sem flúði fjölskyldu sína komin til Kanada Utanríkisráðherra Kanada tók á móti Rahaf al-Qunun á flugvellinum í Toronto. 12. janúar 2019 18:37 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Flugu sprengjuvélum upp að ströndum Venesúela Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu Sjá meira
Rahaf Mohammed al-Qunun, sádi-arabíska unglingsstúlkan sem fangaði athygli heimsbyggðarinnar þegar hún læsti sig inn á hótelherbergi í Taílandi þar sem hún var á flótta undan fjölskyldu sinni, segist vonast til þess að saga sín veiti öðrum sádi-arabískum konum innblástur til þess að vera hugrakkar og frjálsar. Qunun fékk hæli í Kanada og lenti í Toronto á laugardag. Hún veitti sjónvarpsstöðinni ABC Australia viðtal og kvaðst vona að mál sitt gæti komið einhverjum breytingum af stað í heimalandi sínu en konur hafa afar takmörkuð réttindi í Sádi-Arabíu. Þannig mega þær ekki vinna, gifta sig eða ferðast án leyfis frá karlkyns forráðamanni. „Ég held að fjöldi kvenna sem flýja undan stjórnvöldum í Sádi-Arabíu eigi bara eftir að aukast, sérstaklega þar sem það er enginn til þess að stöðva þær. Ég vona að saga mín hvetji aðrar konur til þess að vera hugrakkar og frjálsar,“ sagði Qunun. Í viðtalinu lýsti Qunun því hvernig löngun hennar til þess að vera sjálfstæð hafi drifið hana áfram til þess að flýja undan bróður sínum og föður þar sem þau voru á ferðalagi í Kúveit en Qunun stefndi á Ástralíu með millilendingu í Bangkok í Taílandi. Hún læsti sig inni á hótelherbergi þar í landi og neitaði að fara út í sex daga. Segist Qunun hafa búist við því að yfirvöld myndu brjótast inn í herbergið og taka hana höndum. Íhugaði hún því að stytta sér aldur. „Þess vegna skrifaði ég kveðjubréf. Ég ákvað að ég myndi enda líf mitt áður en ég væri neydd til þess að snúa aftur til Sádi-Arabíu,“ sagði Qunun. „Mig langaði til að vera frjáls frá kúgun og þunglyndi. Ég vildi vera sjálfstæði. Ég hefði ekki getað gifst þeim sem ég vildi eða farið að vinna án þess að fá leyfi.“
Kanada Sádi-Arabía Taíland Tengdar fréttir Sameinuðu þjóðirnar biðla til Ástralíu Biðja yfirvöld Ástralíu um að íhuga að veita ungri konu frá Sádi-Arabíu hæli. 9. janúar 2019 11:32 Sádíarabíska konan sem flúði fjölskyldu sína á leið til Kanada 11. janúar 2019 17:59 Táningurinn sem flúði fjölskyldu sína komin til Kanada Utanríkisráðherra Kanada tók á móti Rahaf al-Qunun á flugvellinum í Toronto. 12. janúar 2019 18:37 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Flugu sprengjuvélum upp að ströndum Venesúela Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu Sjá meira
Sameinuðu þjóðirnar biðla til Ástralíu Biðja yfirvöld Ástralíu um að íhuga að veita ungri konu frá Sádi-Arabíu hæli. 9. janúar 2019 11:32
Táningurinn sem flúði fjölskyldu sína komin til Kanada Utanríkisráðherra Kanada tók á móti Rahaf al-Qunun á flugvellinum í Toronto. 12. janúar 2019 18:37
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent