Skapa meiri eitraðan úrgang en ferskt vatn Samúel Karl Ólason skrifar 14. janúar 2019 20:30 Allt í allt erum 16 þúsund eimeingarstöðvar starfræktar um heiminn allan og er talið líklegt að þeim muni fjölga verulega. Þær framleiða um 51,8 milljarða rúmmetra af úrgangi á ári hverju. AP/Lenny Ignelzi Eimingarstöðvar um heim allan skapa meira af eitruðum úrgangi en ferskvatni. Úrganginum er að mestu leyti dælt aftur út í hafið þar sem hann veldur skaða á lífríki. Vísindamenn frá Kanada, Hollandi og Suður-Kóreu komust að þessari niðurstöðu en Sameinuðu þjóðirnar stóðu við bakið á þeim við rannsóknina. Allt í allt erum 16 þúsund eimeingarstöðvar starfræktar um heiminn allan og er talið líklegt að þeim muni fjölga verulega. Þær framleiða um 51,8 milljarða rúmmetra af úrgangi á ári hverju. Gróflega reiknað myndast um einn og hálfur lítri af leðjunni við hvern lítra af ferskvatni. Á hverju ári myndast það mikið af söltum úrgangi að hægt væri að þekja svæði um 170 þúsund ferkílómetra svæði (Ísland er rétt rúmir 100 þúsund ferkílómetrar) með 30 sentímetra þykku lagi af úrganginum, samkvæmt AP fréttaveitunni.Vísindamennirnir kalla eftir því að betur verði farið með úrganginn en meira en helmingur hans kemur frá einungis fjórum ríkjum. Þau eru Sádi-Arabía, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Kúveit og Katar. Ríki í Norður-Afríku og Kyrrahafinu reiða einnig mikið á eimað vatn til neyslu.Um er að ræða nokkurs konar saltleðju, sem inniheldur þar að auki efni eins og kopar og klór. Leðja þessi sekkur til botns þar sem henni er dælt út í sjó. Þar veldur hún skaða á lífríkinu og þá meðal annars með því að draga úr súrefni í sjónum. Meðal þess sem hægt væri að gera til að draga úr skaðanum frá leðjunni er að hræra hana saman við sjó áður en henni er dælt út í höfin aftur. Þá væri sömuleiðis hægt að safna henni saman í sérstökum laugum og safna saltinu og öðrum efnum þegar vatnið gufar upp.Wired bendir þó á að eiming sé sífellt að verða hagkvæmari og þróunin sé tiltölulega hröð. Vandinn sé sá að þau fjögur ríki sem eru nefnd hér að ofan eru nánast eingöngu að eima sjó og gera það með gömlum búnaði. Þau brenni olíu til að sjóða sjóinn. Slík aðferð er bæði orkusöm og skilur eftir sig meiri saltleðju en aðrar. Katar Kúveit Sameinuðu arabísku furstadæmin Sádi-Arabía Umhverfismál Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Eimingarstöðvar um heim allan skapa meira af eitruðum úrgangi en ferskvatni. Úrganginum er að mestu leyti dælt aftur út í hafið þar sem hann veldur skaða á lífríki. Vísindamenn frá Kanada, Hollandi og Suður-Kóreu komust að þessari niðurstöðu en Sameinuðu þjóðirnar stóðu við bakið á þeim við rannsóknina. Allt í allt erum 16 þúsund eimeingarstöðvar starfræktar um heiminn allan og er talið líklegt að þeim muni fjölga verulega. Þær framleiða um 51,8 milljarða rúmmetra af úrgangi á ári hverju. Gróflega reiknað myndast um einn og hálfur lítri af leðjunni við hvern lítra af ferskvatni. Á hverju ári myndast það mikið af söltum úrgangi að hægt væri að þekja svæði um 170 þúsund ferkílómetra svæði (Ísland er rétt rúmir 100 þúsund ferkílómetrar) með 30 sentímetra þykku lagi af úrganginum, samkvæmt AP fréttaveitunni.Vísindamennirnir kalla eftir því að betur verði farið með úrganginn en meira en helmingur hans kemur frá einungis fjórum ríkjum. Þau eru Sádi-Arabía, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Kúveit og Katar. Ríki í Norður-Afríku og Kyrrahafinu reiða einnig mikið á eimað vatn til neyslu.Um er að ræða nokkurs konar saltleðju, sem inniheldur þar að auki efni eins og kopar og klór. Leðja þessi sekkur til botns þar sem henni er dælt út í sjó. Þar veldur hún skaða á lífríkinu og þá meðal annars með því að draga úr súrefni í sjónum. Meðal þess sem hægt væri að gera til að draga úr skaðanum frá leðjunni er að hræra hana saman við sjó áður en henni er dælt út í höfin aftur. Þá væri sömuleiðis hægt að safna henni saman í sérstökum laugum og safna saltinu og öðrum efnum þegar vatnið gufar upp.Wired bendir þó á að eiming sé sífellt að verða hagkvæmari og þróunin sé tiltölulega hröð. Vandinn sé sá að þau fjögur ríki sem eru nefnd hér að ofan eru nánast eingöngu að eima sjó og gera það með gömlum búnaði. Þau brenni olíu til að sjóða sjóinn. Slík aðferð er bæði orkusöm og skilur eftir sig meiri saltleðju en aðrar.
Katar Kúveit Sameinuðu arabísku furstadæmin Sádi-Arabía Umhverfismál Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira